Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 36

Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 36
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 36 IV Innlend eftirspurn og framleiðsla Efnahagsbatanum óx meira ásmegin í fyrra en búist var við í febrú­ arspá Peningamála og hagvaxtarhorfur fyrir þetta ár hafa sömuleiðis batnað verulega, einkum vegna aukinnar atvinnuvegafjárfestingar. Hagvöxtur síðasta árs var einkum knúinn áfram af útfluttri þjónustu en útlit er fyrir að innlend eftirspurn verði megindrifkraftur efnahags­ batans í ár. Vísbendingar eru um kröftugan vöxt einkaneyslu á fyrsta fjórðungi ársins en vöxturinn í fyrra var nokkru minni en vænst var. Samneysla jókst í fyrra í fyrsta sinn frá árinu 2008 og búist er við áframhaldandi vexti samneyslu og opinberrar fjárfestingar út spá­ tímabilið. Framleiðsluslakinn hefur minnkað ört að undanförnu og gert er ráð fyrir að framleiðsluspenna taki að myndast á þessu ári. Meiri hagvöxtur í fyrra en vænst var og einkum knúinn áfram af útflutningi Hagstofa Íslands birti í mars sl. þjóðhagsreikninga fyrir fjórða árs­ fjórðung síðasta árs og um leið fyrir árið í heild ásamt endurskoðun á fyrri tölum. Hagvöxtur á ársfjórðungnum var 3,8% frá fyrra ári en í febrúar var spáð 2,7% vexti á tímabilinu. Á árinu í heild var 3,3% hagvöxtur sem er 0,3 prósentum meiri vöxtur en búist var við í febrúarspá Peningamála, sem gerði þó ráð fyrir umtalsvert meiri vexti en nóvemberspá bankans (mynd IV­1). Á síðasta ári var framlag utan­ ríkisviðskipta til hagvaxtar umtalsvert meira en gert hafði verið ráð fyrir en af 3,3% hagvexti ársins mátti rekja 3,2 prósentur til þeirra. Þetta má að miklu leyti rekja til útfluttrar þjónustu sem á undanförnum misserum hefur lagt stóran hluta til þess efnahagsbata sem orðið hefur (mynd IV­2). Þá var samdráttur fjárfestingar minni en búist var við og innflutningur minni er spáð var. Á móti þessu vó að einkaneysla jókst minna en vænst var. Þessa þróun má einnig sjá í bráðabirgðatölum fyrir vergar þátta­ tekjur samkvæmt framleiðsluuppgjöri þjóðhagsreikninga síðasta árs.1 Vergar þáttatekjur jukust um 3,1% á síðasta ári en aukin umsvif í ferðaþjónustu skýra umtalsverðan hluta þess vaxtar. Aðrir geirar skila minna en þó eru farin að sjást merki viðsnúnings í öllum megingeirum þjóðarbúskaparins, einnig í byggingariðnaði og fjármálaþjónustu en þeir geirar drógust mest saman í kjölfar fjármálakreppunnar (mynd IV­3).2 Heldur minni vöxtur einkaneyslu á síðasta ári en búist var við … Vöxtur einkaneyslu nam 1,2% á síðasta ári sem er um ½ prósentu minni vöxtur en spáð var í febrúar. Við endurskoðun þjóðhags­ reikninga í mars var vöxturinn á þriðja ársfjórðungi færður niður auk þess sem vöxturinn milli þriðja og fjórða ársfjórðungs var minni en 1. Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga sýnir í hvaða atvinnugreinum landsframleiðslan myndast en ráðstöfunaruppgjör sýnir skiptingu hennar eftir ráðstöfun í einkaneyslu, sam­ neyslu, fjármunamyndun og utanríkisverslun. Vergar þáttatekjur atvinnuveganna mæla virði þeirrar framleiðslu af vörum og þjónustu sem á sér stað í þjóðarbúskapnum. Sá munur er á vergri landsframleiðslu og vergum þáttatekjum að óbeinir skattar eru ekki taldir með í þáttatekjum enda ekki hluti af tekjum fyrirtækja en framleiðslustyrkir eru með. Enn liggja ekki fyrir vergar þáttatekjur á föstu verði fyrir árið 2013 en hægt er að nota magnvísitölur sem Hagstofan birtir til að áætla þróunina á síðasta ári. 2. Undir liðinn ferðaþjónustu falla ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og önnur bókunar­ þjónusta, rekstur gististaða og veitingarekstur og leigustarfsemi (þó ekki fasteignaleiga). Mynd IV-1 Þjóðhagsreikningar 2013 og mat Seðlabankans Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) PM 2013/4 PM 2014/1 Hagstofa Íslands -6 -4 -2 0 2 4 6 VLF Innflutningur Útflutningur Þjóðarútgjöld Fjárfesting Samneysla Einkaneysla Mynd IV-2 Framlag undirliða landsframleiðslu til efnahagsbata1 1. Árstíðarleiðréttar tölur. Frá fyrri hluta 2010 til 4. ársfj. 2013. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -10 -5 0 5 10 15 Þjónusta Vörur Önnur fjárfesting ÞjónustaVörur Innflutningur Samneysla Birgða- breytingar Fjárfesting Einkaneysla Útflutningur Atvinnu- vegir Vörur Prósentur Mynd IV-3 VLF og framleiðsla ýmissa atvinnugreina Vísitala, 2005=100 Framleiðsla (19%)¹ Byggingarstarfsemi (5%)² Fjármálaþjónusta (7%)³ Önnur þjónusta einkaaðila, þ.m.t. ferðaþjónusta (39%)4 VLF 1. Framleiðsla, námugröftur, veitustarfsemi og meðhöndlun úrgangs. 2. Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. 3. Fjármálaþjónusta og vátryggingastarfsemi. 4. Heildsala, verslun, samgöngur og geymslusvæði, veitinga- og gististaðir, upplýsingar og fjarskipti, fasteignaviðskipti og ýmis sérhæfð þjónusta. Tölur í svigum sýna hlutdeild viðkomandi atvinnugreinar í vergum þáttatekjum árið 2013. Heimild: Hagstofa Íslands. 50 60 70 80 90 100 110 120 130 140 201320122011201020092008200720062005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.