Peningamál - 21.05.2014, Page 64

Peningamál - 21.05.2014, Page 64
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 64 Útflutningur, mældur á föstu gengi, dróst saman um 5½% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra, en inn­ flutningur jókst um 7% á sama tímabili. Afgangur af vöruviðskiptum, mældur á sama hátt, nam því um 9 ma.kr. á fyrstu þremur mánuðum þessa árs sem er tæpum 17 ma.kr. minni afgangur en á sama tíma í fyrra. Vöruskiptajöfnuður án skipa og flugvéla reyndist einnig 17 ma.kr. minni á fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tíma fyrir ári, en þá voru flutt inn skip og flugvélar að verðmæti 2,5 ma.kr. miðað við gengi krónunnar í marsmánuði. Eins og rakið er í kafla II er búist við að vöruútflutningur dragist saman í ár sem að mestu má rekja til lakra horfa um útflutning sjávar­ afurða. Á móti kemur að gert er ráð fyrir meiri vexti í útfluttri þjónustu en áður var spáð. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu komu 35% fleiri erlendir ferðamenn til landsins á fyrsta fjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra, sem er svipuð aukning og varð á fyrsta fjórðungi síð­ asta árs þegar ferðamönnum fjölgaði um 39%. Um þriðjungsaukning frá fyrra ári hefur einnig orðið í fjölda gistinátta og greiðslukortaveltu erlendra aðila á Íslandi það sem af er þessu ári. Því er gert ráð fyrir um 9% aukningu útfluttrar þjónustu í ár frá fyrra ári. Gert er ráð fyrir að vöru­ og þjónustuútflutningur í heild aukist um 2,9% frá fyrra ári, sem er um 1½ prósentu meiri vöxtur en í febrúarspánni. Þá er gert ráð fyrir nokkru meiri vöruinnflutningi í ár en í febrúarspánni þar sem horfur eru á að innflutningur á skipum og flugvélum verði 6 ma.kr. meiri að nafnvirði, auk þess sem almennur innflutningur verði heldur meiri en áður var spáð í takt við kröftugri vöxt innlendrar eftirspurnar og útfluttrar þjónustu. Horfur eru því á að afgangur af vöru­ og þjónustu­ viðskiptum verði um 5½% af landsframleiðslu í ár, um ½ prósentustigi minni afgangur en spáð var í febrúar. Horfur fyrir næstu tvö ár hafa hins vegar batnað vegna betri horfa um útflutning og hagstæðari þró­ unar viðskiptakjara (sjá kafla II). Gert er ráð fyrir tæplega 5% afgangi á næsta ári og um 3% árið 2016 eða um prósentu meiri afgangi en spáð var í febrúar. Undirliggjandi þáttatekjuhalli minnkaði mikið milli ára í fyrra Undirliggjandi þáttatekjuhalli nam tæplega 9 ma.kr. á síðasta ári að undanskildum rekstrarframlögum eða um ½% af landsframleiðslu. Þetta er töluvert minni halli en var árið 2012 þegar hann var 45 ma.kr. sem rekja má til aukinnar hreinnar ávöxtunar hlutafjár og minni halla á vaxtajöfnuði (mynd VII­3). Vaxtagjöld hafa farið minnkandi frá árinu 2011 og náðu lágmarki á þriðja ársfjórðungi 2013. Nokkrar skýringar eru á þessari lækkun: skuldastaða þjóðarbúsins hefur batnað, gengis­ lækkun ársins 2012 gekk til baka og vextir í viðskiptalöndum Íslands hafa lækkað um tæplega 1 prósentu frá árinu 2011, en um helmingur erlendra skulda þjóðarbúsins ber breytilega erlenda vexti. Þáttatekjuhallinn var minni í fyrra en gert var ráð fyrir í síðustu spá Peningamála sem má að miklu leyti rekja til betri ávöxtunar hluta­ fjár erlendis en það gefur til kynna að bein erlend fjárfesting Íslendinga erlendis hafi gengið betur á árinu 2013 en búist var við (mynd VII­4). Bata hreinnar ávöxtunar hlutafjár árið 2013 í samanburði við árið á undan má hins vegar fyrst og fremst rekja til þess að erlendir aðilar hafi notið minni arðsemi af beinni erlendri fjárfestingu hér á landi. Mynd VII-3 Hreinar erlendar vaxtagreiðslur 1. ársfj. 2001 - 4. ársfj. 2013 % af VLF Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Hreinar vaxtagreiðslur (innlánsstofnanir í slitameðferð) (v. ás) Hreinar vaxtagreiðslur (aðrir) (v. ás) Hreinar vaxtagreiðslur (h. ás) Hreinar vaxtagreiðslur án innlánsstofnana í slitameðferð (h. ás) Ma.kr. -160 -140 -120 -100 -80 -60 -40 -20 0 -40 -35 -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 ‘12 ‘13‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01 Mynd VII-4 Hrein arðsemi af beinni erlendri fjárfestingu 2009-2013 % af VLF Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Lyfjaiðnaður Stóriðja Innlánsstofnanir í slitameðferð Annað Hrein arðsemi af beinni erlendri fjárfestingu -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 20132012201120102009

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.