Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 65

Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 65
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 65 Hreinar þáttatekjur lyfjafyrirtækja, sem lengi vel vógu þungt í þátta­ tekjujöfnuði þjóðarbúsins, voru jákvæðar í fyrra í fyrsta sinn eftir fjár­ málakreppuna og námu tæpum 29 ma.kr. en höfðu verið neikvæðar um 38 ma.kr. árið áður. Að sama skapi voru neikvæð áhrif stóriðju á þáttatekjujöfnuð minni á árinu í samanburði við fyrri ár. Samfelld lækkun álverðs frá árinu 2012 hefur leitt til þess að hagnaður stóriðju­ fyrirtækja hefur dregist saman. Minni arðsemi þeirra hefur jákvæð áhrif á þróun þáttatekjujafnaðar. Rekstrarframlög námu um 12 ma.kr. í fyrra og jukust um 1,8 ma.kr. frá fyrra ári og var undirliggjandi þáttatekjujöfnuður að með­ töldum rekstrarframlögum því neikvæður um 21 ma.kr. eða sem nemur 1,2% af landsframleiðslu, samanborið við 55 ma.kr. halla árið 2012. Betri horfur um undirliggjandi viðskiptajöfnuð í ár en í febrúarspánni Jöfnuður á vöru­ og þjónustuviðskiptum var jákvæður um 132 ma.kr. á síðasta ári og undirliggjandi þáttatekjujöfnuður ásamt rekstrarfram­ lögum neikvæður um 21 ma.kr. Undirliggjandi viðskiptajöfnuður var því jákvæður um tæpa 111 ma.kr. í fyrra eða sem nemur 6,2% af landsframleiðslu ársins. Það er um 1 prósentu meiri afgangur en gert hafði verið ráð fyrir í febrúar og skýrist af hagstæðari þróun undir­ liggjandi þáttatekjujafnaðar, einkum vegna hagfelldari áhrifa beinnar erlendrar fjárfestingar eins og áður hefur verið rakið. Eins og áður hefur komið fram er gert ráð fyrir að afgangur af vöru­ og þjónustuviðskiptum verði um 5½% af landsframleiðslu í ár. Talið er að undirliggjandi þáttatekjuhalli verði minni en gert var ráð fyrir í febrúarspánni en töluvert meiri en í fyrra þar sem ekki er reiknað með að sá bati sem varð á jöfnuði ávöxtunar hlutafjár á síðasta ári sé varanlegur enda byggðist hann að stórum hluta af einskiptisáhrifum erlendra lyfjafyrirtækja á þáttatekjujöfnuðinn. Þá er gert ráð fyrir að skipti á búum fyrirtækja í slitum verði einum ársfjórðungi seinna en áætlað var í febrúarspánni og eru neikvæð áhrif á þáttatekjujöfnuð minni í ár sem því nemur.1 Vaxtajöfnuður sem hlutfall af landsfram­ leiðslu verður hins vegar óbreyttur í ár frá fyrra ári. Áætlað er að undir­ liggjandi þáttatekjujöfnuður með rekstrarframlögum verði neikvæður um sem nemur 4,8% af landsframleiðslu í ár. Því verður undirliggjandi viðskiptajöfnuður jákvæður um 0,7% af landsframleiðslu sem er nokkru minni afgangur en í fyrra en svipaður afgangur og gert var ráð fyrir í febrúarspánni. 1. Spá um undirliggjandi þáttatekjujöfnuð gengur út frá þeirri forsendu að eignum fyrirtækja í slitameðferð, sem skilgreind eru sem innlendir aðilar, sé skipt á milli kröfuhafa samkvæmt kröfuhafaskrá (þar sem 95% kröfuhafa eru erlendir aðilar) og er áætluðum tekjum og gjöldum sem af skiptunum leiðir bætt við þáttatekjujöfnuð. Þetta hefur þau áhrif að undir­ liggjandi þáttatekjujöfnuður verður neikvæðari en ella frá og með öðrum ársfjórðungi í ár þegar áhrif fyrirtækja í slitameðferð á undirliggjandi þáttatekjujöfnuð fara frá því að vera engin í að hafa full áhrif á jöfnuðinn. Tímasetning á skiptum búanna er forsenda og segir ekki hvenær þau munu eiga sér stað í raun. Eftir að slitin hafa átt sér stað verður enginn munur á opinbera þáttatekjujöfnuðinum og undirliggjandi þáttatekjujöfnuði. Eins og rakið er í Peningamálum 2013/3 er lyfjafyrirtækið Actavis ekki lengur undanskilið við mat á undirliggjandi þáttatekjujöfnuði þar sem hrein skuldastaða fyrirtækisins hefur ekki lengur sömu áhrif á þáttatekjujöfnuðinn og áður. Staðan hefur batnað verulega í kjölfar sölunnar til bandaríska lyfjarisans Watson Pharmaceuticals og ef það væri undanskilið við mat á undir­ liggjandi þáttatekjujöfnuði hefði undirliggjandi viðskiptajöfnuður verið 4,6% í fyrra í stað rúmlega 6%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.