Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 55

Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 55
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 55 VI Vinnumarkaður og launaþróun Slakinn á vinnumarkaði hefur haldið áfram að minnka vegna minnk­ andi atvinnuleysis og fjölgunar heildarvinnustunda og er gert ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram út spátímann. Endurskoðaðar tölur Hagstofu Íslands benda til þess að launahækkanir hafi verið minni en áður var talið á árunum 2012­2013. Hins vegar er áætlað að launa­ hækkanir í ár og á næsta ári verði heldur meiri en gert var ráð fyrir í síðustu spá þrátt fyrir að umsamdar launahækkanir séu almennt í takt við samninginn sem gerður var á almennum vinnumarkaði í desember. Horfur um launakostnað á framleidda einingu fyrir þetta ár og næstu tvö ár eru hins vegar áþekkar og í febrúarspá bankans þar sem meiri framleiðnivöxtur vegur á móti. Gert er ráð fyrir að launakostnaður á framleidda einingu hækki um tæplega 4% í ár en að hækkunin verði að meðaltali tæplega 3% á ári næstu tvö árin. Atvinnuleysi svipað og spáð var í febrúar Vegna breytinga á atvinnuleysisbótarétti sem tóku gildi í janúar 2013 eru mælingar Vinnumarkaðskönnunar Hagstofu Íslands (VMK) líklega betri mælikvarði á atvinnuleysi en tölur Vinnumálastofnunar (VMS) þar sem þeir sem hafa misst bótarétt eru meðtaldir í hópi atvinnulausra í mælingum Hagstofunnar. Frá því að breytingarnar tóku gildi hefur atvinnuleysi verið um 1 prósentu minna að meðaltali samkvæmt mæl­ ingu VMS en VMK. Atvinnuleysi að teknu tilliti til árstíðar var 5,2% á fyrsta fjórðungi ársins samkvæmt tölum VMK en 3,8% samkvæmt mælingu VMS (mynd VI­1). Það minnkaði lítillega á báða mælikvarða milli fjórðunga en var tæpri prósentu minna en á sama tíma í fyrra samkvæmt mælingu VMS en það stóð nánast í stað samkvæmt tölum VMK. Þróun atvinnuleysis er í ágætu samræmi við það sem gert var ráð fyrir í febrúarspá Peningamála. Eins og sést á mynd VI­2 hefur atvinnuleysi minnkað minna undanfarna fjórðunga en sem nemur hækkandi hlutfalli starfandi fólks þar sem atvinnuþátttaka hefur einnig aukist. Þetta er öfugt við það sem gerðist á árunum 2008­2009 þegar atvinnuleysi jókst minna en sem nam lækkun hlutfalls starfandi vegna þess að atvinnuþátttakan minnkaði einnig. Atvinnuleysi hjaðnar vegna þess að fólk fer í launaða vinnu Eins og áður hefur verið rakið í Peningamálum skýrist hjöðnun atvinnuleysis fyrst og fremst af því að fólk fer í launaða vinnu. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir VMS í lok síðasta árs virðast á milli 12­23% þeirra sem hafa fengið vinnu hafa fengið hana í gegnum átaksverkefni VMS (mynd VI­3).1 Hlutfall þeirra sem fengu vinnu í gegnum VMS var hærra hjá atvinnuleitendum sem höfðu verið lengur atvinnulausir en þeir höfðu einnig í meiri mæli fengið vinnu án atbeina átaksverkefnisins. Það kemur ekki á óvart að samband sé á milli lengdar atvinnuleysis og hins í hve ríkum mæli fólk fær vinnu í gegnum vinnumarkaðsaðgerðir þar sem þær hafa einkum beinst að 1. Könnunin var framkvæmd í nóvember og desember 2013 og var úrtakið þeir sem höfðu verið eða voru enn atvinnuleitendur. Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd VI-1 Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi 1. ársfj. 2008 - 1. ársfj. 2014 % af mannafla Atvinnuleysi - Vinnumarkaðskönnun Atvinnuleysi - Vinnumálastofnun 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 ‘14201320122011201020092008 1. Fjöldi á vinnumarkaði sem hlutfall af mannfjölda 16-74 ára. 2. Fjöldi starfandi sem hlutfall af mannfjölda 16-74 ára. 3. Hlutfall atvinnulausra af vinnuafli. Vegna námundunar er samanlagt framlag ekki endilega jafnt heildarbreytingunni. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd VI-2 Framlag til breytinga á atvinnuleysi 1. ársfj. 2007 - 1. ársfj. 2014 Prósentur Atvinnuþátttaka1 Hlutfall starfandi2 Atvinnuleysi3 -4 -2 0 2 4 6 8 10 2013 ‘14201220112010200920082007 1. Undir flokkinn annað falla aðallega ellilífeyrir, öroka, veikindafrí og fæðingarorlof. Heimild: Vinnumálastofnun. Mynd VI-3 Staða fólks eftir því hvenær það missti vinnu1 % Fékk vinnu af sjálfsdáðum Fékk vinnu gegnum VMS Í námi eða námi með starfi Atvinnuleit Annað 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 2012-20132010-20112008-2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.