Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 61

Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 61
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 61 Mæld framleiðni vinnuaflsins dróst saman í fyrra Eftir að efnahagsbatinn hófst árið 2010 jókst mæld framleiðni vinnu­ aflsins nokkuð enda hélt heildarvinnustundum áfram að fækka um nokkurt skeið. Frá því að heildarvinnustundum tók að fjölga, fyrst árið 2011 og síðan af fullum krafti í fyrra, stöðvaðist framleiðnivöxturinn og tók að dragast saman á síðari árshelmingi í fyrra. Þetta er nokkru hægari framleiðnibati en hefur verið á fyrri bataskeiðum, eins og sést á mynd VI­16. Þróunin er þó í takt við reynslu flestra annarra þróaðra ríkja í kjölfar fjármálakreppunnar sem líklega skýrist af hægum vexti eftirspurnar og skuldsetningu fyrirtækja sem hvort tveggja veldur því að fjárfesting fyrirtækja er lítil, einnig fjárfesting í framleiðniörvandi tækni. Önnur möguleg skýring er að samsetning framleiðslunnar hafi breyst þannig að vægi greina þar sem framleiðnin er minni hafi aukist (mynd VI­9). opinberum vinnumarkaði hafa þó falið í sér meiri hækkun launa. Kjarasamningagerð er ekki lokið og er t.d. enn ósamið við starfs­ menn í flugsamgöngum og við hluta starfsmanna sveitarfélaga og ríkis. Viðbót við desembersamninginn innifelur: • Hækkun orlofs- og desemberuppbóta um samtals 32.300 kr. eða 40% frá fyrra ári. • Lengingu samningstímans frá því sem gengið var út frá í des­ embersamningnum: almennt um tvo mánuði á almennum vinnu­ markaði (til loka febrúar 2015) og fjóra mánuði hjá opinberum starfsmönnum (til aprílloka 2015). Áætlað er að bein hækkun vegna viðbótarinnar sé almennt í takt við desembersamninginn. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna samningsins með viðbótinni nemi 3,2% (2,8% vegna hækkunar almennra launa og 0,4% vegna viðbótarhækkunar lægstu taxta) frá gildistöku samningsins, sem var ýmist 1. janúar eða 1. febrúar eftir því hvenær félög samþykktu samninginn.1 Framlag launagreiðanda í starfsmenntasjóð hækkar einnig um 0,1%. Kostnaðaráhrif hækk­ unar orlofsuppbótar eru metin áþekk og ef laun hefðu hækkað um 2% þann 1. janúar á næsta ári og er ætlað að koma til móts við lengingu samningsins. Það sama á við um 20.000 kr. eingreiðslu sem starfsmenn hins opinbera fá almennt í apríl á næsta ári. Hún er sambærileg við að laun séu 2% hærri tveimur mánuðum lengur en samningar á almennum vinnumarkaði. Þetta gæti verið vísbending um að samningsaðilar telji að 2% hækkun sé það sem koma skuli í þeim kjarasamningum sem gerðir verða á næsta ári. Aðilar desembersamningsins ganga út frá því að aðrar launa­ breytingar í tengslum við framkvæmd samninga í ár verði ekki meiri en svo að launavísitala Hagstofu Íslands hækki um minna en 4% á tímabilinu frá desember 2013 til desember 2014. Gengi það eftir hefði það í för með sér rúmlega ½ prósentu hækkun launa til við­ bótar við beinar umsamdar hækkanir samningsins. Í ljósi þess að um­ samdar launahækkanir hafa að meðaltali verið um 60% af breytingu launavísitölunnar frá árinu 1990 gæti þetta verið vanmat, sérstak­ lega í ljósi þess að síðan hefur verið samið um meiri hækkanir við nokkur félög. 1. Þau félög sem samþykktu samninga með gildistöku 1. febrúar fengu sérstaka 14.600 kr. eingreiðslu en kostnaðaráhrif hennar eru áætluð þau sömu og ef laun hefðu hækkað um 3,2% strax 1. janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.