Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 34
Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 201534 Fólk Viðtal ögn afbrýðisamur, þótt hann fari kannski vel með það,“ segir Bryn- dís, meira í gríni en alvöru. „Í gamla daga átti ég stundum erfitt með að sætta mig við að Jón Baldvin var alltaf umsetinn konum. Nú hef ég meira sjálfstraust. Ég hafði ekki mikið sjálfstraust þegar ég var yngri. Afbrýðisemin spratt af því ég hafði ekki trú á sjálfri mér. Þegar við fórum í partí þá lét hann gamminn geisa meðan ég sat og fannst ég vera utangátta. Hann talaði við konur sem voru á kafi í pólitíkinni eins og hann. Ég átti voða bágt á tímabili.“ Gott teymi Blaðamaður á erfitt með að trúa að þessi hreinskipta kona sem situr fyr- ir framan hann, tignarleg og bein í baki, uppfull af sjálfstrausti, að því er virðist, hafi einhvern tíma verið óörugg með sjálfa sig. En þannig var það nú samt. Bryndís segir þetta hafa breyst hægt og rólega enda hafi þau Jón Baldvin alltaf verið svo gott teymi, og bætt hvort annað upp. Það hafi komið mjög skýrt í ljós þegar hann tók við sem formaður Alþýðuflokks- ins. „Ég þurfti að vera með honum í öllu. Við vorum eiginlega bæði tvö í þessu og fólk segir mér það núna eftir á að það hafi skipt miklu máli að ég var við hlið hans.“ En Bryn- dís tók að sér að sjá um mýkri hlið- ar formannsstarfsins, sýndi fólkinu í kringum þau að það skipti máli með hlýlegri nærveru, notalegu spjalli og faðmlögum þegar það átti við. „Þessi þráður á milli okkar Jóns hefur alltaf haldist og það hefur ver- ið okkar lán. Lífið er svo sannar- lega ekki alltaf dans á rósum. Það skiptast á skin og skúrir og þegar upp koma erfið augnablik í lífinu þá er svo gott að vera ekki einn,“ segir hún einlæg, en það er óhætt að segja að fjölskyldan hafi fengið sinn skerf af mótbyr á síðustu árum. Bryndís segir það frekar hafa styrkt samband þeirra en nokkuð annað. Dótturmissirinn breytti lífs- viðhorfinu Stóra höggið kom í janúar 2013, þegar Snæfríður, dóttir þeirra, lést skyndilega. Bryndís hefur unnið úr sorginni með eiginmann sinn sér við hlið og segir það hafa skipt öllu máli að hafa haft styrk af honum. Hún nýtti sér ekki áfallahjálp, sál- fræðinga eða lyfjagjöf – bara ein- lægar samverustundir í minningu Snæfríðar með fjölskyldu og vinum. „Ég er farin að reyna að lítum björt- um augum á framtíðina núna. Þetta er svo mikið óréttlæti því börnin eru framlenging af manni sjálfum og þau eiga að lifa lengur.“ Það tekur á Bryndísi að ræða fráfall dóttur sinn- ar og augu hennar fyllast af tárum. Hún lítur undan og gefur sér smá tíma áður en hún heldur áfram. „Það dó eitthvað inni í mér þegar ég missti Snæfríði, en ég er dæmd til að lifa, þó ekki nema fyrir hana Mörtu okkar, einkadóttur Snæfríð- ar. Þetta er alveg óskiljanlegt og breytti öllu mínu lífsviðhorfi. Ég missti trúna að miklu leyti. Finnst ég hafa verið svikin í tryggðum.“ Bryn- dís reynir hvað hún getur að sjá til- gang með dótturmissinum, að finna einhverja réttlætingu á því að Snæ- fríður hafi þurft að deyja svona ung. „Ég fór fyrst að gröfinni um daginn, þegar það voru komin tvö ár, enda trúi ég ekki að hún sé þar. En leg- steinninn er fallegur og við áttum ljúfa stund með vinkonum hennar.“ Gott að komast frá Íslandi Það skipti miklu máli fyrir Bryn- dísi þegar hún var að takast á við sorgina í upphafi, að komast í ann- að umhverfi. Fara burt frá Íslandi. En þau hjónin voru í útlöndum næstum allt árið eftir að Snæfríður lést, meðal annars í Vilníus, höfuð- borg Litháen, þar sem Jón Baldvin er heiðurborgari, en í tíð hans sem utanríkisráðherra var Ísland fyrst þjóða til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. „Hann gantast stundum með það hvaða forréttindi fylgi vegsemdinni. Engir skattar, frítt í strætó og ókeypis grafreitur, þegar þar að kemur. Hann kenndi þar við háskólann og síðar við há- skólann í Tartu, Eistlandi.“ Svo eiga þau sér athvarf í Andalúsíu, nánar tiltekið í Salobrena, litlu þorpi uppi á kletti við hafið. Húsið keyptu þau fyrir lok ársins 2007. Fyrst Bryndís var loks- ins búin að ná tökum á spænsk- unni vildi hún ólm eignast afdrep á Spáni. Og eftir að hafa fylgt eig- inmanni sínum í utanríkisþjónust- unni á annan áratug þótti henni það ekki beinlínis heillandi tilhugs- un að loka sig af í afdal á Íslandi. „Við vissum að það var allt að fara til fjandans hérna heima og við átt- um smá pening í banka sem dugði fyrir þessu húsi,“ segir Bryndís og hlær. „Þetta er svipað og að búa í Mosó, eins og við gerum á Íslandi. Í nábýli við menningarborgina Reykjavík, sem óneitanlega hefur upp á margt að bjóða, en samt utan við hana í friðsæld Reykjadalsins. Eins er það með Salobrena. Þetta er lítið þorp í námunda við þrjár sögufrægar borgir, sem líka hafa upp á margt að bjóða – Granada, Malaga, Córdoba,“ segir Bryndís, en þau hjónin dvelja um helming af ár- inu á Spáni. Gat ekki um frjálst höfuð strokið Bryndís áttaði sig ekki á því fyrr en hún varð sendiherrafrú í Was- hington hve hún var í raun ófrjáls á Íslandi. „Í pólitíkinni fær mað- ur ekki um frjálst höfuð strokið og er stöðugt undir smásjá fjölmiðla og almenningsálits, en ég áttaði mig ekki á þessu til fulls fyrr en ég var komin út. Ég mátti ekki hreyfa mig án þess að um það væri rætt og þegar strætó keyrði framhjá húsinu okkar á Vesturgötu þá hægði hann alltaf á sér til að fólk gæti kíkt inn um eldhúsgluggana hjá okkur. Ein- hvern tíma varð mér það á að biðja ráðherrabílstjóra Jóns Baldvins að koma við í Fiskbúð Hafliða, þar sem ég átti pantaðan fisk í kvöldmatinn. Þetta kallaði á fyrirsagnir í blöðum um forréttindafrú og pólitíska spill- ingu. Stundum átti rætnin sér engin takmörk.“ Áreitið hafði þróast hægt og ró- lega og var orðið eðlilegur hluti af lífi þeirra hjóna. „Mig grunaði þó aldrei að fólk væri illgjarnt eða vildi eyði- leggja mig. Ég fann í raun aldrei fyrir áreitinu fyrr en það allt í einu hætti þegar við komum út. Hvílíkur léttir,“ segir Bryndís og slær sér á lær, eins og til að leggja áherslu á mál sitt. Svo mikið var hún frelsinu fegin. Sló í gegn sem listakokkur Í Bandaríkjunum vissi enginn hver Bryndís var og hún gat farið óá- reitt inn í verslun og keypt sér kjól án þess að það væri á allra vörum. „Mér fannst ég allt í einu svo frjáls og gat farið að klæða mig og hegða mér eins og ég vildi. Á Íslandi var ég iðulega valin verst klædda konan, af því ég gekk ekki í fötum frá Boss, Armani, eða hvað þetta heitir nú allt saman.“ Í Washington datt Bryndís þó fljótlega inn í iðandi menningarlíf í tengslum við sendiráðið og fljót- lega varð sendiráð Íslands orðið það þriðja vinsælasta í Washington, samkvæmt skoðanakönnunum. „Ég þurfti sjálf að sjá um að elda í veislunum, en ég hafði ekki einu sinni svuntu með mér út. Ég hélt að þetta væri svo fínt starf að vera sendiherrafrú, að það hvarflaði ekki að mér að ég þyrfti að elda. En svo reyndist ég bara vera listakokk- ur – að annarra sögn – og fékk mik- ið hrós fyrir. Má ég ekki bara monta mig af þessu núna?“ spyr hún kankvíslega. Aldursfordómar á Íslandi Þrátt fyrir mörg ár að baki þá segist Bryndís lítið finna fyrir aldrinum, enda er hún heilsuhraust. Hún er þó ekki daglega í ræktinni og kann ekki neina lífstílsformúlu til að miðla öðrum. „Ekkert af þessu,“ seg- ir hún og bandar frá sér hendinni. „Gönguferðir í náttúrunni og sund já, en ég verð að viðurkenna að ég stunda miklu meiri útivist og göng- ur í þorpinu mínu suður frá, heldur en hérna heima.“ Það er þó einna helst á Íslandi sem hún áttar sig á hvað hún er orðin gömul. „Maður er eigin- lega útskúfaður úr þjóðfélaginu, flokkaður sem óvinnufær stofn- anamatur upp á náð og miskunn annarra. Maður má varla hafa skoðanir, má ekki einu sinni sækja um starf. Á þessum aldri hefur fólk mikla reynslu og þekkingu en má ekki miðla þessari þekkingu. Þvílík- ir fordómar.“ Bryndísi finnst þetta til skammar og segist finna mun minna fyrir þessum aldursfordóm- um annars staðar í heiminum. Hættir ekki að fara á barinn Hún heldur sér ungri með ýms- um hætti, en þó aðallega með því að halda sínu striki. „Maður verð- ur að hafa gaman af því að lifa og vera forvitinn. Ég má ekki missa af neinu,“ segir hún hlæjandi. En það er svo sannarlega nóg að gera hjá Bryndísi. Þau hjónin stunda menn- ingarlífið af áhuga, sækja leikhús, tónleika og listsýningar, taka á móti gestum, halda miklar veislur og kíkja á barina. „Ég ætla sko ekki að hætta að fara á barinn. Ef ég flytti til Reykjavíkur þá væri ég örugglega alltaf á börunum,“ segir Bryndís og skellir upp úr. „Mér finnst það vera sjálfsagður hluti af hversdagslíf- inu, sérstaklega eftir að hafa van- ist því sem ómissandi þætti daglegs lífs. Maður er manns gaman, er það ekki?“ Aðskilnaður skerpir ástina Eins og komið hefur fram eru Bryn- dís og Jón Baldvin miklir vinir og hafa haldið neistanum í hjónabandi sínu í yfir fimmtíu ár. En hver er lyk- illinn að svo farsælu hjónabandi? „Við höfum löngum stundum verið aðskilin, eins og öll þessi sumur sem ég var að vinna erlendis. Aðskiln- aður vekur söknuðinn og skerpir ástina. Þá kviknar þessi neisti alltaf aftur. Svo er ekki gott fyrir konu að verða háð manni sínum, hvorki fjár- hagslega né á annan hátt. Hún verð- ur að vera sjálfstæð og hafa rými til að fara sínu fram. Karlmanninum finnst það alveg jafn óþægilegt og konunni ef hún hangir alltaf utan í honum.“ Bryndís segir þó ýmislegt hafa breyst í samskiptum þeirra, frá því þau hættu að fara annað til vinnu á degi hverjum og fóru að verja tím- anum saman á annan hátt. „Ég var til dæmis vön að stjórna öllu innan- húss, smáu sem stóru, frá viðhaldi og viðgerðum að matseld og öðru þess háttar. En allt í einu finnst Jóni Baldvini orðið gaman að elda og þá reyni ég að forða mér. Hann er svona maður sem fer nákvæmlega eftir uppskriftinni en ég er meira fyrir að spila af fingrum fram – og þannig er það líka með okkur í lífinu sjálfu.“ Einkaritari eiginmannsins Þá er Bryndís sjálfskipaður einkarit- ari eiginmanns síns, enda kann hann, að hennar sögn, ekki á lykla- borðið á tölvunni. Hún segir hann ekki hafa vélritað sjálfur síðan hann fékk fyrst einkaritara þegar hann var skólameistari á Ísafirði. „Hann hafði einkaritara í öllum sínum störfum eftir það svo hann hefur al- veg gleymt því hvernig á að vélrita. Hann getur því ekki komið frá sér bréfi nema ég sé á staðnum.“Bryn- dísi leiðist fyrkomulagið þó ekki neitt. Þetta eru þeirra stundir saman og samvinnan endurspegl- ar hve vel þau virka saman sem ein heild. Hún viðurkennir að þau séu í raun enn sömu ástföngnu ung- lingarnir og þau voru fyrir tæpum 60 árum. „Á endanum er það ástin sem skiptir öllu máli, að lifa með og fyrir einhvern, það kemur ekkert í staðinn fyrir það,“ segir Bryndís í einlægni að lokum. Og við tek- ur myndataka, þar sem hún vill að hatturinn fái að njóta sín. Sem vísun í forsíðu Vikunnar frá árinu 1956, fyrstu stóru myndina af henni á opinberum vettvangi. n Dótturmissirinn mikið högg Bryndís segir lífsviðhorf hennar hafa breyst eftir að Snæfríður, dóttir hennar, lést skyndilega fyrir tveimur árum. MynD SiGtryGGur Ari „Í gamla daga átti ég stundum erfitt með að sætta mig við að Jón Baldvin var alltaf um- setinn konum. Nú hef ég meira sjálfstraust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.