Peningamál - 15.05.2013, Síða 54
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
3
•
2
54
VIII Verðlagsþróun og verðbólguhorfur
Ársverðbólga hefur hjaðnað frá útgáfu síðustu Peningamála og mæld-
ist 3,3% í apríl sl. Hins vegar hefur dregið hægar úr undirliggjandi
verðbólgu sem, ásamt langtímaverðbólguvæntingum nokkuð yfir
verðbólgumarkmiði, benda til þess að enn séu að verki þættir sem
vinna gegn frekari hjöðnun verðbólgu. Verðbólguhorfur hafa heldur
batnað í kjölfar gengisstyrkingar krónunnar að undanförnu þrátt fyrir
að verðbólga hafi reynst lítillega meiri á fyrsta ársfjórðungi 2013 en
áður var spáð. Meiri framleiðsluslaki á næsta ári en áður var gert ráð
fyrir dregur einnig úr verðbólguþrýstingi þótt meiri launaþrýstingur
vegi upp á móti. Spáð er að meðalverðbólga á þessu ári verði 3,8% og
2,7% á næsta ári. Verðbólguhorfur eru hins vegar sem fyrr afar óvissar
þar sem gengisþróun krónunnar og launaþróun munu ráða miklu um
framvinduna. Óvissumat spárinnar bendir til þess að um helmingslíkur
séu á að verðbólga verði á bilinu 2-4% að ári liðnu.
Verðbólga hefur hjaðnað undanfarna mánuði …
Verðbólga mældist 4,3% á fyrsta ársfjórðungi 2013, þriðja árs-
fjórðunginn í röð. Verðhækkun almennrar þjónustu og innfluttrar
vöru án áfengis, tóbaks og bensíns hafði mest áhrif á þróun vísitölu
neysluverðs á fyrsta ársfjórðungi þar sem töluverð áhrif vegna gengis-
lækkunar krónunnar í ársbyrjun komu fyrst og fremst fram í verð-
hækkunum í janúar og febrúar, þótt ekki sé útilokað að þeirra gæti enn
og vegi á móti áhrifum nýlegrar hækkunar krónunnar. Til viðbótar við
áhrif gengislækkunarinnar áttu útsölulok og hækkun launa einnig þátt
í 1,6% hækkun vísitölu neysluverðs í febrúar frá fyrri mánuði sem olli
því að ársverðbólga jókst í 4,8%. Í mars hækkaði vísitalan hins vegar
mun minna milli mánaða eða um 0,2%, og hjaðnaði ársverðbólga
því á ný í 3,9%. Í kjölfar 0,2% hækkunar vísitölu neysluverðs í apríl,
sem að mestu má rekja til hækkunar kostnaðar vegna eigin húsnæðis,
minnkaði ársverðbólgan enn frekar. Hún mælist nú 3,3% eða 0,8
prósentum yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans og hefur ekki verið
svo lítil síðan í apríl 2011.1
… en dregið hefur hægar úr undirliggjandi verðbólgu
Verðbólga er hins vegar nokkru meiri á mælikvarða samræmdu
neysluverðsvísitölunnar og kjarnavísitalna þótt hún hafi einnig hjaðnað
á þá mælikvarða að undanförnu. Ársverðbólga samkvæmt samræmdu
neysluverðsvísitölunni, sem undanskilur húsnæðisverð, mældist 4,5%
í mars og hefur hjaðnað úr rúmlega 6% í janúar sl. Undirliggjandi árs-
verðbólga, mæld með kjarnavísitölu 3, sem undanskilur áhrif óbeinna
skatta, sveiflukenndra matvöruliða, bensíns, opinberrar þjónustu og
raunvaxtakostnaðar húsnæðislána, var 4,2% í apríl og hefur hjaðnað
úr 4,6% í janúar. Það hefur því dregið hægar úr undirliggjandi verð-
bólgu en mældri undanfarna mánuði, enda hefur lækkun bensínverðs
haft töluverð áhrif á mælda verðbólgu sl. tvo mánuði. Sama niðurstaða
fæst ef undirliggjandi verðbólga er skoðuð með einföldum tölfræði-
1. Töluverð grunnáhrif hafa einnig verið fyrir hendi undanfarna mánuði þar sem vísitala
neysluverðs hækkaði um rúmlega 1% í mars 2012 frá fyrri mánuði og síðan um 0,8% í
apríl 2012.
Mynd VIII-1
Verðbólga á ýmsa mælikvarða1
Janúar 2001 - apríl 2013
0
2
4
6
8
10
12
14
16
18
20
22
12 mánaða breyting (%)
Vísitala neysluverðs
Samræmd vísitala neysluverðs
Kjarnavísitala 3 án skattaáhrifa
Kjarnavísitala 4 án skattaáhrifa
Verðbólgumarkmið
‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01
1. Kjarnavísitala 3 er vísitala neysluverðs án búvöru, grænmetis, ávaxta,
bensíns, opinberrar þjónustu og raunvaxtakostnaðar húsnæðislána. Í
kjarnavísitölu 4 er að auki markaðsverð húsnæðis undanskilið.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd VIII-2
Undirliðir verðbólgu
Framlag einstakra undirliða til verðbólgu jan. 2010 - apríl 2013
Prósentur
Innfluttar vörur án áfengis, tóbaks og bensíns
Bensín Húsnæði
Innlendar vörur án búvöru og grænmetis
Almenn þjónusta Aðrir liðir
Vísitala neysluverðs (12 mánaða %-breyting)
Heimild: Hagstofa Íslands.
-2
0
2
4
6
8
10
2012 201320112010