Glóðafeykir - 01.12.1970, Page 30

Glóðafeykir - 01.12.1970, Page 30
30 GLÓÐAFEYKIR eða samkomu sérstaklega áhrif á mínar trúarskoðanir. Þar var Bibl- ían að verki. Snorri bróðir kom oft vestur til mín og við vorurn ekki alveg sammála um trúmálin. En einu sinni sagði hann við mig: — Ég skal útvega þér blað, sem er þér sammála. Jú, og hann gerði það. Það var Norðurljósið. Þá var Gook kominn til Akureyrar sem trúboði og hann gaf út Norðurljósið. Margir halda, að trúarskoðanir mínar stafi af áhrifum fi'á Gook. En það er að litlu leyti rétt. Og þegar ég fór að kynnast betur sumu fólki í söfnuði hans, fannst mér það ekki lifa að öllu leyti eftir því, sem Biblíair kenndi. Það reyndi ég hins vegar til hins ýtrasta og fannst víst sumum, að ég væri æði öfgakenndur. Það var t. d. mikið skopazt að mér þegar ég hætti að neyta blóðmörs. En bæði í Gamla- og Nýjatestamentinu er það skýæt fram tekið, að ekki skuli eta blóð, því blóðið er lífið. Jónasi lækni Kristjánssyni líkaði vel þessi ákvörðun mín. Hann var andvígur blóðáti, ekki af trúarlegum ástæðum, heldur heilsufarslegum. En það gerði sama gagn. Ég var svo sem enginn kjarkmaður. Ég var búinn að neyta blóðs í 4 ár, eftir að ég vissi að það var rangt, þegar ég loks hætti því. Svona var ég hræddur við umtalið. Ekki var ég nú sterkari en þetta. Svo skrifaði ég presti mínum, sr. Guðbrandi í Viðvík, og sagði mig úr þjóðkirkjunni, því að ég taldi hana ekki fylgja kenningum Biblíunnar, svo sem henni bæri. Hafði ég þá ekki sízt í huga skírn- ina. Það er rangt að skíra nokkurn mann fyrr en hann trúir á skírn- ina og skilur þýðingu hennar. Jesús skírði ekki börnin, en hann tók þau í fang sér og blessaði þau. Nei, mín trú var ekki afleiðing neinn- ar skyndilegrar hugarfarsbreytingar. Þetta smá þróaðist með mér. Jú, það reyndu margir að telja mér hughvarf, ekki vantaði það. Og prestur einn gekk svo langt í því, að mér fannst nálgast guðlast. En ég stæltist bara við þennan andróður því að hann leiddi til þess, að ég fór að lesa Biblíuna meira og betur en áður. Og ég tek Biblíuna mína að gæðum og blessun langt fram yfir allt, sem ég á, og tel það þjóðarinnar mesta tjón og ógæfu, að lesa hana ekki og þekkja hana ekki. Þá mundi margur hamingjusamari en hann er og margt fara betur með þessari þjóð. —mhg

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.