Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 26
Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 201526 Umræða
Lögreglustöðin
grýtt og bílum hvolft
M
örgum finnst nóg um
sprengingar, ærsl og læti á
gamlárskvöld nú til dags.
Þau ólæti eru þó ekkert í
líkingu við það sem tíðk-
aðist í höfuðstaðnum á fyrri hluta
síðustu aldar. Snemma varð siður
í Reykjavík eftir klukkan 21.00 á
gamlárskvöld að fólk safnaðist saman
í götum bæjarins til að kasta skot-
eldum, kínverjum og púðursprengj-
um. Árið 1924 keyrðu sprengingar í
Austurstræti svo fram úr hófi að stór-
ar rúður í búðargluggum sprungu.
Sama kvöld kviknaði í húsi við Banka-
stræti er sprengju var kastað þar inn
um glugga og þá missti maður sjón
á öðru auga er sprengju var fleygt að
honum. Á gamlárskvöld 1925 hófst
sá ljóti ósiður að hvolfa bifreiðum, en
það kvöld voru fjórar aldraðar konur í
bifreið á Bókhlöðustíg á leið til aftan-
söngs í Dómkirkjunni er „óspektar-
mönnum“ tókst að stöðva bifreiðina
og velta henni út á hlið. Hugðust þeir
því næst velta henni niður brekkuna.
Lögreglu tókst að afstýra þessu með
því að „berja óspektarmennina með
kylfum“ eins og segir í frásögn Erlings
Pálssonar yfirlögregluþjóns af þess-
um atburði í Vísi.
Óspektir voru með svipuðu sniði
næstu árin, en á gamlárskvöld 1935
var óvenju mikið ölæði í bænum.
Unglingar reyndu víða að kveikja bál
úr kassarusli, en einnig var gerð til-
raun til að bera eld að jólatré Hjálp-
ræðishersins á Austurvelli. Fór svo að
lögregla fjarlægði tréð. Unglingspilt-
ar brugðu þá á það ráð að sækja grjót
niður í fjöru og hófu að grýta lög-
reglustöðina. Brotnuðu alls sex rúð-
ur í húsinu. Árið eftir varð íkveikju-
æði í bænum á gamlárskvöld og víða
lá við stórtjóni. Þá var veist að lög-
reglumanni með eggvopni og hann
sviptur klæðum. Aðsúgur var gerður
að fleiri lögreglumönnum og reynt að
kveikja í búningum þeirra.
Bareflum beitt og grjóti kastað
Árið 1943 var lögreglu nóg boðið og
efndi hinn 28 ára gamli lögreglu-
stjóri, Agnar Kofoed-Hansen, til
blaðamannafundar fyrir gamlársdag
þar sem birt var skýrsla Erlings Páls-
sonar yfirlögregluþjóns um skrílslæti
á gamlárskvöldum fyrri ára. Agnar
nefndi á fundinum að venjulega færu
óspektirnar fram með þeim hætti að
óróaseggir söfnuðust saman á götu-
hornum og hæfu „óp og ergilæti“.
Fólk safnaðist þá saman og héldi
að eitthvað væri um að vera. „Síðan
teymdu strákapésarnir allan múginn
á eftir sér,“ eins og það var orðað. For-
eldrum var ráðlagt að halda börnum
sínum innandyra „ef hægt væri“ og
fullorðið fólk sem vildi forðast rysk-
ingar var hvatt til að vera ekki á ferli
í miðbænum.
Í skýrslu yfirlögregluþjóns voru
ýmsir atburðir fyrri gamlárskvölda
rifjaðir upp. Búðargluggar höfðu
verið brotnir, kveikt í klæðum stúlku,
bifreiðum með farþegum velt og
brotnar í þeim rúður. Eitt sinn var
bifreið borin úr Veltusundi niður á
hafnarbakka og átti að kasta henni
í sjóinn með bílstjóranum í, en lög-
reglu tókst að afstýra því. Þá hafði
lögregla lent í bardögum við flokka
óspektarmanna, sem beitt höfðu
bareflum og grjóti og hér er að-
eins fátt eitt nefnt úr upptaln-
ingu yfirlögregluþjónsins.
Látlaus ófriður alla nóttina
Meiri róstur urðu á gamlárs-
kvöld 1946, en árin á undan.
En frá klukkan 20.00 að kvöldi
gamlársdags og fram til klukk-
an 3.30 á nýársmorgun átti
lögregla í látlausum ófriði við
„götulýðinn“ eins og það var
orðað í fréttum. Ólætin hófust
snemma kvölds með því að
mannfjöldi safnaðist saman í
Austurstræti og Pósthússtræti. Urðu
þar sprengingar og „alls konar ólæti“.
Víða var kveikt í rusli og öðru sem
logað gat og við hús Fiskifélagsins við
Ingólfsstræti (nú Hótel Arnarhvoll)
var kveikt mikið bál. Atlögur voru
gerðar að jólatrénu á Austurvelli og
víðar reynt að kveikja elda.
Hús Búnaðarbankans í Austur-
stræti var þá í byggingu og vinnu-
pallar utan á húsinu. Nokkrir drengir
klifruðu upp pallana og þrír lög-
reglumenn á eftir. Einum drengj-
anna tókst að komast alla leið upp á
þak, en var þar handsamaður af lög-
reglu, sem batt hann í kaðal og lét
renna honum þannig niður með hlið
hússins. Er hann var kominn til móts
við neðsta vinnupallinn skar einhver
á kaðalinn og reyndi drengurinn að
forða sér, en lögregla náði honum
brátt. Mannfjöldinn æstist við þetta
og réðst á lögreglumennina sem
höfðu handsamað drenginn. Beitti
lögregla kylfum á mannfjöldann og
tókst að flytja drenginn á lögreglu-
stöðina.
Svæði fyrir framan lögreglu-
stöðina hafði verið afmarkað með
kaðli, en um miðnætti var skorið á
kaðalinn og í kjölfarið ráðist með
grjótkasti á stöðina og brotnuðu alls
átta rúður í húsinu. Einnig var kraft-
miklum sprengjum fleygt að stöð-
inni. Víða var rusli kastað í bíla þessa
nótt og gerð tilraun til að hvolfa
nokkrum. Sömuleiðis var reynt að
kveikja í bílum með því að setja
sprengjur við bensíngeyminn. Lög-
reglu tókst þó að afstýra þessu. Þegar
klukkan var farin að ganga fjögur
um nóttina urðu mikil átök fyrir
aftan verslunina Vísi á Laugavegi,
en þar hafði verið kveikt heilmikið
bál. Margir menn komu á lögreglu-
stöðina og lögðu fram kærur vegna
áverka af völdum lögreglu þessa
nótt, en í nokkur skipti var kylfum
beitt. Kjallari lögreglustöðvarinn-
ar var eins og gefur að skilja yfir-
fullur þessa nótt „af drukknum óróa-
seggjum“.
„Skemmdarfísn og skrílsæði“
Ekki tók betra við að ári og þóttu
orðin „skemmdarfísn [sic] og
skrílsæði“, lýsa vel gamlárskvöldi
1947. Er talið að það kvöld hafi um
eitt þúsund manns verið á ferli í mið-
bænum. Það kvöld var sprengjum
varpað á Hótel Borg og margar rúður
sprungu í veitingasalnum. Bílum var
hvolft að vanda og tilraunir gerðar til
að stöðva umferð með því að bera
rusl og tunnur út á götur. Sagt var
að hópar manna hafi farið um með
„öskrum og óhljóðum“ og jafnvel
reynt að trufla guðþjónustu í Dóm-
kirkjunni, auk þess sem rúða sprakk
í kirkjunni er kínverja var kastað að
henni. Þá var flugeldum skotið að
mannfjölda og reynt að kveikja í skúr
við olíuport Shell þar sem geymt var
sprengiefni. Mikil mildi var að það
tókst ekki.
Þrír lögreglumenn slösuðust
þetta kvöld, þar af var einn lam-
inn í höfuðið með barefli og annar
lenti í þvögu og var „keyrður undir
af mannfjöldanum“ eins og það
var orðað. Lögreglan sprautaði
vatni til að dreifa fólki og þótti það
gefast vel. Sigurjón Sigurðsson lög-
reglustjóri sagði við blaðamenn
af þessu tilefni að lögregla hefði
þrátt fyrir mikil skrílslæti haft yfir-
höndina og hygðist hann gera tillög-
ur sem myndu miða að því að koma
í veg fyrir ámóta ærsl á gamlárskvöld
framvegis.
Ró færist yfir
Segja má að Sigurjóni lögreglustjóra
hafi tekist að ná tökum á ástandinu
og árið eftir var gamlárskvöld í
Reykjavík „með kyrrara móti“ sam-
kvæmt fréttum Vísis, en „aðeins“
voru um 30 til 40 handteknir. Helst
bar til tíðinda að stór sprengja var
sprengd í ljósstaur við Alþingishús-
ið um klukkan 22.00, en líklega var
þar um dýnamítsprengju að ræða.
Brot úr staurnum þeyttust í allar átt-
ir og brotnuðu rúður í Alþingishús-
inu. Fólksbifreið átti leið hjá á sama
andartaki og komu í hana fjögur
göt og hlutu tveir farþegar hennar
áverka.
Fyrir gamlárskvöld þetta ár hafði
lögreglustjóri bannað framleiðslu
og sölu sprengiefna til að sporna við
óspektum. Í staðinn reyndu menn
víða að kveikja í rusli og öðru efni hér
og þar í húsagörðum í miðbænum.
Lögreglu tókst að mestu af afstýra
slíkum brennum þetta kvöld og kom
einnig í veg fyrir að bílum væri velt,
eins og svo mjög hafði verið í tísku
árin á undan.
Þegar komið var fram á sjötta ára-
tuginn varð enn rólegra á gamlárs-
kvöld. Þess er getið í fréttum Vísis í
ársbyrjun 1955 að gamlárskvöld hafi
verið „mjög rólegt að þessu sinni og
ölvun lítil á almannafæri“. Á næstu
árum var ekki mikið um óspektir á
gamlárskvöld og 1966 var þess getið
í blaðagrein að nú væri liðin tíð „að
börn og unglingar höfuðborgarinnar
hópuðust saman í miðborginni og
skemmtu sér við að skemma eignir
borgaranna og gera aðsúg að lög-
reglunni“. Síðan þá hefur þjóðin líka
setið við sjónvarpstækin á gamlárs-
kvöld, haldið á skipulegar brennur
og sprengt flugelda við heimili sín.
Ólæti gamlárskvölda seinni ára eru
ekkert í líkingu við það sem áður
þekktist. Sem betur fer. n
Björn Jón Bragason
bjornjon@dv.is
Fréttir úr fortíð Mynd LögRegLan