Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 2
2 Fréttir Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 2015 Lífrænt Ríkt af Nitric Oxide og Sulforaphane Rauðrófu- og brokkolíduft ásamt spínati, gulrótum, steinselju og káli Fyrir eða eftir æfingar Mikil orka og næring Bragðgóð blanda 40 skammtar Ein teskeið hrist í vatn eða safa Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni, Hagkaup og Nettó. Umboð: Celsus. Frábært í kúrinn!5:2 Vill byggja blokk fyrir starfsfólkið n Helgi í Góu deilir við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði n Keypti lóðina fyrir hrun H elgi Vilhjálmsson, oft- ast kenndur við sælgætis- framleiðandann Góu, vill byggja þriggja hæða fjölbýl- ishús á lóð við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Um 20 íbúðir yrðu í hús- inu en lóðin átti áður að fara und- ir KFC-veitingastað. Helgi er ósáttur við bæjaryfirvöld sem segja fjölbýlis- húsið ekki passa inn í götuna. „Ég vil fara í þetta því það er auð- séð að þetta hverfi er að breytast og það vantar litlar íbúðir fyrir ungt fólk sem er að byrja lífið. Ég er með þessa hugmynd til að nýta lóðina og svo að bæjarfélagið fái tekjur en ég veit ekki hvort bæjaryfirvöld viti hvernig tekj- ur verða til,“ segir Helgi. Vill aðstoða starfsfólkið Helgi keypti lóðina Tjarnarvelli 13 rétt fyrir hrun en hann segir breytt- ar forsendur hafa leitt til þess að ekk- ert varð af byggingu KFC-veitinga- staðarins. Haustið 2012 vildi Helgi fá að breyta deiliskipulagi lóðarinn- ar þannig að hann gæti byggt þar hús með atvinnustarfsemi á jarðhæð og litlum íbúðum eða hótelíbúðum á efri hæðum. Bæjaryfirvöld tóku já- kvætt í erindið en Helgi hætti síð- ar við þá hugmynd og fékk arkitekta til að teikna fjölbýlishús með 50 fer- metra íbúðum. „Ég er með fjölda ungs fólks í vinnu sem fer ekki að heiman fyrr en um þrítugt því íbúðir eru orðn- ar svo dýrar. Þetta er ekki lengur eitt- hvert iðnaðarhverfi heldur fyrir hótel, íbúðir og nýjar hugmyndir. Það er svo margt fólk sem vinnur hjá mér sem vantar íbúðir og ég ætla bara að fara í þann pakka,“ segir Helgi og bendir á að nokkrar byggingar í götunni hafi staðið tómar eða hálftómar frá hruni. „Ég hef verið að byggja síðustu 40 árin; verksmiðjur, íbúðir og ein- býlishús og kann þetta alveg. Það væri því alveg glimrandi að geta gert þarna einar 20 litlar íbúðir. Ef bæjar- yfirvöld samþykkja þetta ekki er eitt- hvað mikið að þeim en ég er nú með hæstu skattgreiðendum í bænum og spurningin er hefur þetta fólk betri hugmynd?“ Lítil stemning Ólafur Ingi Tómasson, formað- ur skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðarbæjar, segir bæjaryfir- völd ekki hafa fengið formlega um- sókn frá Helga um leyfi til að breyta deiliskipulagi lóðarinnar. „Þessi hugmynd hefur aldrei komið inn á borð til okkar,“ segir Ólafur og svarar aðspurður að Helgi hafi aftur á móti borið hugmyndina undir hann. „En ég held að það sé ekki mikil stemning fyrir því að setja íbúðir inn í þennan kjarna þarna, sem hugsað- ur er fyrir verslun og þjónustu. Það er vaxandi starfsemi þarna í hverf- inu og við erum að fá hótel og fleira í þessa götu og hverfið og það verð- ur aukin þörf fyrir ýmsa þjónustu á þessu svæði,“ segir Ólafur. Helgi segir afstöðu bæjaryfirvalda koma sér á óvart þar sem nóg sé af auðum lóðum og tómu húsnæði í götunni. „Á þessu svæði þarna eru tvö þús- und fermetrar á jarðhæð sem enginn notar undir verslanir. Vilja bæjar- yfirvöld fá meira af því? Þeir segja að þetta myndi ganga betur ef ég væri með einhverja 50 fermetra fyr- ir hárgreiðslustofu og aðra 50 fyr- ir hreinsun. Þú ættir að spyrja þessa menn af hverju þeir taka neikvætt í það þegar maður er að skaffa þeim pening og vinnu,“ segir Helgi og heldur áfram: „Ég veit ekki hvort þessir menn séu starfi sínu vaxnir. Hvaða hug- myndir hafa þeir komið með? Þeir fá alltaf útborgað en þeim er and- skotans sama og hækka bara fast- eignagjöldin í staðinn. Þeir ættu að ýta á eftir mönnum og hugmyndum því það þarf að fara að byggja þetta svæði upp. Ég mun áfram berjast við þessa menn og læt ekki alveg loka svona á mig.“ n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Teikning Helgi hefur fengið arkitekta til að teikna nokkrar útfærslur af fjölbýlishúsinu. andd 4.7m2 g. 4.6m2 gang 4.7m2 herb. 11.3m2 bad/þvo 7.2m2 5490 120011002750 39 50 26 00 andd 4.7m2 g. 4.6m2 gang 4.7m2 herb. 11.3m2 bad/þvo 7.2m2 5490 1200 1100 2750 39 50 26 00 andd 4.7m2 g. 4.6m2 gang 4.7m2 herb. 11.3m2 bad/þvo 7.2m2 5490 120011002750 39 50 26 00 ÞVO 4.3m2 GNF LR Bað herb. 4.6m2 Herb 14.5m2Herb 9.2m2 gang. 9.4m2 20801202100120179012018001203065 29 20 12 0 18 00 12 0 24 00 1800 11765 gasarinn bað 5.3m2 g. 6,1m25.2m2 ÞVO 4.3m2 GNF LR Bað herb. 4.6m2 Herb 14.5m2 Herb 9.2m2 gang. 9.4m2 2080 120 2100 120 1790 120 1800 120 3065 29 20 12 0 18 00 12 0 24 00 1800 11765 gasarinn bað 5.3m2g. 6,1m2 5.2m2 10 90 0 39 50 26 00 39 50 26 00 39 50 26 00 Bað herb. 4.6m2 h 1herb 8m2 gang. 8.4m2 4 4.9m2 ÞVO 5m2 GNF LR 24 00 2100 3175 23 20 60 0 Bað herb. 4.6m2 h 1 herb 8m2 gang. 8.4m2 44.9m2 ÞVO 5m2 GNF LR 24 00 2100 3175 23 20 60 0 10 90 0 g. 4.6m2 stofa eldh 21.3m2 svalir gang 4.4m2 herb. 13m2 bad/þvo 8.5m2 1100 3285 2ja herb. 59.4/63,4m2 netto 16 00 1200 26 00 39 50 5825 g. 4.6m2 stofa eldh 18.8m2 svalir gang 4.7m2 herb. 11.3m2 bad/þvo 7.2m2 1200 1100 2750 16 00 39 50 26 00 5290 34 15 2ja herb. 53,7/59,6m2 netto g. 4.6m2 stofa eldh 21.3m2 svalir gang 4.4m2 herb. 13m2 bad/þvo 8.5m2 11003285 2ja herb. 59.4/63,4m2 netto 16 00 1200 26 00 39 50 5825 g. 4.6m2 stofa eldh 18.8m2 svalir gang 4.7m2 herb. 11.3m2 bad/þvo 7.2m2 120011002750 16 00 39 50 26 00 5290 34 15 2ja herb. 53,7/59,6m2 netto g. 4.6m2 stofa eldh 18.8m2 svalir gang 4.7m2 herb. 11.3m2 bad/þvo 7.2m2 1200 1100 2750 16 00 39 50 26 00 5290 34 15 2ja herb. 53,7/59,6m2 netto g. 4.6m2 stofa eldh 18.8m2 svalir gang 4.7m2 herb. 11.3m2 bad/þvo 7.2m2 120011002750 16 00 39 50 26 00 5290 34 15 2ja herb. 53,7/59,6m2 netto g. 4.6m2 stofa eldh 18.8m2 svalir gang 4.7m2 herb. 11.3m2 bad/þvo 7.2m2 120011002750 16 00 39 50 26 00 5290 34 15 2ja herb. 53,7/59,6m2 netto 19 ÍBUÐ ÚTLIT OPTION A TJARNARVELLIR 13 1:200@A3 PK ARKITEKTAR NORÐUR ÁSÝND SUÐUR ÁSÝND M y n d P K A R K IT EK TA R „Ég mun áfram berjast við þessa menn og læt ekki alveg loka svona á mig. Tjarnarvellir Lóð Helga er á milli atvinnuhús- næðis sem hefur meira og minna staðið tómt síðustu ár og verslunar Bónuss. Mynd SIGTRyGGuR ARI Lóðin í baksýn Helgi Vilhjálmsson heldur hér á teikningu af fjölbýlishús- inu sem hann vill byggja við Tjarnar- velli í Hafnarfirði. Mynd SIGTRyGGuR ARI Vilja gelda villiketti Félagið Villikettir lagði fram bréf á fundi umhverfis- og framkvæmda- ráðs Hafnarfjarðar á miðvikudag þar sem óskað var eftir aðstoð en félagið vill gelda villiketti í stað þess að drepa þá. Í fylgiskjali um félagið segir að það hafi verið stofnað snemma árs 2014 til að standa vörð um dýra- vernd fyrir villta ketti á Íslandi. „Ný dýraverndunarlög tóku gildi í byrjun sama árs og voru þau stór bót fyrir dýravernd á Ís- landi. Því miður láðist að skerpa nógu vel á réttindum villikatta en þó teljum við að almenn ákvæði nýju laganna falli þeim í hag,“ seg- ir í fylgiskjali um félagið. Villikett- ir hyggist, í samræmi við ný dýra- verndunarlög, leita úrbóta fyrir villta ketti hér á landi samkvæmt viðurkenndum aðferðum. „Við notumst við aðferðina fanga-gelda-sleppa (e. Trap-neut- er-return, eða TNR) sem er alþjóð- leg aðferðafræði um hvernig megi mannúðlega takast á við villikattar- stofna án þess að aflífa þá,“ segir í skjalinu og svo er útskýrt að mörg búr séu sett á svæðin sem villi- kettirnir hafast við á samtímis; dýr- in eru fönguð, geld og sleppt aftur á svæðið ef ekki er um kettlinga eða mjög særð dýr að ræða. Í skjalinu segir enn fremur að umræddar aðferðir hafi gefist sér- lega vel í öðrum löndum. Félag- ið segist sjá til þess að skjól sé á svæðinu og sjálfboðaliðar séu til staðar sem fylgjast með matar- gjöfum. Fjölmörg sveitarfélög hafa heimilað lógun villikatta en í bréfi félagsins segir að þeir hafi jákvæð, vistvæn áhrif. Þeir veiði mýs og haldi aftur ágangi rotta og máva. Umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði erindinu til Umhverfisteym- isins og ósk um fjárstuðning til bæjar ráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.