Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 15

Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 15
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 15 peningastefnunnar og færast þannig nær hagkvæmnisjaðrinum. Sá möguleiki er einnig fyrir hendi að minni sveiflur í verðbólgu og hag­ vexti endurspegli að hagkvæmnisjaðarinn hafi hliðrast til vinstri þar sem minnstu mögulegu sveiflur í bæði verðbólgu og hagvexti eru minni en áður, samanber punkt E á mynd 2. Peningastefnan gæti því átt þátt í þeim aukna stöðugleika sem hefur einkennt verðbólgu og hagvöxt hér á landi að undanförnu hafi framkvæmd hennar batnað þannig að hún hafi færst nær undirliggj­ andi hagkvæmnisjaðri eða ef jaðarinn hafi sjálfur hliðrast til vinstri. Það gæti hafa gerst með því að fyrirsjáanleiki og gagnsæi peninga­ stefnunnar hafi aukist og að verðbólga og verðbólguvæntingar hafi traustari kjölfestu en áður,5 samanber mynd 3 sem sýnir hvernig bæði mæld og undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað að undan­ förnu. Meiri tregða hefur verið í langtímaverðbólguvæntingum, þótt þær hafi einnig þokast niður á við. Allt þetta dregur úr sveiflum í vöxtum, verðbólgu og verðbólguvæntingum og eykur fyrirsjáan­ leika þeirra og stuðlar þannig að minni sveiflum t.d. í raunvöxtum og ­gengi sem aftur stuðlar að minni hagsveiflum. Traustari kjölfesta verðbólguvæntinga getur einnig minnkað hættu á skyndilegum verðbólguótta, sem getur verið sjálfstæð uppspretta sveiflna í verð­ bólgu og hagvexti (sjá t.d. Goodfriend, 1993). Traustari kjölfesta getur að sama skapi dregið úr áhrifum sveiflna í alþjóðlegu hrávöru­ og olíuverði og í gengi krónunnar á verðbólgu (sjá t.d. Devereux, Engel og Storgaard, 2003). Ekki er heldur útilokað að skilningur á gangverki hagkerfisins og ábyrgð peningastefnunnar á verðbólgu hafi aukist en bættur skilningur á hlutverki peningastefnunnar við að halda aftur af verðbólgu getur dregið úr sveiflum í verðbólgu og hagvexti (sjá t.d. Bernanke, 2004). Sveiflur í verðbólgu og hagvexti gætu einnig hafa minnkað vegna þess að utanaðkomandi efnahagsskellir séu einfaldlega færri og minni en áður. Reyndar er erfitt að sjá að utanaðkomandi efna­ hagsumhverfi sé að einhverju leyti hagfelldara nú í ljósi fjölmargra áskorana sem þjóðarbúskapurinn hefur staðið frammi fyrir á síðustu árum, eins og umfangsmikil lækkun skulda og endurbætur innlendra efnahagsreikninga í kjölfar fjármálakreppunnar og mjög óhagstæð þróun viðskiptakjara bera vott um. Á móti má færa rök fyrir því að fjármagnshöftin hafi að einhverju leyti einangrað innlendan þjóðar­ búskap fyrir áhrifum óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, t.d. tengdum skuldakreppunni á evrusvæðinu og óvissu í tengslum við minnkandi skuldabréfakaup bandaríska seðlabankans í fyrra. Að því leyti hafa fjármagnshöftin lagst á sveif með peningastefnunni og auk­ ið efnahagslegan stöðugleika, þótt til lengdar hafi þau áreiðanlega í för með sér umtalsverðan efnahagslegan kostnað. Hér þarf þó að gæta að því að breytt stefna Seðlabankans um viðskipti á gjaldeyris­ markaði á einnig þátt í að dregið hefur úr gengissveiflum að undan­ förnu. Í annan stað gætu áhrif alþjóðlegrar hagsveiflu hafa aukist með aukinni hlutdeild utanríkisviðskipta í innlendum þjóðarbúskap. Þótt of snemmt sé að skera úr um hver sé meginástæða aukins þjóðhagslegs stöðugleika hníga mörg rök að því að bættur rammi og framkvæmd peningastefnunnar eigi þar mikilvægan hlut að máli. Það væri í takt við reynslu annarra landa og fjölda rannsókna sem ótvírætt benda til hlutverks peningastefnunnar við að draga úr verð­ bólgu og sveiflum í verðbólgu í öðrum löndum (sjá t.d. Bernanke, 2004, og Cecchetti o.fl., 2007).6 0 1 2 3 4 5 6 7 8 ‘142013201220112010 Mynd 3 Verðbólga og verðbólguvæntingar frá 2010 % Verðbólga Bil mælinga á kjarnaverðbólgu1 Verðbólguvæntingar til 10 ára2 Verðbólgumarkmið 1. Bil 1. og 3. fjórðungs ýmissa mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu (kjarnavísitölu 3 og 4 án skattaáhrifa, klippts meðaltals (þar sem öfgagildum sem breytast um allt frá 5 til 25% milli mánaða er sleppt) og vegins miðgildis). 2. Út frá ávöxtunarferli verðtryggðra og óverðtryggðra vaxta. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 5. Eins og kemur fram í Dincer og Eichengreen (2014) hefur gagnsæi peningastefnunnar aukist einna mest hér á landi á síðustu fimm árum meðal þróaðra ríkja. 6. Reynsla annarra landa sýnir einnig að verulegt ójafnvægi getur byggst upp í fjármála­ kerfinu þrátt fyrir að stöðugleiki ríki í verðbólgu og hagvexti, sem getur að lokum leitt til mikils óstöðugleika í þjóðarbúskapnum. Af þeim sökum hefur kastljósið bæði erlendis og hér á landi beinst að ýmsum þjóðhagsvarúðartækjum og samspili þeirra við hið hefð­ bundna vaxtatæki peningastefnunnar. Sjá t.d. Borio (2014).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.