Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 9

Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 9
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 9 að hækka og er launahlutfallið komið nálægt sögulegu meðaltali sínu. Frá febrúarspá bankans hafa verið gerðir kjarasamningar við stærstan hluta vinnumarkaðarins. Þrátt fyrir að umsamdar launahækkanir séu almennt í takt við kjarasamninginn sem gerður var í desember sl. er áætlað að launahækkanir í ár og á næsta ári verði meiri en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Á móti vegur heldur hraðari vöxtur undirliggjandi framleiðni og því eru horfur um vöxt launakostnaðar á framleidda einingu áþekkar og í febrúar og er gert ráð fyrir að hann vaxi um tæplega 3% á ári að meðaltali á spátímanum (mynd I­12). Nánari umfjöllun um vinnumarkaðinn er að finna í kafla VI. Slakinn í þjóðarbúinu minnkar Talið er að framleiðsluslakinn hafi verið um ½% af framleiðslugetu í fyrra og hafi minnkað um 4 prósentur frá því sem hann var mestur um mitt ár 2010. Áframhaldandi kröftugur hagvöxtur gerir það að verkum að slakinn er talinn hverfa um mitt þetta ár sem er um hálfu ári fyrr en gert var ráð fyrir í febrúarspánni (mynd I­13). Um þetta mat er þó töluverð óvissa en eins og fjallað er um síðar í þessum kafla bendir fjöldi mælikvarða á umfangi slakans í þjóðarbúinu í sömu átt. Líkt og í febrúarspánni gerir kröftugur vöxtur innlendrar eftirspurnar það að verkum að smám saman byggist upp nokkur framleiðsluspenna sem nær hámarki í 1½% af framleiðslugetu um mitt ár 2016 en tekur síðan að minnka og er orðin um ½% í lok spátímans um mitt ár 2017. Þetta mat á framleiðsluspennunni í þjóðarbúinu byggist á því að vöxtur framleiðslugetu á spátímanum verði í samræmi við 2,7% meðal­ hagvöxt síðustu þrjátíu ára. Nánari umfjöllun um framleiðslugetu og ­slaka er að finna í kafla IV. Verðbólga komin í markmið ... Verðbólga hefur hjaðnað hratt það sem af er þessu ári og var komin niður fyrir markmið bankans í febrúar þegar hún mældist 2,1%. Hún hefur haldist í námunda við markmiðið síðan og mældist 2,5% á fyrsta fjórðungi ársins. Til samanburðar mældist verðbólgan 4,3% á fyrsta ársfjórðungi í fyrra og 6,4% á sama tíma árið 2012. Samfara hjöðnun verðbólgu hefur dregið úr sveiflum í verðbólgu og hagvexti eins og fjallað er um í rammagrein I­1. Síðustu ár hefur verðbólga fyrst og fremst verið drifin áfram af innlendum þáttum, þ.e. verðhækkunum húsnæðis og innlendrar vöru og þjónustu. Undanfarið hefur innlend verðbólga án húsnæðis hins vegar einnig minnkað og hefur, ásamt lítilli innfluttri verðbólgu, stuðlað að minnkandi almennri verðbólgu (mynd I­14). Undirliggjandi verðbólga hefur einnig minnkað töluvert og skammtímaverðbólgu­ væntingar hjaðnað. Verðbólguvæntingar til lengri tíma hafa hins vegar verið þrálátari. ... og horfur á að hún verði þar út þetta ár en fari upp fyrir 3% á næsta ári þegar framleiðsluspenna myndast í þjóðarbúskapnum Verðbólgan reyndist 0,2 prósentum minni á fyrsta fjórðungi en spáð hafði verið í febrúar og hafa verðbólguhorfur fyrir þetta ár lítillega batnað frá fyrri spá (mynd I­15). Gert er ráð fyrir að verðbólgan verði við 2,5%­markmið bankans út þetta ár en líkt og í febrúar er búist við því að verðbólga aukist á ný á næsta ári þegar stærstur hluti 1. Skráð atvinnuleysi og heildarvinnustundir eru árstíðarleiðréttar tölur af Seðlabanka Íslands. Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd I-11 Atvinnuleysi og heildarvinnustundir1 - samanburður við PM 2014/1 % af mannafla Vísitala, 3. ársfj. 2008=100 Atvinnuleysi PM 2014/2 (v. ás) Atvinnuleysi PM 2014/1 (v. ás) Heildarvinnustundir PM 2014/2 (h. ás) Heildarvinnustundir PM 2014/1 (h. ás) 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 85 87 89 91 93 95 97 99 101 103 ‘17201620152014201320122011201020092008 1. Heildarlaunakostnaður að teknu tilliti til undirliggjandi framleiðni- vaxtar. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-12 Launakostnaður á framleidda einingu1 - samanburður við PM 2014/1 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2014/2 PM 2014/1 -2 0 2 4 6 8 10 12 ‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05 Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd I-13 Framleiðsluspenna - samanburður við PM 2014/1 % af framleiðslugetu PM 2014/2 PM 2014/1 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 ‘172016201520142013201220112010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.