Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 57

Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 57
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 57 í þessum hópi var orðin mjög mikil á þensluárunum 2006­2007. Atvinnuþátttaka minnkaði einnig töluvert meira á höfuðborgar­ svæðinu en á landsbyggðinni. Hún hefur hins vegar aukist nokkuð í öllum hópum eftir að efnahagsbatinn sótti í sig veðrið en mismikið og er atvinnuþátttaka t.d. orðin meiri á landsbyggðinni en hún varð mest fyrir efnahagskreppuna. Á heildina litið jókst atvinnuþátttaka um ½ prósentu á fyrsta fjórð ungi í ár frá sama tíma í fyrra og var þá 79,4% og fólki utan vinnu markaðar fækkaði um 1 prósentu milli ára á fyrsta fjórðungi ársins. Fyrirtæki álíka bjartsýn á fjölgun starfsfólks og á sama tíma í fyrra Samkvæmt niðurstöðum könnunar Capacent Gallup, sem var fram­ kvæmd í mars sl. meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins, vildu um 14 prósentum fleiri fyrirtæki fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum en fækka (mynd VI­8). Niðurstaða könnunarinnar er mun jákvæðari en í þeim könnunum sem gerðar voru á seinni árshelmingi í fyrra, en þá vildu nánast jafnmörg fyrirtæki fjölga starfsfólki og fækka því, en svipuð og fékkst úr þeim könnunum sem gerðar voru á fyrri hluta síðasta árs þegar 10 prósentum fleiri fyrirtæki vildu fjölga starfsfólki en fækka þeim. Í öllum atvinnugreinum, nema sjávarútvegi og fjármála­ og tryggingastarfsemi, er meiri vilji til að fjölga starfsfólki en var í síðustu könnun sem framkvæmd var í desember og aðeins í fjármála­ og tryggingastarfsemi og í verslun vilja fleiri fyrirtæki fækka starfsfólki nú en í síðustu könnun. Fyrirtæki í þeim greinum þar sem vægi útflutnings er líklega hvað mest (þ.e. samgöngum og ferðaþjónustu, iðnaði og annarri þjónustu) eru almennt nokkru bjartsýnni en þau voru í síðustu könnun og samanborið við könnunina sem gerð var fyrir ári. Heildarvinnustundum fjölgar í öllum greinum nema fjármálaþjónustu Eins og fram kemur í mynd VI­9 hefur orðið nokkur bati frá botni efnahagskreppunnar í þeim greinum þar sem heildarvinnustundum fækkaði í efnahagshruninu að fjármálageiranum undanskildum og ef marka má áform forsvarsmanna þar um fjölgun á næstu sex mánuðum má gera ráð fyrir að sú þróun haldi áfram. Heildarvinnustundum fækk­ aði hins vegar ekki í þeim greinum þar sem ábati af lágu raungengi hefur verið hvað mestur, þ.e. hótel­ og veitingarekstri og fiskveiðum og ­vinnslu. Fjölgunin hélt áfram í fyrra í hótel­ og veitingarekstri en í fiskveiðum og ­vinnslu fækkaði hins vegar heildarvinnustundum og benda áform fyrirtækja í báðum greinum til að sambærileg þróun haldi áfram á næstu mánuðum. Samband atvinnuleysis og lausra starfa færist nær því sem það var fyrir fjármálakreppuna Það að langtímaatvinnulausir eigi ekki erfiðara með að finna vinnu en þeir sem hafa verið atvinnulausir um skemmri tíma er í góðu samræmi við það sem lesa má út úr þróun á Beveridge­ferlinum að undanförnu. Ferillinn getur gefið vísbendingu um hvort aðlögun atvinnuleysis sé í samræmi við bata í þjóðarbúskapnum eða hvort til staðar séu Heimildir: Hagstofa íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd VI-7 Breytingar á atvinnuþátttöku eftir búsetu, kyni og aldri Prósentur 2007-2012 2007-2013 -6 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 55-7425-5416-24KonurKarlarLands- byggð Höfuð- borgar- svæði Alls Heimild: Capacent Gallup. Mynd VI-8 Fyrirtæki sem hyggja á starfsmanna- breytingar á næstu 6 mánuðum % Fyrirtæki sem vilja fjölga starfsfólki Fyrirtæki sem vilja fækka starfsfólki Hlutfall fyrirtækja sem vilja fjölga starfsfólki umfram þau sem vilja fækka því -60 -40 -20 0 20 40 60 ‘02 ‘04 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13 ‘14 1. Fólk við vinnu í viðmiðunarvikunni. Hlutdeild atvinnugreinar í heildarvinnustundum 2013 í sviga (%). 2. Mismunandi er eftir atvinnugrein hvernær samdráttur varð mestur. Í nokkrum atvinnugreinum varð ekki samdráttur og þar sýna tölurnar þróun frá 2008. 3. Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. 4. Opinber stjórnsýsla, fræðslustarfsemi, heilbrigðis- þjónusta, menningarstarfsemi, fasteignaviðskipti og önnur þjónusta. Heimild: Hagstofa Íslands. % Mynd VI-9 Breytingar á heildarvinnustundum 2008-20131 Breyting frá 2008 Breyting frá því að samdráttur varð mestur2 Breyting 2012-2013 -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 50 Ý m is þj ón us ta ( 43 )4 Fj ár m ál a- þj ón us ta ( 4) Sa m gö ng ur o g fja rs ki pt i ( 7) H ót el o g ve iti ng ah ús ( 5) V er sl un o g vi ðg er ði r (1 3) By gg in ga - st ar fs em i ( 8) 3 A nn ar ið na ðu r (1 0) Fi sk ve ið ar o g vi nn sl a (6 ) La nd bú na ðu r (4 ) A lls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.