Peningamál - 21.05.2014, Side 8

Peningamál - 21.05.2014, Side 8
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 8 vöxtur á árinu í heild verði 3,7%, drifinn áfram af kröftugum vexti einkaneyslu og atvinnuvegafjárfestingar. Líkt og í öðrum þróuðum ríkjum er því gert ráð fyrir að innlend eftirspurn verði í vaxandi mæli drifkraftur hagvaxtar. Hagvaxtarhorfur fyrir árið í ár hafa því batnað töluvert frá febrúarspá bankans en þá var reiknað með 2,6% hagvexti á árinu í heild (mynd I­9). Skýrast betri horfur fyrst og fremst af því að nú er talið að fjárfesting muni aukast mun hraðar en áður var talið í takt við fjölda vísbendinga um fjárfestingaráætlanir fyrirtækja. Meðalhagvöxtur á spátímanum nokkru meiri en að meðaltali síðustu þrjátíu ár Hagvaxtarhorfur til næstu tveggja ára eru lítið breyttar frá febrúarspá bankans. Gert er ráð fyrir 3,9% hagvexti á næsta ári þar sem saman fer áframhaldandi kröftugur vöxtur einkaneyslu og fjárfestingar. Líkt og í febrúar er talið að heldur hægi á hagvexti árið 2016 þegar hægir á vexti innlendrar eftirspurnar. Gert er ráð fyrir 2,7% hagvexti á því ári en í febrúar var spáð að hann yrði 3%. Gangi spáin eftir verður meðalhagvöxtur 3,4% á ári á spátíman­ um sem er um ½ prósentu meiri vöxtur en gert var ráð fyrir í febrúar­ spánni og nokkru umfram 2,7% meðalhagvöxt síðustu þrjátíu ára. Til samanburðar er áætlað að meðalhagvöxtur í helstu viðskiptalöndum Íslands verði 2,2% á þessu tímabili (mynd I­5). Nánari umfjöllun um innlenda eftirspurn einkageirans og hins opinbera og hagvaxtarþróun og ­horfur er að finna í köflum IV og V. Áframhaldandi bati á vinnumarkaði Árstíðarleiðrétt skráð atvinnuleysi var 3,8% á fyrsta fjórðungi þessa árs og hafði minnkað um tæplega 1 prósentu frá sama tíma í fyrra og 4½ prósentu frá því að það var hæst um mitt ár 2009. Atvinnuleysi samkvæmt Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar var hærra eða 5,2% og var nánast óbreytt frá sama tíma í fyrra en tæplega 3 prósentum minna en það var þegar það var mest. Störfum hélt áfram að fjölga umfram fjölgun fólks á vinnufærum aldri og því hækkaði hlutfall starf­ andi. Meðalvinnutími lengdist einnig nokkuð á fyrsta fjórðungi og því fjölgaði heildarvinnustundum um 3% frá fyrra ári, sem er lítillega meiri vöxtur en spáð var í febrúar. Atvinnuþátttaka hélt einnig áfram að aukast, fólki utan vinnumarkaðar að fækka og langtímaatvinnuleysi að minnka. Batinn á vinnumarkaði hefur verið kröftugri en að jafnaði meðal annarra OECD­ríkja (mynd I­10). Vísbendingar eru um að enn sé einhver slaki á vinnumarkaði. Hann mun hverfa á næstunni en óvissa er töluverð varðandi tíma­ setningu þess. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi haldi áfram að minnka og verði 3,3% á síðasta fjórðungi þessa árs og 3,2% árið 2016 (mynd I­11). Í takt við betri hagvaxtarhorfur mun heildarvinnustundum einnig fjölga nokkru hraðar en spáð var í febrúar. Hækkun launakostnaðar undanfarin tvö ár minni en áður var áætlað en horfur svipaðar og í febrúar Þrátt fyrir að nýjar tölur Hagstofunnar gefi til kynna að hækkun launakostnaðar á framleidda einingu hafi verið minni síðustu tvö ár en fyrri tölur sýndu, hefur hlutfall launa af þáttatekjum haldið áfram Heimildir: Hagstofa Íslands, OECD. Ársbreyting (%) Mynd I-8 Hagvöxtur í ýmsum OECD-ríkjum 2013 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 G rik kl an d Ít al ía Fi nn la nd Po rt úg al Sp án n Ev ru sv æ ði ð Ír la nd Fr ak kl an d D an m ör k Þý sk al an d N or eg ur H el st u vi ðs k. lö nd O EC D -r ík i Sv íþ jó ð Ja pa n Br et la nd Ba nd ar ík in Sv is s K an ad a Á st ra lía N ýj a- Sj ál an d Ís la nd Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-9 Hagvöxtur - samanburður við PM 2014/1 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2014/2 PM 2014/1 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 2016201520142013201220112010 ‘17 1. Árstíðarleiðréttar tölur. 2. Fjöldi starfandi sem hlutfall af mannfjölda 15-64 ára. 3. Fjöldi atvinnulausra sem hlutfall af vinnuafli (alþjóðlega samræmdur mælikvarði OECD). Heimild: OECD. Mynd I-10 Hlutfall starfandi og atvinnuleysi1 1. ársfj. 2007 - 4. ársfj. 2013 % af mannfjölda 15-64 ára Ísland Bandaríkin Evrusvæðið OECD-ríki Hlutfall starfandi2 Atvinnuleysishlutfall3 % af mannafla 60 65 70 75 80 85 90 2 4 6 8 10 12 14 ‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.