Glóðafeykir - 01.12.1970, Síða 40

Glóðafeykir - 01.12.1970, Síða 40
40 GLÓÐAFEYKIR 1946 voru menn óvenjulega málreifir í ljóðum. Má vera að sumir hafi gengið með þá hugmynd, að þeir mundu ekki eiga afturkvæmt í sess sinn á næsta sýslufundi og því álitið ekki seinna vænna að láta ljós sitt skína, sem er þó ekki annað en ágizkun ritara. Mátti segja með sönnu, að Bakkaskáld léti sinn hlut ekki minnstan að þessu sinni, enda á honum að heyra, að nú væri mjög svo uggvænt um hans afturgöngu á sýslufund. Eins og að undanförnu opnaði ritari „ballið“ með kviðlingi þessum til ástvinar síns, Jóns Bakkaskálds: Lít ég sem áður ítran, allvel búinn hinn snjalla öldung, afargildan, orna sér í horni. Hvass með huga hressan hingað kom ’inn slyngi enn í orðasennu ógnrakkur, skáld frá Bakka. (Þess skal getið til skýringar, að á þessum árum var fundarsalurinn hitaður upp með kolaofni og var sá í einu horni salarins. — G. M.). Þessu svaraði Jón með kvæði til ritarans, vinar síns, undir sama bragarhætti, að hann sagði, og bauð svo ritara heim til sín, en hann bjó nú, sem áður, hjá Steingrími Arasyni fangaverði. Þetta er upp- haf að hinu langa vinarkvæði Jóns til ritara: Sendi ég sónartóna. Sittu heill, vinur kæri, oildur og góður drengur, O O O O 7 glaður og hress í anda. Þakka nú þín ummæli (þrekinn um búk og makka). Lifðu hér lengi, Stefán, ljóðkóngur Sauðkrækinga. Ritari svaraði Bakkaskáldi með svohljóðandi erindi: Þú ættir skilið kröftug kvæðagjöld og kærar þakkir fyrir ljóðahrinu. Og ég er helzt að hugsa mér í kvöld að heimsækja þig, suðrí tugthúsinu.

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.