Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 64

Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 64
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 64 Útflutningur, mældur á föstu gengi, dróst saman um 5½% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra, en inn­ flutningur jókst um 7% á sama tímabili. Afgangur af vöruviðskiptum, mældur á sama hátt, nam því um 9 ma.kr. á fyrstu þremur mánuðum þessa árs sem er tæpum 17 ma.kr. minni afgangur en á sama tíma í fyrra. Vöruskiptajöfnuður án skipa og flugvéla reyndist einnig 17 ma.kr. minni á fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tíma fyrir ári, en þá voru flutt inn skip og flugvélar að verðmæti 2,5 ma.kr. miðað við gengi krónunnar í marsmánuði. Eins og rakið er í kafla II er búist við að vöruútflutningur dragist saman í ár sem að mestu má rekja til lakra horfa um útflutning sjávar­ afurða. Á móti kemur að gert er ráð fyrir meiri vexti í útfluttri þjónustu en áður var spáð. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu komu 35% fleiri erlendir ferðamenn til landsins á fyrsta fjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra, sem er svipuð aukning og varð á fyrsta fjórðungi síð­ asta árs þegar ferðamönnum fjölgaði um 39%. Um þriðjungsaukning frá fyrra ári hefur einnig orðið í fjölda gistinátta og greiðslukortaveltu erlendra aðila á Íslandi það sem af er þessu ári. Því er gert ráð fyrir um 9% aukningu útfluttrar þjónustu í ár frá fyrra ári. Gert er ráð fyrir að vöru­ og þjónustuútflutningur í heild aukist um 2,9% frá fyrra ári, sem er um 1½ prósentu meiri vöxtur en í febrúarspánni. Þá er gert ráð fyrir nokkru meiri vöruinnflutningi í ár en í febrúarspánni þar sem horfur eru á að innflutningur á skipum og flugvélum verði 6 ma.kr. meiri að nafnvirði, auk þess sem almennur innflutningur verði heldur meiri en áður var spáð í takt við kröftugri vöxt innlendrar eftirspurnar og útfluttrar þjónustu. Horfur eru því á að afgangur af vöru­ og þjónustu­ viðskiptum verði um 5½% af landsframleiðslu í ár, um ½ prósentustigi minni afgangur en spáð var í febrúar. Horfur fyrir næstu tvö ár hafa hins vegar batnað vegna betri horfa um útflutning og hagstæðari þró­ unar viðskiptakjara (sjá kafla II). Gert er ráð fyrir tæplega 5% afgangi á næsta ári og um 3% árið 2016 eða um prósentu meiri afgangi en spáð var í febrúar. Undirliggjandi þáttatekjuhalli minnkaði mikið milli ára í fyrra Undirliggjandi þáttatekjuhalli nam tæplega 9 ma.kr. á síðasta ári að undanskildum rekstrarframlögum eða um ½% af landsframleiðslu. Þetta er töluvert minni halli en var árið 2012 þegar hann var 45 ma.kr. sem rekja má til aukinnar hreinnar ávöxtunar hlutafjár og minni halla á vaxtajöfnuði (mynd VII­3). Vaxtagjöld hafa farið minnkandi frá árinu 2011 og náðu lágmarki á þriðja ársfjórðungi 2013. Nokkrar skýringar eru á þessari lækkun: skuldastaða þjóðarbúsins hefur batnað, gengis­ lækkun ársins 2012 gekk til baka og vextir í viðskiptalöndum Íslands hafa lækkað um tæplega 1 prósentu frá árinu 2011, en um helmingur erlendra skulda þjóðarbúsins ber breytilega erlenda vexti. Þáttatekjuhallinn var minni í fyrra en gert var ráð fyrir í síðustu spá Peningamála sem má að miklu leyti rekja til betri ávöxtunar hluta­ fjár erlendis en það gefur til kynna að bein erlend fjárfesting Íslendinga erlendis hafi gengið betur á árinu 2013 en búist var við (mynd VII­4). Bata hreinnar ávöxtunar hlutafjár árið 2013 í samanburði við árið á undan má hins vegar fyrst og fremst rekja til þess að erlendir aðilar hafi notið minni arðsemi af beinni erlendri fjárfestingu hér á landi. Mynd VII-3 Hreinar erlendar vaxtagreiðslur 1. ársfj. 2001 - 4. ársfj. 2013 % af VLF Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Hreinar vaxtagreiðslur (innlánsstofnanir í slitameðferð) (v. ás) Hreinar vaxtagreiðslur (aðrir) (v. ás) Hreinar vaxtagreiðslur (h. ás) Hreinar vaxtagreiðslur án innlánsstofnana í slitameðferð (h. ás) Ma.kr. -160 -140 -120 -100 -80 -60 -40 -20 0 -40 -35 -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 ‘12 ‘13‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01 Mynd VII-4 Hrein arðsemi af beinni erlendri fjárfestingu 2009-2013 % af VLF Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Lyfjaiðnaður Stóriðja Innlánsstofnanir í slitameðferð Annað Hrein arðsemi af beinni erlendri fjárfestingu -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 20132012201120102009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.