Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 8

Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 8
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 8 vöxtur á árinu í heild verði 3,7%, drifinn áfram af kröftugum vexti einkaneyslu og atvinnuvegafjárfestingar. Líkt og í öðrum þróuðum ríkjum er því gert ráð fyrir að innlend eftirspurn verði í vaxandi mæli drifkraftur hagvaxtar. Hagvaxtarhorfur fyrir árið í ár hafa því batnað töluvert frá febrúarspá bankans en þá var reiknað með 2,6% hagvexti á árinu í heild (mynd I­9). Skýrast betri horfur fyrst og fremst af því að nú er talið að fjárfesting muni aukast mun hraðar en áður var talið í takt við fjölda vísbendinga um fjárfestingaráætlanir fyrirtækja. Meðalhagvöxtur á spátímanum nokkru meiri en að meðaltali síðustu þrjátíu ár Hagvaxtarhorfur til næstu tveggja ára eru lítið breyttar frá febrúarspá bankans. Gert er ráð fyrir 3,9% hagvexti á næsta ári þar sem saman fer áframhaldandi kröftugur vöxtur einkaneyslu og fjárfestingar. Líkt og í febrúar er talið að heldur hægi á hagvexti árið 2016 þegar hægir á vexti innlendrar eftirspurnar. Gert er ráð fyrir 2,7% hagvexti á því ári en í febrúar var spáð að hann yrði 3%. Gangi spáin eftir verður meðalhagvöxtur 3,4% á ári á spátíman­ um sem er um ½ prósentu meiri vöxtur en gert var ráð fyrir í febrúar­ spánni og nokkru umfram 2,7% meðalhagvöxt síðustu þrjátíu ára. Til samanburðar er áætlað að meðalhagvöxtur í helstu viðskiptalöndum Íslands verði 2,2% á þessu tímabili (mynd I­5). Nánari umfjöllun um innlenda eftirspurn einkageirans og hins opinbera og hagvaxtarþróun og ­horfur er að finna í köflum IV og V. Áframhaldandi bati á vinnumarkaði Árstíðarleiðrétt skráð atvinnuleysi var 3,8% á fyrsta fjórðungi þessa árs og hafði minnkað um tæplega 1 prósentu frá sama tíma í fyrra og 4½ prósentu frá því að það var hæst um mitt ár 2009. Atvinnuleysi samkvæmt Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar var hærra eða 5,2% og var nánast óbreytt frá sama tíma í fyrra en tæplega 3 prósentum minna en það var þegar það var mest. Störfum hélt áfram að fjölga umfram fjölgun fólks á vinnufærum aldri og því hækkaði hlutfall starf­ andi. Meðalvinnutími lengdist einnig nokkuð á fyrsta fjórðungi og því fjölgaði heildarvinnustundum um 3% frá fyrra ári, sem er lítillega meiri vöxtur en spáð var í febrúar. Atvinnuþátttaka hélt einnig áfram að aukast, fólki utan vinnumarkaðar að fækka og langtímaatvinnuleysi að minnka. Batinn á vinnumarkaði hefur verið kröftugri en að jafnaði meðal annarra OECD­ríkja (mynd I­10). Vísbendingar eru um að enn sé einhver slaki á vinnumarkaði. Hann mun hverfa á næstunni en óvissa er töluverð varðandi tíma­ setningu þess. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi haldi áfram að minnka og verði 3,3% á síðasta fjórðungi þessa árs og 3,2% árið 2016 (mynd I­11). Í takt við betri hagvaxtarhorfur mun heildarvinnustundum einnig fjölga nokkru hraðar en spáð var í febrúar. Hækkun launakostnaðar undanfarin tvö ár minni en áður var áætlað en horfur svipaðar og í febrúar Þrátt fyrir að nýjar tölur Hagstofunnar gefi til kynna að hækkun launakostnaðar á framleidda einingu hafi verið minni síðustu tvö ár en fyrri tölur sýndu, hefur hlutfall launa af þáttatekjum haldið áfram Heimildir: Hagstofa Íslands, OECD. Ársbreyting (%) Mynd I-8 Hagvöxtur í ýmsum OECD-ríkjum 2013 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 G rik kl an d Ít al ía Fi nn la nd Po rt úg al Sp án n Ev ru sv æ ði ð Ír la nd Fr ak kl an d D an m ör k Þý sk al an d N or eg ur H el st u vi ðs k. lö nd O EC D -r ík i Sv íþ jó ð Ja pa n Br et la nd Ba nd ar ík in Sv is s K an ad a Á st ra lía N ýj a- Sj ál an d Ís la nd Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-9 Hagvöxtur - samanburður við PM 2014/1 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2014/2 PM 2014/1 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 2016201520142013201220112010 ‘17 1. Árstíðarleiðréttar tölur. 2. Fjöldi starfandi sem hlutfall af mannfjölda 15-64 ára. 3. Fjöldi atvinnulausra sem hlutfall af vinnuafli (alþjóðlega samræmdur mælikvarði OECD). Heimild: OECD. Mynd I-10 Hlutfall starfandi og atvinnuleysi1 1. ársfj. 2007 - 4. ársfj. 2013 % af mannfjölda 15-64 ára Ísland Bandaríkin Evrusvæðið OECD-ríki Hlutfall starfandi2 Atvinnuleysishlutfall3 % af mannafla 60 65 70 75 80 85 90 2 4 6 8 10 12 14 ‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.