Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 22

Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 22
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 22 Raungengið ekki mælst hærra frá því að fjármálakreppan skall á Raungengi miðað við hlutfallslegt verðlag hækkaði um tæp 12% á fyrsta fjórðungi ársins frá fyrra ári (mynd II­13). Hækkunin skýrist fyrst og fremst af hærra nafngengi krónunnar en verðbólga hefur einnig verið um 1½ prósentu meiri hér en í helstu viðskiptalöndum Íslands. Raungengið hefur ekki mælst eins hátt og í febrúar sl. frá því að fjármálakreppan skall á af fullum þunga haustið 2008. Raungengi á fyrsta ársfjórðungi var engu að síður 11% lægra en meðalraungengi undanfarinna þrjátíu ára miðað við hlutfallslegt verðlag og 13% lægra miðað við hlutfallslegan launakostnað. Vaxandi kraftur í alþjóðaviðskiptum og eftirspurn helstu viðskiptalanda Spár um alþjóðaviðskipti gera ráð fyrir að verulega bæti í vöxt þeirra á þessu og næsta ári eftir því sem efnahagsbatanum vindur fram. Búist er við því að árlegur vöxtur innflutnings helstu viðskiptalanda Íslands verði um 3,7% á þessum tveimur árum en minnki svo í tæp 3% árið 2016. Þetta er ríflega ½ prósentu meiri vöxtur á ári á árunum 2015­ 2016 en gert var ráð fyrir í síðustu spá Peningamála og felur í sér veruleg umskipti frá þeim 1% vexti sem var í fyrra. Þessi þróun endur­ speglar að hluta að efnahagsbatinn í helstu viðskiptalöndum Íslands er í auknum mæli knúinn áfram af innlendri eftirspurn í stað framlags utanríkisviðskipta. Útflutningshorfur betri en í febrúar þrátt fyrir minni vöxt útflutnings sjávarafurða Horfur um útflutning eru þó nokkru betri fyrir spátímabilið í heild sinni en í febrúar, ekki síst vegna þróttmeiri þjónustuútflutnings. Gert er ráð fyrir að rýr loðnuvertíð leiði til um 1½ prósentu meiri samdráttar í útflutningi sjávarafurða í ár miðað við febrúarspána. Er það megin­ ástæða u.þ.b. ½ prósentu meiri samdráttar vöruútflutnings (mynd II­14). Hins vegar er búist við að næsta loðnuvertíð verði betri og að veiði verði þá í takt við sögulega reynslu, en það skýrir meginþorra þess 2½% vaxtar í útflutningi sjávarafurða sem gert er ráð fyrir á næsta ári. Um þessa forsendu ríkir nokkur óvissa, m.a. í ljósi þess að aflaheimildir fyrir næsta fiskveiðiár (sem hefst þann 1. september nk.) liggja ekki fyrir. Þá eru horfur um álútflutning taldar nær óbreyttar frá því í febrúar: búist er við tæplega 1½% vexti í ár og 1­2% á næstu tveimur árum. Ör vöxtur hefur einkennt útflutta þjónustu en hún hefur verið mikilvægur burðarás efnahagsbatans í kjölfar fjármálakreppunnar. Vísbendingar eru um áframhaldandi vöxt og jafnvel kröftugri en áður var vænst. Komum erlendra ferðamanna til landsins fjölgar enn umtalsvert eða um liðlega þriðjung milli ára á fyrsta fjórðungi ársins. Þá eykst framboð flugferða til landsins enn. Loks skiptir máli að efnahagsbatinn í þróuðum ríkjum hefur sótt örar í sig veðrið en vænst var, eins og fjallað var um hér á undan, þótt á móti geti vegið hækkun raungengisins undanfarið. Gert er ráð fyrir um 9% vexti útfluttrar þjónustu í ár, sem er nokkru meiri vöxtur en í febrúarspánni. Einnig er spáð ívið meiri vexti á næsta ári. Í ár vega betri horfur í ferðaþjónustu þyngra en minni vöxtur útflutnings sjávarafurða. Heilt á litið er því búist við að útflutningur aukist um 3% í ár og á næsta ári, sem er Heimild: Seðlabanki Íslands. Vísitala, meðalt. ‘00 = 100 Mynd II-13 Raungengi og viðskiptakjör 1. ársfj. 2000 - 1. ársfj. 2014 Raungengi (hlutfallslegt verðlag, v. ás) Viðskiptakjör (h. ás) 60 70 80 90 100 110 120 80 84 88 92 96 100 104 Vísitala, meðalt. ‘00 = 100 ‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2016. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd II-14 Þróun útflutnings og framlag undirliða hans 2010-20161 Útflutningur vöru og þjónustu Sjávarafurðir Ál Þjónusta Skip og flugvélar Annar vöruútflutningur -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 2016201520142013201220112010 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2016. Heimildir: Hagstofa Íslands, Macrobond, OECD, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd II-15 Útflutningur og alþjóðaviðskipti 2005-20161 Útflutningur vöru og þjónustu Útflutningur Íslands án skipa og flugvéla Innflutningur helstu viðskiptalanda Íslands Alþjóðaviðskipti -15 -10 -5 0 5 10 15 20 ‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.