Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 40

Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 40
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 40 Rammagrein IV­1 Efnahagsleg áhrif gjaldeyrisútboða Seðlabankans Umfang gjaldeyrisútboða Seðlabankans Frá júnímánuði árið 2011 hefur Seðlabankinn haldið regluleg gjald­ eyrisútboð þar sem fjárfestum býðst að kaupa löng ríkisskuldabréf fyrir endurfjárfestanlegan gjaldeyri. Í öðru útboði samdægurs notar Seðlabankinn síðan gjaldeyrinn til þess að kaupa krónur af erlendum aðilum sem vilja draga úr krónustöðu sinni. Frá því í febrúar árið 2012 hefur bankinn einnig haldið útboð samkvæmt svokallaðri fjár­ festingarleið þar sem fjárfestum býðst að kaupa aðrar innlendar eignir fyrir krónur sem þeir eignast í útboðum gegn bindingu til fimm ára. Markmið útboðanna er að draga úr kvikri krónustöðu erlendra aðila sem valdið gæti verulegum óstöðugleika þegar fjármagna­ höftin eru losuð. Nítján útboð hafa verið haldin í tengslum við útboð ríkisskulda­ bréfa og hafa fjárfestar flutt fjármuni sem samsvara u.þ.b. 56 ma.kr. til landsins í tengslum við útboðsleiðina. Haldin hafa verið sautján útboð tengd fjárfestingarleiðinni og hafa þau skilað um 153 ma.kr. til landsins. Af heildarfjárhæðinni hefur um þriðjungur komið í gegnum innlendan gjaldeyrismarkað eða sem nemur 64 ma.kr. en 50% af þeirri fjárhæð sem fjárfest er fyrir samkvæmt fjárfestingarleiðinni verður að breyta í íslenskar krónur á innlendum gjaldeyrismarkaði.1 Efnahagsleg áhrif Gjaldeyrisútboðin hafa haft efnahagsleg áhrif eftir nokkrum leiðum. Þau hafa í einhverjum mæli stuðlað að meiri fjárfestingu en ella hefði orðið, að hluta til í útflutningsskapandi atvinnugreinum. Þá hafa þau stutt við eignaverð þar sem hluti þess fjár sem komið hefur inn í gegnum fjárfestingarleiðina hefur beinst að fasteignum og hluta­ bréfum. Útboðin hafa einnig auðveldað endurskipulagningu inn­ lendra fyrirtækja og lækkað fjármagnskostnað þeirra að því marki sem fjárfesting í gegnum útboðin hefur endurfjármagnað skuldir með hagstæðari skuldabréfum eða eigin fé. Fjármagnskostnaður ríkissjóðs hefur sömuleiðis lækkað að því marki sem útboðin hafa hvatt til aukinnar eftirspurnar eftir ríkisskuldabréfum og hækkað verð þeirra. Einnig hafa útboðin aukið virkni peningamagns í umferð við það að krónur flytjast úr höndum erlendra aðila til innlendra. Þá er líklegt að þau hafi stuðlað að nokkru hærra gengi krónunnar í þeim mæli sem gjaldeyrisinnstreymi vegna fjárfestingar og eigna­ kaupa hefur verið meira en orðið hefði án útboðanna. Að leggja talnalegt mat á þessi efnahagsáhrif er miklum vand­ kvæðum háð, meðal annars sakir þess að erfitt er að meta hvað hefði orðið ef ekki hefði verið gripið til útboðanna. Þá hafa útboðin dreifst á nokkur ár þegar slaki var í þjóðarbúskapnum og því minni hætta á að aukin eftirspurn yki verðbólgu. Mögulegt er að leggja lauslegt mat á áhrif útboðanna á virkt peningamagn í umferð og að gefnum ákveðnum forsendum á einkaneyslu, fjárfestingu, hús­ næðisverð og hagvöxt. Heildaráhrif útboðanna á þjóðarbúskapinn er erfiðara að leggja mat á. Áhrif á peningamagn í umferð Efnahagsleg áhrif útboðanna má sem fyrr segir skoða með hliðsjón af áhrifum þeirra á virkt peningamagn í umferð, þ.e. það peninga­ magn sem innlendir aðilar hafa til ráðstöfunar til að fjármagna inn­ lenda fjárfestingu og neyslu. Frá því að útboð Seðlabankans hófust hafa innlán erlendra aðila í bankanum dregist saman um 85 ma.kr. Við það hafa þau farið úr fullri bindingu í 10% bindingu og má því ætla að virkt peningamagn hafi aukist um 77 ma.kr. vegna þessa, þ.e.a.s. að því gefnu að virkni þess hluta sem var í höndum erlendra aðila hafi verið engin fyrir, sem líklega er vanmat á virkni þess. Á 1. Sjá einnig umfjöllun um gjaldeyrisútboð Seðlabankans í rammagrein II­2 í Fjármála- stöðug leika 2014/1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.