Glóðafeykir - 01.12.1970, Síða 53

Glóðafeykir - 01.12.1970, Síða 53
GLÓÐAFEYKIR 53 Séra Helgi raissti föður sinn er hann var á 9. ári. Fluttist hann þá með móður sinni til Blönduóss, dvaldi á uppvaxtarárum ýmist þar eða í Flögu í Vatnsdal hjá Magnúsi bónda frænda sínum, svo og hjá séra Jóni Magnússyni, föðurbróður sínum, er kenndi honum undir skóla. Móður sína missti hann 1929. Séra Helgi lauk gagnfræðaprófi á Akur- eyri 1921, stúdentsprófi utanskóla 1924, guðfræðiprófi við Háskólann 1928 og vígð- ist sama ár prestur til Otrardalsþinga með búsetu á Bíldudal. Veitt Hofsþing á Skaga- strönd 1932 og sat á Höskuldsstöðum, Reynistaðarklaustursprestakall 1934 og hélt til æviloka. Þjónaði jafnframt Hvamms- prestakalli 1935—1946. Prófastur í Skaga- fjarðarprófastsdæmi 1952 og síðan. Tvívegis á prestskaparárum sínum fór sr. Helgi til framhalds- náms í Bretlandi. Hann brá sér einnig til Ítalíu og Bandaríkjanna, þar sem hann var fulltrúi íslands á heimsþingi rotaryfélaga. Hann gaf sig jafnan mjög að fræðslumálum og menningar, stofnaði og rak unolinoaskóla á Bíldudal, Blönduósi o» Höskuldsstöðum. Kennari við unglingaskólann á Sauðárkróki 1934—1946. Atti drjúgan þátt í stofnun iðnskóla þar og gagnfræðaskóla 1946, skólastjóri beggja skólanna fyrstu árin og hins síðarnefnda allt til 1956, en stundakenn- ari eftir það. Hann var einn af helztu hvatamönnum að stofnun Sögufélags Skagfirðinga 1937, sat í stjórn félagsins og var gjaldkeri þess til æviloka. Hann átti manna mestan þátt í endurreisn Sýslu- bókasafns Skagfirðinga, var í stjórn þess og síðan formaður til dánar- dags. Er Sýslubókasafnið (Héraðsbókasafnið), eins og það er nú, að verulegu leyti til orðið fyrir atbeina hans og frábæra elju. Sjálfur átti hann mikið og mjög verðmætt bókasafn og var hverjum manni bókfróðari. Hann var skipaður í milliþinganefnd, er semja skyldi frumvarp til laga um almenningsbókasöfn. Var frumvarpið lögfest 1955. I samtökum norðlenzkra presta var sr. Helgi lífið og sálin, enda í stjórn Prestafélags Hólastiftis. Við ritstörf fékkst hann all- mikið, samdi mikla bók um Albert Thorvaldsen, reit blaðagreinar og tímarita, þýddi bækur, enda ágætur málamaður. Hann sá um útgáfu Skagfirzkra ljóða, er Sögufél. Skagf. gaf út 1957. Hann var skáld gott, en hélt ljóðagerð sinni lítt á loft. Arið 1933 gekk sr. Helgi að eiga Jóhönnu Þorsteinsdóttur bónda Sr. Helgi Konráðsson.

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.