Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 37
Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 2015 Fólk Viðtal 37
sé til staðar, allt til enda: „Einstak-
lingurinn þarf á öllum stigum að
hafa frumkvæði og það er höfuð-
regla hjá samtökunum að ýta aldrei
á ferlið. Svör eru veitt hratt og vel,
en það er ekki ýtt á eftir neinu sem
krafist er af þeim sem sækir um
þjónustuna. Margir hætta við á
miðri leið – eða deyja áður en þeir
ná að þiggja þjónustuna. Fyrir þá er
samt mikilvægt að hafa valið.“
Umsóknarferlið um sjálfsvíg
með stuðningi er alls ekki einfalt.
Sylviane segir að fyrst sé nauðsyn-
legt að ganga í samtökin, en það
er forsenda þess að geta sótt um
þjónustuna sem þau bjóða. „Ef
þú ákveður að sækja um sjálfs-
víg með stuðningi þarftu að skrifa
bréf þar sem þú útskýrir vand-
lega hvers vegna þú vilt deyja, þú
þarft að safna gögnum frá læknum
og rannsóknarniðurstöðum sem
sýna nákvæmlega hver staða sjúk-
dóms þíns er og hvað hefur verið
reynt til að bjarga lífi þínu. Gögn-
in eru öll skoðuð af teymi sem
samþykkir umsóknina eða hafn-
ar henni. Ef umsóknin er sam-
þykkt er það svo algjörlega í þínum
höndum að ákveða hvenær þú tek-
ur næsta skref. Þú getur ákveðið að
fara daginn eftir eða miklu seinna.
Læknisfræðilegu gögnin gilda í
sex mánuði frá því að umsóknin er
samþykkt.“ Sylviane segir að ferlið
feli í sér talsverðan kostnað en veit
þó til þess að samtökin veiti fólki
sem hefur minna á milli handanna
góðan afslátt.
Aðspurð hvort henni finnist vera
siðferðilegur munur á líknardrápi,
þar sem heilbrigðisstarfsmaður er
virkur í dauðaferlinu, og sjálfsvígi
með aðstoð segir Sylviane að það
þurfi að meta hvert tilfelli fyrir sig:
„Mér finnst ekki hægt að vera með
ákveðna skoðun á því hvort önnur
aðferðin sé réttari.“
Steinar kaus sjálfsvíg
Í fyrra framdi Steinar Péturs-
son, eiginmaður Sylviane, sjálfs-
víg með aðstoð svissnesku sam-
takanna Dignitas. Hann var langt
leiddur af alvarlegu krabbameini
og kaus sjálfur líknardauða, í sam-
ráði við fjölskyldu sína. Steinar
hafði greinst 2012 með alvarlega
tegund af krabbameini í heila. Við
greiningu fékk fjölskyldan að vita
að hann ætti að hámarki fimmt-
án mánuði ólifaða. Steinar gekkst
undir skurðaðgerð ásamt lyfja- og
geislameðferð til að reyna að ráða
niðurlögum sjúkdómsins. Þegar
ljóst var að hann væri með ban-
vænan sjúkdóm ræddi hann við
fjölskylduna um möguleikann á að
hann stýrði andláti sínu sjálfur og
því má segja að undirbúningurinn
hafi hafist strax við greiningu sjúk-
dómsins.
Erfitt ferðalag til Sviss
Í lok janúar 2013 kom reiðarslagið.
Sjúkdómur Steinars hafði dreift sér
um líkamann og ljóst var að frekari
meðferð mundi ekki gagnast til að
lengja líf hans. Að svo búnu ákvað
hann með samþykki fjölskyldunn-
ar að hrinda af stað umsóknarferl-
inu hjá Dignitas og undirbúa
hinstu ferð sína til Sviss. Ferlið tók
mánuð og þegar svarið barst vildi
Steinar leggja strax af stað. Stein-
ar notaði síðustu dagana á Íslandi
til að kveðja vini og ættingja, en
á þessum tíma var hann orðinn
mjög veikburða. Sylviane segist
ekki skilja hvernig hann þoldi ell-
efu tíma ferðalag til Sviss – þar með
talið millilendingu og bið í Kaup-
mannahöfn: „Það var eins og hann
hefði fengið einhvern aukakraft
á síðustu metrunum. Hann vildi
komast til Sviss til að geta sjálfur
ráðið endalokunum.“
Hlýja og stuðningur
Sjálfsvígið sjálft fór fram í snotru
einbýlishúsi en fjölskyldan dvaldi
fyrstu nóttina á hóteli í grenndinni.
Að sögn Sylviane var greinilegt að
fólk á hótelinu var vant að fá gesti
sem komnir voru í þessum tilgangi:
„Þau voru tillitssöm og spurðu ekki
að neinu.“
Læknir heimsótti Steinar á hót-
elið til að fara aftur yfir allar upp-
lýsingar og ganga úr skugga um
að þetta væri einlægur vilji hans.
Þegar síðasti dagur Steinars rann
upp fór fjölskyldan saman í ein-
býlishúsið. Þar tók eldra par á móti
þeim, starfsfólk Dignitas: „Þau
voru hlý og yndisleg og sýndu okk-
ur mikinn stuðning. Þau voru með
okkur allan tímann í herberginu
þar sem Steinar dó, en héldu sig til
hlés.“ Þetta er gert til að það sé ör-
uggt að sá sem þjónustuna þiggur
sé ekki undir pressu, og drekki hinn
banvæna vökva sjálfur.
„Þegar við komum í húsið var
eins og Steinar væri kominn í para-
dís. Það var mikill friður yfir honum
og greinilegt að hann var fullkom-
lega sáttur. Hann stýrði öllu ferlinu
alveg þar til hann sofnaði.“ Stein-
ar drakk vökvann og féll í djúpan
svefn, skömmu síðar hætti hjarta
hans að slá. Eftir þetta var hann
fluttur á annan stað, þar sem fjöl-
skyldan fékk að sjá hann aftur. Lík-
ami Steinars var svo brenndur í
Sviss og fjölskyldan flaug heim með
duftkerið.
Þegar heim var komið hélt fjöl-
skyldan veislu fyrir vini og vanda-
menn, að beiðni Steinars: „Hann
undirbjó allt áður en hann dó.
Hann vildi ekki erfidrykkju, held-
ur partí. Hann skrifaði boðskort til
allra og útbjó fjögurra tíma laga-
lista og myndasýningu fyrir tilefnið.
Hann vildi að við kæmum saman til
að gleðjast honum til heiðurs í stað
þess að einblína á sorgina.“ n
Aðstoð við sjálfsvíg
Svissnesku samtökin Dignitas bjóða slíka þjónustu
Samtökin Dignitas hafa starfað í Sviss síðan 1998. Hæstiréttur Sviss hefur viðurkennt
að mannréttindi felist í rétti einstaklinga til að taka ákvörðun um eigin dauðdaga, en að
auki starfa samtökin samkvæmt 8. grein Evrópusamnings um verndun mannréttinda
og mannfrelsis, en hún fjallar um friðhelgi einkalífs. Samtökin þjónusta ekki einungis
Svisslendinga, heldur koma skjólstæðingar þeirra víða að. Dignitas býður upp á sjálfsvíg
með aðstoð. Lykilatriði er að skjólstæðingurinn geti sjálfur drukkið mixtúru sem inni-
heldur banvænt lyf. Ekki er um að ræða líknardráp þar sem annar einstaklingur sprautar
lyfi í æð þess sem óskar þess að deyja. Sjálfsvígið sjálft fer fram í húsnæði samtakanna í
Sviss. Séu ættingjar viðstaddir fá þeir að dvelja með látna einstaklingnum í góða stund
eftir andlátið en eftir það ber starfsmönnum Dignitas skylda að kalla til lögreglu eins og
um „venjulegt“ sjálfsvíg væri að ræða.
Sjálfsvíg með stuðningi
„Þegar við kom-
um í húsið var eins
og Steinar væri kominn í
paradís. Það var svo mik-
ill friður yfir honum og
greinilegt að hann var
fullkomlega sáttur. Hann
stýrði öllu ferlinu alveg
þar til hann sofnaði.
Berst fyrir mannréttindum
Sylviane hefur tekið þátt í þjóð-
félagsumræðu síðustu áratuga.
Myndir ÞorMar Vignir gunnarSSon
Kvaddi eiginmanninn í Sviss Steinar, eiginmaður Sylviane, tók ákvörðun um eigin lífslok.
umræðan mikilvæg Að mati Sylviane þarf þjóðin að eiga samtal um ákvörðunarrétt einstaklings um lífslok.