Glóðafeykir - 01.12.1970, Side 62

Glóðafeykir - 01.12.1970, Side 62
62 GLÓÐAFEYKIR Simon Jóliannsson, áður bóndi í Goðdölum í Vesturdal, andaðist 17. marz 1960. Fæddur var hann á Skíðastöðum á Laxárdal ytra 26. maí 1892. Var faðir hans Jóhann, þá vinnum. á Skíðastöðum, Eyjólfs- son bónda í Kálfárdal í Gönsaiskörðum, Jónassonar, en móðir Ingibjörg Guðjóns- dóttir bónda á Illuffastöðum í Laxárdal os í Áshildarholti. Móðir Ingibjargar var Hall- fríður Þorkelsdóttir. \Tar Símou ekki hjóna- bandsbarn. Símon ólst upp með móður sinni ytra þar á Skíðastöðum og Herjólfsstöðum og e. t. \\ víðar. Árið 1919 kvæntist hann Moniku Sveinsdóttur frá Bjarnarstaðahlíð, alsystur Guðmundar bónda þar og Ólafs á Starra- stöðum (sjá Glóðaf., 5. h. bls. 31 og 7. h. bls. 38). Hófu þau búskap á Mælifelli, hálfri jörðinni, 1920, og bjuggu þar eitt ár, fóru þá í húsmeimsku að Starrastöðum og voru þar til 1925, er þau tóku til ábúðar Teigakot í Tungusveit. Þar bjuggu þau til 1933, þá á Iveldulandi á Kjálka 2 ár og loks í Goðdölum 1935—1949, er þau létu af búskap þar og synir þeirra tóku við. Fór þá Símon aftur að Teigakoti og bjó þar 2 ár einn síns liðs, en hvarf svo að Goðdölum og átti þar heima síð- ustu árin. Þrír eru synir þeirra hjóna: Trausti, bóndi í Hverhólum (nýbýli frá Goðdölum); Grétar og Borgar, báðir bændur í Goðdölum. Símon fór ungur til sjós og var jafnan á vertíð á vetrum unz hann hóf búskap og raunar lengur. 1928, er hann var á línuveiðaskipi, fékk hann blóðeitrun svo magnaða, að honum voru aldrei heilar hendur eftir það og var að vísu alls ófær til vinnu, þótt hann léti lítt á sig ganga, því að harka var nóg og karlmennska. Hann var af- bragðs verkmaður til sjós og lands meðan hendur voru heilar, af- burða sláttumaður, fjármaður ágætur. Símon í Goðdölum var meðalmaður á vöxt, vel á fót kominn og myndarmaður í sjón; hörkulegur nokkuð á svip og þó kankvís og glettinn, fjöreygur og snareygur. Honum voru margir hlutir vel gefnir. Hann var harðneskjumaður, hafði stórbrotna skapsmuni og átti ósjaldan í erjum um stundarsakir. En aldrei réðst hann á garð- inn þar sem hann var lægstur, og jafnan tók hann svari þeirra, er minni voru máttarins. Hann var umbrotamaður og umhleypinga og ekki við allra skap. Hann var greindur vel, kerskinn nokkuð á stund- Simon Jóhannsson.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.