Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 29
Umræða 29Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 2015
Ekkert annað en
tilraun til hefnda
Það er ekkert
kynferðislegt
Hélt þetta væri mín
síðasta stund
Kristinn Hrafnsson, hjá Wikileaks, um að Google hafi veitt bandarískum yfirvöldum upplýsingar. – DV Hrafnhildur Ragnarsdóttir, berst fyrir lagasetningu um hefndarklám. – DV Brynja Mist Snorradóttir ók undir áhrifum og lenti í bílslysi. – DV
Mest lesið
á DV.is
1 Var sagt upp örfáum dögum eftir að hún
tilkynnti um kynferðislega
áreitni „Ég tilkynnti um þetta á mið-
vikudeginum í síðustu viku, svo var ég
rekin örfáum dögum síðar,“ segir Emma
Jóhanna Pálínudóttir, sem var sagt upp
hjá Aktu taktu, en að eigin sögn var það
eftir að hún tilkynnti um kynferðislega
áreitni á vinnustaðnum.
Lesið: 48.981
2 Rekinn fyrir að krefjast þess að fá greitt fyrir
yfir vinnu Fróða Frímanni Kristjáns-
syni var sagt upp störfum hjá Eldsmiðj-
unni eftir að hann barðist fyrir því að fá
trúnaðarmann kjörinn hjá fyrirtækinu,
og greitt fyrir yfirvinnuárið 2012. Það er
fyrirtækið FoodCo sem á Eldsmiðjuna,
en fyrirtækið á einnig Aktu taktu.
Lesið: 46.722
3 Heimilið verður jafnað við jörðu Hús, sem áður var
heimili Adams Lanza, mannsins sem
myrti tuttugu börn og sex fullorðna í
Sandy Hook-grunnskólanum í Newtown
í desember 2012, verður jafnað við jörðu.
Lesið: 32.832
4 Mannlegur harmleik-ur hælisleitanda í
Breiðholti Fjölmennt lögreglu- og
sjúkralið var kallað að fjölbýlishúsi í
Breiðholti vegna hnífstungu á þriðjudag.
Þegar á vettvang var komið beið þeirra
alblóðugur maður en samkvæmt heim-
ildum DV urðu tungumálaörðugleikar
þess valdandi að sérsveit Ríkislög-
reglustjóra var kölluð til og nokkrir
handteknir. Þegar meint fórnarlamb var
flutt á sjúkrahús og heilbrigðisstarfsfólk
fór að ræða við hann kom í ljós að hann
hafði veitt sér þessa áverka sjálfur.
Lesið: 28.983
5 Afleiðing vímuefna-aksturs Brynju Mistar:
„Hélt þetta væri mín síðasta stund“ Af-
leiðingar aksturs undir áhrifum áfengis
og vímuefna geta verið skelfilegar eins
og hin unga Brynja Mist Snorradóttir
komst að um helgina þegar hún missti
stjórn á bifreið sinni og skall á ljósastaur.
Lesið: 49.072
V
igdís heitir kona og er
Hauksdóttir. Hún situr á
Alþingi fyrir Framsóknar
flokkinn. Henni er afar
annt um þjóðarhagsmuni.
Henni er annt um krónuna. Hún
vill stöðugleika.
Vigdísi er illa við ESB. Henni er
illa við Samfylkinguna. Henni er
illa við Ríkisútvarpið. Henni er illa
við fólk sem situr á svikráðum og
vill hafa fullveldið af þjóðinni. Hún
talar um landráðamenn. Henni er
illa við útlendinga, að minnsta kosti
Breta og Hollendinga og Juncker.
Var henni einnig illa við starfsmenn
Alþingis þegar hún kvaðst sakna
þeirra tíma þegar starfsmenn Al
þingis ávörpuðu þingmenn ekki að
fyrra bragði? Hún tók að vísu upp
slökkvitækið og úðaði yfir ummæl
in sem mest hún mátti dagana á
eftir. Það var snemma árs í fyrra.
En Vigdísi er örugglega illa við
Steingrím J. Sigfússon.
Daginn sem sem Framsóknar
flokkurinn varð minnstur sté Vigdís
í ræðustól á þingi. Fylgið var kom
ið niður fyrir 10 prósent og góð
ráð voru dýr. Svo vel bar í veiði að
Víglundur Þorsteinsson hafði eina
ferðina enn dregið úr pússi sínu
möppur sem sönnuðu að vinstri
menn hefðu haft fyrirtækið af hon
um og svona eins og 300 milljarða
króna af þjóðinni í leiðinni. Vondur
Steingrímur. Vondir hrægammar.
Framtíð þjóðar, ekkert minna
Starfsfólk Alþingis ávarpaði Vigdísi
ekki að fyrra bragði heldur hljóð
ritaði ódauðlega orðræðu henn
ar og snéri henni á prent. Með
al annars þetta: „Einkavæðing
Steingríms J. Sigfússonar þegar
hann var fjármálaráðherra á síð
asta kjörtímabili var framkvæmd
án nokkurrar umræðu á Alþingi
og án þess að breytingar hefðu
verið gerðar á starfsumhverfi bank
anna og annarra fjármálafyrir
tækja eða lögum um fjármálafyrir
tæki í kjölfar hrunsins breytt. Var sú
ákvörðun tekin án nokkurs faglegs
mats, verðmats eða útboðs.“
Þetta hér tóku starfsmenn Al
þingis einnig eftir Vigdísi og suðu
niður fyrir framtíðarkynslóðir að
gæða sér á: „[Árni Páll Árnason],
formaður Samfylkingarinnar, tjáði
sig með afgerandi hætti á Bylgj
unni í gær þar sem hann taldi það
fásinnu að skoða þetta frekar. Því
spyr ég [...]: Er þetta sett fram sem
pólitísk hagsmunagæsla eða er vís
vitandi verið að halda upplýsing
um frá fólki til að þurfa ekki að tak
ast á við málið eða að viðurkenna
að hér sé breytt niðurstaða í mál
inu sem gæti haft úrslitaáhrif fyrir
framtíð íslenskrar þjóðar?“
Við og hin. Framsóknarmenn
irnir góðu – og hinir … þessir vondu
vinstrimenn, ESB og hrægamma
sjóðirnir. Við, sem berjumst fyrir
fullveldi og þjóðlegum gildum –
og hinir, landráðamennirnir og
útlendingarnir, sem hafa vilja
fullveldið af þjóðinni og sökkva
öllu í fjölmenningarfen.
Svo þetta með eignarréttinn
Kristinn H. Gunnarsson er marg
reyndur stjórnmálamaður og hugs
ar rökrétt. Um Víglundargögnin
segir hann á fésbók, svo enn sé
vitnað: „Ríkið stofnaði bankana
eftir bankahrunið og lét þá ábyrgj
ast innlánin. Á móti þeirri skuld
bindingu voru fluttar eignir, út
lánasöfn, í nýju bankana. Til
bráða birgða, að minnsta kosti
voru útlánasöfnin verðlögð með
afföllum. Mér skilst á Víglundi
að útlánasöfnin hafi í raun verið
verðmeiri sem nemur 300–400
milljörðum króna. Því hafi í nýju
bönkunum tveimur sem fóru til
kröfuhafa verið meiri eign sem því
nemur. Eða með öðrum orðum rík
ið gaf eign frá sér til kröfuhafanna.
Þarna þarf aðeins að staldra við.
Sé þetta rétt mat á útlánasöfnun
um þá var verðmætið með réttu
eign þrotabúanna – þ.e. kröfuhaf
anna. Þegar ríkið flutti söfnin yfir
í nýju ríkisbankana var það þá gert
á undirverði. Þrotabúunum var þá
í lófa lagið að sækja réttmæta eign
sína fyrir dómstólum. Niðurstaða:
300–400 milljarða króna eignin var
alltaf eign kröfuhafanna í þrotabú
gömlu bankana. Ríkið var ekki
hlunnfarið, það átti aldrei þessi
verðmæti. Svona skil ég málið – að
svo stöddu.“
Skilur Vigdís þetta? Eða er Krist
inn H. einn af þessum landráða
mönnum í hennar augum? Nú ætla
ég ekkert að ávarpa háæruverðuga
Vigdísi að fyrra bragði en einhver
hefði sjálfsagt kallað framgöngu
hennar lýðskrum. Ég tek það orð
ekki mér í munn. n
Myndin
Umdeildur náttúrupassi Fulltrúar frá Landvernd og ferðafélögum færðu Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráherra gjöf á fimmtudag til þess að minna á „hið
mikilvæga hlutverk hennar sem alþingismanns og ráðherra að standa vörð um almannarétt fólks til frjálsrar farar og dvalar á óræktuðu landi,“ eins og það var orðað, í
tilefni frumvarps um náttúrupassa sem Ragnheiður mælir fyrir. Mynd SigtRyggUR aRi
Já, hún Vigdís
„Daginn sem sem
Framsóknarflokk-
urinn varð minnstur sté
Vigdís í ræðustól á þingi.
Jóhann Hauksson
johannh@dv.i
Kjallari Vigdís Hauksdóttir
„Er þetta sett fram sem
pólitísk hagsmunagæsla
eða er vísvitandi verið að
halda upplýsingum frá
fólki.“ Mynd SigtRyggUR aRi