Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 14

Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 14
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 14 hún ekki dregið frekar úr sveiflum í verðbólgu án þess að hagsveiflur aukist (og öfugt). Það var hagfræðingurinn John Taylor sem fyrstur sýndi fram á þetta í frægri grein frá árinu 1979. Hann sýndi fram á að jafnvel þótt peningastefnan gæti ekki valið á milli verðbólgu og hag­ vaxtar til langs tíma,2 væri til niðurhallandi langtímasamband á milli minnstu mögulegu sveiflna í verðbólgu og hagvexti. „Hagkvæm“ peningastefna gæti því aðeins dregið úr sveiflum í annarri stærðinni á kostnað aukinna sveiflna í hinni. Þetta niðurhallandi samband er almennt kallað Taylor­ferillinn en einnig hagkvæmnisjaðar peninga­ stefnunnar (e. efficient monetary policy frontier) og er dæmi um slíkan feril sýnt á mynd 2. Til að skýra þetta samspil er hægt að hugsa sér viðbrögð pen­ ingastefnunnar við efnahagsáfalli eins og t.d. framboðsskelli sem rekja má til hækkunar olíu­ eða hrávöruverðs. Slík hækkun grefur jafnan undan innlendu framleiðslu­ og atvinnustigi en eykur jafn­ framt á verðbólguþrýsting. Bregðist peningastefnan við með hækk­ un vaxta ættu verðbólguáhrif framboðsskellsins að vera tiltölulega skammvinn en á sama tíma eykur harðara taumhald peningastefn­ unnar enn frekar á samdráttaráhrif framboðsskellsins. Peninga­ stefnan stendur því frammi fyrir valkosti: hún getur lagt áherslu á að draga úr verðbólguáhrifum skellsins en á sama tíma aukið sveiflur í hagvexti eða hún getur umborið meiri sveiflur í verðbólgu til þess að draga úr hagvaxtaráhrifum skellsins.3 Mynd 2 lýsir þessum tveimur valkostum: Punktur B lýsir peningastefnu sem leggur áherslu á að mýkja hagvaxtaráhrif skellsins og er því reiðubúin til að taka tíma í að koma verðbólgu í markmið á ný en punktur D sýnir peningastefnu sem leggur meiri áherslu á að draga hraðar úr verðbólguáhrifum skellsins með tilheyrandi auknum sveiflum í hagvexti. Báðir valkostir lýsa jafn hagkvæmri peningastefnu, munurinn felst einfaldlega í mis­ mikilli áherslu peningastefnunnar á að draga úr sveiflum í verðbólgu og sveiflum í hagvexti. Taylor (1993) lagði sjálfur til einfalda pen­ ingastefnureglu sem gefur sveiflum í verðbólgu og framleiðslustigi jafnt vægi og þá fæst hin þekkta Taylor­regla sem gjarnan er notuð sem einföld viðmiðunarregla við mótun peningastefnu og mat á hæfilegu aðhaldsstigi hennar á hverjum tíma. Punktur C gæti verið dæmi um slíka peningastefnu.4 Í ofangreindri lýsingu á valkostum peningastefnunnar er sú forsenda lögð til grundvallar að peningastefnan sé á hagkvæmnis­ jaðrinum, þ.e. að hún sé mótuð og framkvæmd á hagkvæmasta hátt. Það hefur þær afleiðingar að ekki er hægt að draga úr sveiflum í verðbólgu án þess að auka sveiflur í hagvexti (og öfugt): jaðarinn skilgreinir pör minnstu mögulegu sveiflna í verðbólgu og hagvexti sem unnt er að ná að gefinni uppbyggingu þjóðarbúsins og þeirra skella sem það verður fyrir. Í reynd má hins vegar vel hugsa sér að peningastefnan sé ekki framkvæmd á hagkvæmasta hátt og sé því hægra megin við hagkvæmnisjaðarinn í stað þess að vera á honum, samanber punkt A á mynd 2. Sé það tilvikið er hægt að draga úr sveiflum í bæði verðbólgu og hagvexti með bættri framkvæmd 2. Þetta er það sem í hagfræðinni er kallað að Phillips­ferillinn sé lóðréttur til langs tíma. Fræðilegar rannsóknir og bitur reynsla ára mikillar verðbólgu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar hafa gert það að verkum að hagfræðingar eru nú almennt sammála um að ekki sé unnt að nota peningastefnuna til að auka hagvöxt (eða minnka atvinnuleysi) viðvarandi með því einu að vera tilbúin að sætta sig við hærra verðbólgustig. 3. Í þessu felst að peningastefnan stendur ekki frammi fyrir sömu afarkostum þegar þjóðarbúskapurinn verður fyrir eftirspurnarskelli þar sem saman fer aukning eftirspurnar og verðbólgu (eða öfugt). Í því tilviki getur peningastefnan lagst gegn áhrifum skellsins og dregið samtímis úr sveiflum í verðbólgu og hagvexti. 4. Samkvæmt upphaflegri útfærslu Taylors á Taylor­reglunni vegur frávik verðbólgu frá mark miði jafnt og frávik framleiðslustigs frá framleiðslugetu: i = (r*+p) + 0,5(p-pT) + 0,5x þar sem i eru stýrivextir seðlabankans, r* eru jafnvægisraunvextir, p er verðbólga, pT er verðbólgumarkmið bankans og x er framleiðsluspenna í þjóðarbúskapnum. Sjá nánari umfjöllun í Seðlabanki Íslands (2012, kafla 3). Mynd 2 Taylor-ferlar: hagkvæmasta samspil sveiflna í verðbólgu og hagvexti Sveiflur í verðbólgu (%) Hagsveiflur (%) Myndin sýnir mismunandi pör sveiflna í verðbólgu og hagvexti. Niður- hallandi línan sýnir hagkvæmnisjaðar peningastefnunnar (Taylor-ferilinn), þ.e. pör minnstu mögulegu sveiflna í verðbólgu og hagvexti sem hægt er að ná. Punktar B, C og D endurspegla ólíkt vægi sem peningamála- yfirvöld leggja á að draga úr sveiflum í verðbólgu og hagvexti. Punktur A er innan hagkvæmnisjaðarsins og lýsir því óhagkvæmri peningastefnu en punktur E er á nýjum hagkvæmnisjaðri sem hefur hliðrast nær núll- ásnum. Heimild: Seðlabanki Íslands. A B C DE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.