Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Page 58
58 Menning Sjónvarp Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 2015 Sundhöllin að morgni U m daginn gerði ég afskap- lega óvenjulegan hlut eldsnemma að morgni. Ég hafði lagst til svefns klukkan níu kvöldið áður og vaknaði fram úr hófi hress klukkkan sex, löngu fyrir fyrsta hanagal á Skólavörðuholtinu. Það var aðeins eitt til ráða í þessari stöðu, að fara í sund. Sundhöllin tók á móti mér, hún andaði frá sér klórilmi í myrkrinu og brosandi kona í afgreiðslu spurði hvort ég vildi klefa eða skáp. Ég valdi skáp og gekk ofan í gotneska kjallarann. Flísarnar bera aldurinn með sér og einhvern veginn býst ég alltaf við að blóðugt lík leynist handan við næsta horn. Alein í sturtu, lokaði ég augum og fann hlýtt vatnið flæða yfir lík- amann. Við sundlaugarbakkann sat vörðurinn, stírur í augum og útvarpið í gangi – veðurfréttir og djass. Birtan í sundlaugarsalnum er alltaf sérstök. Salurinn kallar fram minningar um nánast óbæri- legar stundir í skólasundi, þar sem blautir krakkar voru pínd- ir til að standa á bakkanum upp við norðurvegginn og halda hönd á númerum sem ennþá má sjá glitta í á flísunum. Sundkennar- inn hét þýsku nafni, klæddist hvít- um terlínalklæðnaði og hrópaði í grátt gjallarhorn til að viðstaddir heyrðu örugglega í honum. Hann átti líka prik sem hann notaði til að pota hræddum krökkum í kaf. Það er merkilegt hvað mér þykir samt vænt um Sundhöllina. Hún hefur öll minnkað, en er ennþá til- komumikil og forn. Ég synti fram og til baka, allnokkrum sinnum og ákvað svo að verðlauna mig með ferð í pottinn á austur svölunum. Klukkan rúmlega sjö á virkum morgni má búast við hámarks- kynjahalla í sundhöllinni. Það reyndist rétt þennan morguninn – með því að kasta snögglega tölu á viðstadda komst ég að því að fyr- ir hverja sundfataklædda konu á staðnum voru níu sundfataklædd- ir karlar. Meðalaldur á þessum tíma dags er líka nokkuð hár, lík- lega 68 ár. Í pottinum sátu þrír karl- ar og ein kona. Verið var að rífast um listamannalaun og úthlutun þeirra. Heitust var orðasennan milli 62 ára myndlistarmanns, sem nýtur velgengni og má að ósekju kalla þjóðargersemi, og jafnaldra hans sem er rafvirki, og örugg- lega ljómandi fær í sinni grein. Þriðji karlinn var einhverju eldri og greinilega með rafvirkjanum í liði en konan hlustaði, brosti af og til, en tók lítinn þátt í umræðunni. Hér eftir fer lítið leikrit sem ég hef skrifað eftir minni: Rafvirki: Af hverju ættu mín- ir skattpeningar að vera not- aðir til að borga einhverjum listamönnum? Ekki er ég með þessa list þeirra heima hjá mér. Listamaður: Tja, listin er nú víða. Rafvirki: Svo er þetta lið sem er að fá listamannalaunin meira og minna með hundrað milljónir í árslaun. Listamaður: Það er nú ekki rétt … Rafvirki: Ég skil ekki að þetta há- launafólk sé að taka við þessum þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði á meðan minna þekktir listamenn svelta. Væri ekki nær að borga þeim sem selja ekki neitt? Listamaður: Fyrstu tuttugu og fimm árin af mínum ferli lifði ég nú ekki af listinni. Ég þurfti að vinna aðra vinnu og not- aði frítímann í að mála, og borðaði hafragraut í flest mál. Rafvirki: Ég er bara orðinn þreyttur á að mínir skattpeningar séu not- aðir til að moka undir rassinn á fólki sem kemur mér ekkert við. Ég: (beini orðum til rafvirkj- ans): Finnst þér þá í lagi að þín- ir skattpeningar séu notaðir til að lækna krabbamein hjá litlu barni sem kemur þér ekkert við? Rafvirki: Já, það er annað sko … Listamaður: Það er auðvitað spurning um að skapa samfé- lag sem við getum sætt okkur við. Vinur rafvirkjans: (beinir orð- um sínum að konunni, sem er asísk): Hvað finnst þér um þetta elskan, láta menn svona í Kína? Konan: (brosir): Ég veit ekki, ég er bara að hlusta. Vinur rafvirkjans: Við verðum að standa saman minnihlutahóparn- ir. Þarna ákvað ég að anda djúpt þrisvar og koma mér upp úr. n „Klukkan rúmlega sjö á virkum morgni má búast við hámarkskynjahalla í sundhöllinni. Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Sunnudagur 1. febrúar 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Smælki (5:13) 07.04 Sara og önd (23:40) 07.11 Ljónið Urri (7:52) 07.22 Kioka (24:78) 07.29 Pósturinn Páll (8:14) 07.44 Róbert bangsi (3:26) 07.55 Vinabær Danna tígurs 08.06 Kúlugúbbarnir (23:26) 08.30 Tré-Fú Tom (13:13) 08.56 Um hvað snýst þetta allt? (52:52) 09.00 Disneystundin (4:52) 09.01 Gló magnaða (3:14) 09.23 Sígildar teiknimyndir 09.30 Fínni kostur (3:20) 09.53 Millý spyr (77:78) 10.00 Unnar og vinur (9:26) 10.25 Hraðfréttir e 10.45 Söngvakeppnin 2015 e (1:3) 12.30 Sjónvarpsleikhúsið e (Playhouse Presents) 13.00 HM-stofa 13.30 HM í handbolta karla (Bronsleikur) 15.20 Reykjavíkurleikarnir e (Samantekt) 15.45 HM-stofa 16.15 HM í handbolta karla (Úrslitaleikur) 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Stundin okkar 19.00 Fréttir 19.20 Íþróttir (13:104) 19.35 Veðurfréttir 19.40 Landinn (18) 20.10 Öldin hennar (5:52) 52 örþættir, sendir út á jafnmörgum vikum, um stóra og stefnumarkandi atburði sem tengjast sögu íslenskra kvenna og baráttu þeirra fyrir samfélagslegu jafnrétti. Þættirnir varpa ljósi á kvennapólitík í sínum víðasta skilningi. Leikstjórn: Hrafnhildur Gunnarsdóttir. 20.15 Erró í París Heimildar- mynd um listamanninn Erró. Fylgst er með honum að stöfum á vinnustofu sinni við undirbúning og uppsetn- ingu stórrar sýningar í höfuðstöðvum UNESCO síðastliðið vor. Dagskrár- gerð: Freyr Eyjólfsson og Nicos Argillet. 20.45 Erfingjarnir (5:7) (Arvingerne II) Dönsk þáttaröð um systkini sem þurfa að snúa bökum saman við rekstur ættaróðalsins. Reksturinn reynist snúinn því systkinin eru ólík og hvert um sig er með mörg járn í eldin- um. Í aðalhlutverkum: Trine Dyrholm, Jesper Christensen, Maria Bach Hansen og Carsten Björnlund. 21.45 HM-stofa 22.10 Kórónan hola (4:4) (The Hollow Crown) Vönduð þáttaröð byggð á leikritum Williams Shakespeare um bresku konungana Ríkharð II, Hinrik IV og Hinrik V. At- riði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna. 00.25 Thorne: Hræðslu- púki e (1:3) (Thorne: Scaredycat) Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 01.10 Útvarpsfréttir Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 10:35 Spænski boltinn (Real Madrid - Real Sociedad) 12:15 HM-þáttur 12:50 HM í handbolta 2015 (Ísland - Danmörk) 14:10 HM í handbolta 2015 (Þýskaland - Egypta- land) 15:30 NBA 16:00 FA Cup 2014/2015 (Liverpool - Bolton) 17:40 Ensku bikarmörkin 18:10 Spænski boltinn 14/15 (Real Madrid - Real Sociedad) 19:50 Spænski boltinn (Barcelona - Villarreal) 21:50 League Cup 2014/2015 (Chelsea - Liverpool) 23:30 NFL 2015 (Super BOWL XLIX) 08:20 Premier League (Sunderland - Burnley) 10:00 Premier League (Hull - Newcastle) 11:40 Premier League (Chelsea - Man. City) 13:20 Premier League (Arsenal - Aston Villa) 15:50 Premier League (Sout- hampton - Swansea) 18:00 Premier League (Arsenal - Aston Villa) 19:40 Premier League (Sout- hampton - Swansea) 21:20 Premier League (Liver- pool - West Ham) 23:00 Premier League (Stoke - QPR) 17:25 Strákarnir 17:50 Friends (1:24) 18:15 Mom (16:22) 18:40 Modern Family 19:05 Two and a Half Men (2:22) 19:30 Viltu vinna milljón? (4:30) 20:10 Suits (8:16) 20:55 The Following (3:15) 21:40 Believe (5:13) 22:25 Sisters (12:24) 23:10 Viltu vinna milljón? (4:30) 23:50 Suits (8:16) 00:35 Believe (5:13) 01:20 The Following (3:15) 02:05 Tónlistarmyndbönd frá Bravó 08:30 Spanglish 10:40 A Fish Called Wanda 12:25 Four Weddings And A Funeral 14:20 October Sky 16:05 Spanglish 18:15 A Fish Called Wanda 20:00 Four Weddings And A Funeral 22:00 Gravity 23:30 Alex Cross 01:10 The Mesmerist 02:40 Gravity 17:35 The Amazing Race (12:12) 18:15 Hot in Cleveland (2:22) 18:40 Last Man Standing (7:22) 19:00 Animals Guide to Survival (4:7) 19:45 Bob's Burgers (6:22) 20:05 American Dad (17:20) 20:30 Cleveland Show 4, The (8:23) 20:55 The League (10:13) 21:15 Fringe (10:13) 22:20 Saving Grace (2:19) 23:00 The Glades (9:13) 23:40 Vampire Diaries (5:22) 00:25 Animals Guide to Survival (4:7) 01:05 Bob's Burgers (6:22) 01:30 American Dad (17:20) 01:55 Cleveland Show 4, The (8:23) 02:15 The League (10:13) 02:40 Fringe (10:13) 06:00 Pepsi MAX tónlist 10:35 The Talk 11:20 The Talk 12:05 Dr. Phil 12:45 Dr. Phil 13:25 Dr. Phil 14:05 Cheers (13:22) 14:25 Bachelor Pad (2:7) 16:25 Hotel Hell (5:8) 17:15 Svali & Svavar (3:10) 17:50 The Biggest Loser - Ísland (2:11) 19:00 Catfish (6:12) Í sam- skiptum við ókunnuga á netinu er oft gott að hafa varann á vegna þess að fæstir eru í raun þeir sem þeir segjast vera. Þáttaröðin fjallar um menn sem afhjúpa slíka notendur. 19:50 Solsidan (1:10) Sænsku gleðigosarnir í Solsidan snúa aftur í fjórðu serí- unni af þessum spreng- hlægilegu þáttum sem fjalla um tannlækninn Alex og eiginkonu hans, atvinnulausu leikkon- una Önnu, sem flytja í sænska smábæinn Saltsjöbaden þar sem skrautlegir karatkerar leynast víða. 20:15 Scorpion (4:22) Sérvitur snillingur, Walter O‘Brien, setur saman teymi með öðrum yfirburðasnill- ingum sem hafa hvert sitt sérsvið. Hópurinn vinnur fyrir bandarísk yfirvöld og leysir óvenju flóknar ógnanir sem er ekki á færi annarra sérfræðinga að takast á við. 21:00 Law & Order (1:23) Spennandi þættir um störf lögreglu og saksóknara í New York borg. 21:45 The Affair 8,0 (9:10) Ung þjónustustúlka, Alison, og eiginmaður hennar Cole, berjast við ýmis vandamál í hjónabandinu í skugga harmleiks. Alison kynn- ist Noah, kennara og rit- höfundi, þar sem hann er í fríi með fjölskyldu sinni í heimabæ Alison. Fljótlega eiga þau í ástarsambandi sem fyrir hana er flótti frá erfiðleikum en fyrir hann spennandi ævintýri. 22:35 The Walking Dead 8,7 (5:16) Þættir sem hafa slegið öll fyrri áhorfsmet áskriftarstöðva í Banda- ríkjunum. Rick Grimes og félagar þurfa að glíma við uppvakninga utan- frá og svikara innanfrá í þessum hrollvekjandi þáttum sem eru alls ekki fyrir viðkvæma. 23:25 Hawaii Five-0 7,5 (9:25) Steve McGarrett og félagar handsama hættulega glæpamenn í skugga eldfjallanna á Hawaii í þessum vinsælu þáttum. 00:10 CSI (13:20) 00:55 Law & Order (1:23) 01:40 The Affair (9:10) 02:30 The Walking Dead (5:16) 03:20 Pepsi MAX tónlist 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:01 Strumparnir 07:25 Könnuðurinn Dóra 07:50 Latibær 08:00 Algjör Sveppi 08:05 Doddi litli og Eyrnastór 08:15 Víkingurinn Vic 08:30 Ævintýraferðin 08:40 Elías 08:50 Litlu Tommi og Jenni 09:10 Grallararnir 09:30 Ben 10 09:55 Villingarnir 10:20 Kalli kanína 10:30 Scooby-Doo! 11:10 Ninja-skjaldbökurnar 11:35 iCarly (10:45) 12:00 Nágrannar 12:20 Nágrannar 12:40 Nágrannar 13:00 Nágrannar 13:20 Nágrannar 13:45 Olive Kitteridge (4:4) 14:50 Eldhúsið hans Eyþórs (4:9) 15:20 Restaurant Startup (4:8) 16:05 Um land allt (10:18) 16:35 Dulda Ísland (5:8) 17:30 Eyjan (20:30) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (75:100) 19:10 Sjálfstætt fólk (16:20) 19:45 Ísland Got Talent (2:11) 20:45 Rizzoli & Isles 7,5 (11:18) Fimmta þáttaröðin um rann- sóknarlögreglukonuna Jane Rizzoli og lækninnn Mauru Isles sem eru afar ólíkar en góðar vinkonur sem leysa glæpi Boston- mafíunnar saman. Þær ólust upp við mjög ólíkar aðstæður sem hefur áhrif á störf þeirra og lífsviðhorf. Jane er eini kvenleynilögreglumað- urinn í morðdeild Boston og er hörð í horn að taka og mikill töffari. Maura er hins vegar afar róleg og líður best á rannsóknar- stofu sinni meðal þeirra látnu. Saman leysa þær hættulegar morðgátur í hverfum Boston. 21:30 Broadchurch 8,4 (3:8) Önnur þáttaröðin af þessum magnþrungnu spennuþáttum þar sem fylgst er með störfum rannsóknarlögreglufull- trúanna Alec Hardy og Ellie Miller en í byrjun tökum við upp þráðinn þar sem frá var horfið í síðustu þáttaröð. Margt kemur á óvart þegar ný gögn koma í ljós í Sand- brook málinu og fleiri leyndarmál koma uppá yfirborðið í þessum annars friðsæla bæ. 22:20 Banshee (4:10) Þriðja þáttaröðin um hörkutólið Lucas Hood sem er lögreglustjóri í smábænum Banshee. 23:15 60 mínútur (18:53) 00:00 Eyjan (20:30) 00:45 Daily Show: Global Edition (3:41) 01:10 Peaky Blinders 2 (1:6) 02:10 Rush (10:10) 02:55 Looking (3:10) 03:25 Boardwalk Empire (3:8) 04:20 Rumor Has It 05:55 Looking (3:10) Leikþáttur í heita pottinum Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Helgarpistill

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.