Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 32

Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 32
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 32 gengið í gegnum endurskipulagningu og röðin því komin að minni fyrirtækjum. Skráðum gjaldþrotum fyrirtækja hefur einnig fækkað en fjöldi fyrirtækja á vanskilaskrá hefur hins vegar lítið breyst. Aðgengi að lánsfé virðist enn tiltölulega gott fyrir þá sem hafa fullnægjandi eiginfjárstöðu. Eins og mynd III­2 fyrr í kaflanum sýnir hafa raunvextir óverðtryggðra húsnæðislána hins vegar hækkað nokkuð samhliða hærri raunvöxtum Seðlabankans og eru nú orðnir hærri en sambærilegir vextir verðtryggðra húsnæðislána eftir að hafa verið talsvert lægri á undanförnum árum. Rammagrein III­1 Þróun peningamagns í kjölfar fjármála­ kreppunnar Peningamagn í umferð jókst verulega á Íslandi í efnahagsuppsveifl­ unni upp úr síðustu aldamótum og hefur aldrei verið jafn mikið í hlutfalli af vergri landsframleiðslu eins og það var í aðdraganda fjár­ málakreppunnar. Í kjölfar kreppunnar hefur hlutfallið hins vegar lækkað á ný en er þó enn hátt í sögulegu samhengi. Samdráttur pen­ ingamagns hér á landi er meiri en fordæmi eru fyrir meðal annarra iðnríkja en virðist í ágætu samræmi við sögulegt samband peninga­ magns og meginákvörðunarþátta peningaeftirspurnar hér á landi. Peningamagnið var að jafnaði tæpur helmingur af landsframleiðslu á síðustu öld … Í upphafi tuttugustu aldar var vítt skilgreint peningamagn (M3) á Íslandi einungis um 10% af vergri landsframleiðslu (mynd 1). Endur­ speglar það í raun hversu lítið og vanþróað innlent fjármála­ og bankakerfi var á þessu tíma.1 Hlutfallið fór hækkandi á fyrstu tveimur áratugum aldarinnar í kjölfar fjölgunar innlendra fjármálafyrirtækja og uppbyggingar innlends fjármálakerfis og var orðið hátt í 50% á þriðja áratug aldarinnar. Fyrir utan mikla hækkun hlutfallsins á stríðsárunum hélst peningamagnið að jafnaði í um 40­50% af lands­ framleiðslu fram á áttunda áratug aldarinnar þegar það tók að lækka samhliða stigvaxandi verðbólgu og neikvæðum raunvöxtum innlána sem drógu úr peningaeftirspurn og leiddu til tilfærslu yfir í önnur eignaform, sérstaklega fasteignir. Hlutfallið varð lægst tæplega 25% undir lok áttunda áratugar síðustu aldar en tók síðan að hækka á ný, m.a. í kjölfar innleiðingar almennra laga um verðtryggingu árið 1979 sem leiddi til aukningar innlends sparnaðar, fram á tíunda áratuginn þegar það mældist um 40% af landsframleiðslu.2 … en jókst hratt í uppsveiflunni upp úr aldamótum … Upp úr síðustu aldamótum tók peningamagnið að vaxa með aukn­ um hraða samhliða mikilli útlánaþenslu lánastofnana. Hlutfall M3 af landsframleiðslu jókst þannig um tæplega 70 prósentur frá alda­ mótum til ársloka 2008 þegar það var orðið 110% af landsfram­ leiðslu. Töluverð aukning varð einnig í þrengra skilgreindu pen­ ingamagni. Sú mikla útlánaaukning sem varð í bankakerfinu og með fylgjandi aukning peningamagns í umferð skýrist af mörgum þáttum, m.a. atburðum í kjölfar einkavæðingar viðskiptabankanna, auknum efnahagsumsvifum, hraðri þróun fjármálakerfisins, greiðara 1. Hlutfall breiðs peningamagns af landsframleiðslu er hefðbundinn mælikvarði á þróunar­ stig og dýpt innlends fjármálakerfis. Sjá t.d. umfjöllun í Þorvarður Tjörvi Ólafsson og Þórarinn G. Pétursson (2011). 2. Umfjöllun um þróun peningamagns og mat á ákvörðun peningaeftirspurnar á Íslandi má finna í rannsóknum Þráins Eggertssonar (1982), Guðmundar Guðmundssonar (1986), Cornelius (1990) og Þórarins G. Péturssonar (1996, 2000). Nýlegt mat á peningaeftir­ spurnarjöfnu fyrir Ísland er að finna í þjóðhagslíkani Seðlabankans (sjá Ásgeir Daníelsson o.fl., 2009, en uppfært mat á líkaninu er væntanlegt). 0 20 40 60 80 100 120 M1 M2 M3 20061991197619611946193119161901 Mynd 1 Peningamagn á Íslandi sem hlutfall af VLF 1901-2013 Heimildir: Hagstofa Íslands, Þjóðhagsstofnun, Seðlabanki Íslands. % af VLF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.