Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 10
Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 201510 Fréttir Hannes smárason og gleymskunnar dá n Farið fram á allt að þriggja ára fangelsisdóm vegna 2,8 milljarða fjárdráttar n Stjórn FL Group var ókunnugt um millifærsluna n Verjandinn krefst sýknu É g man það ekki. Það er ekki hægt að ætlast til þess að ég muni vel það sem gerðist fyrir 10 árum. Ég kannast ekkert við þessi viðskipti. Ég man ekkert eftir þessari undirritun. Ég man það ekki en hafi ég sagt það í skýrslutöku hjá lögreglu hlýtur þetta að standa. En jú, ætli ég verði ekki að kannast við að þetta sé mín undirritun.“ Svör á þessa leið mátti heyra daglangt í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn miðviku- dag. Til aðalmeðferðar var mál ákæruvaldsins gegn Hannesi Smára- syni, fyrrverandi stjórnarformanni og forstjóra FL Group. Honum er gefið að sök að hafa dregið sér um 2,8 milljarða króna af reikningi FL Group í apríl 2005 sem notaðir voru til að taka þátt í kaupum Pálma Har- aldssonar og Fons, eignarhaldsfélags hans, á danska flugfélaginu Sterling. Saksóknari telur hafið yfir skynsam- legan vafa að Hannes sé sekur og fer fram á tveggja til þriggja ára fangelsi. Hannes neitar sök. Þetta er mál sérstaks saksóknara gegn „útrásarvíkingi“. Duga gögnin til sakfellingar? Hvaðan kom hugmyndin um að kaupa Sterling flugfélagið? Frá KB banka eins og flest annað, sagði Pálmi Haraldsson pirraður í vitna- stúku og vandaði bankanum ekki kveðjurnar. Kvaðst hann enn í dag glíma við þann banka. „Ég set spurn- ingar við allt sem kom frá þeim banka.“ Reyndar er Pálmi erlend- is og svaraði spurningum Finns Vil- hjálmssonar sækjanda í síma eins og fleiri. Það hafa einmitt orðið örlög margra útrásarvíkinga eftir hrunið 2008, að setjast að erlendis. Athyglisvert er að Gunnar Sturlu- son, sem annaðist fjárfestingar á vegum Hannesar á þessum tíma, bar KB banka einnig illa söguna í vitna- stúku. „Það var ergjandi staðreynd að skjalagerð í bankanum var ábóta- vant.“ FL Group var ekkert smáfyrirtæki árið 2005; rekstrar- og fjárfestingar- félag sem átti og rak meðal annars Icelandair og stundaði stórfelldar fjárfestingar, hér á landi sem erlend- is. Í apríl 2005 var Hannes stjórn- arformaður FL Group. Pálmi Har- aldsson var aðaleigandi Fons. Pálmi sagði fyrir réttinum að á þeim tíma hefðu þeir Hannes lítið þekkst. Hinn 25. apríl þetta ár voru nær 2,8 milljarðar króna millifærðir af reikningi FL Group inn á sérstak- an reikning KB banka í Lúxemborg. Ljóst er að þetta var gert án vitund- ar og samþykkis stjórnar FL Group. Það átti eftir að draga dilk á eftir sér; nokkrir sögðu sig úr stjórninni þegar spurðist innan hópsins að upp- hæðin hefði verið færð af reikningi FL Group án vitundar hans og fjár- hæðin væri auk þess tengd kaupum Pálma Haraldssonar og Fons á helm- ingshlut í danska flugfélaginu Sterl- ing. Kannast ekki við Fons-viðskipti Þegar Guðjón Marteinsson dómari spurði Hannes beint kvaðst Hannes „ekkert kannast við þessi viðskipti“. Finnur Vilhjálmsson sækjandi bar fjölda skjala og tölvupóst undir Hannes, sem ýmist hafði verið lagt hald á í húsleit heima hjá honum eða hjá KB banka í Lúxemborg á sínum tíma. „Ég man það ekki.“ „Ég kannast ekki við það,“ svaraði Hannes og bar við að gögnin og mál- ið allt væri orðið tíu ára gamalt. „Hver ákvað að þetta færi til Fons?“ spurði Finnur en Hannes kannaðist ekki við neitt. Finnur varp- aði fjölda skjala upp á vegg, láns- samningum, yfirliti reikninga, skrif- legum umboðum og öðrum skjölum, sem venjulega eru háð bankaleynd. Þau virtust mörg hver sýna ferða- lag 2,8 milljarðanna, ýmist í krón- um, dollurum eða dönskum krónum þegar kom að kaupunum á Sterling. Hannes kvaðst á þessum tíma hafa fengið 100 til 200 tölvuskeyti á dag. Viðskiptin voru umfangsmikil; verið var að kaupa viðbótarhlut í EasyJet, 20 farþegaflugvélar og svo framvegis. „Nú er orðið áríðandi að leysa servíettumálið,“ sagði í einum tölvu- póstinum. Ótækt fyrir bókhald FL Group Meðal þeirra sem leiddir voru í vitnastúku voru Einar Sigurðsson, þáverandi framkvæmdastjóri hjá FL Group og síðar forstjóri MS, Björn Jónsson og Eggert Jónas Hilmarsson hjá KB í Lúxemborg á þessum tíma, Gunnar Sturluson og Sveinbjörn Indriðason sem varð fjármálastjóri hjá FL Group um þetta leyti. Sveinbjörn kvaðst ekki hafa haft aðgang að reikningnum í Lúxem- borg sem 2,8 milljarðar höfðu verið færðir inn á í upphafi og þekkti ekki fyrirmælin um þann flutning. Hann kannaðist ekki við nein eignatengsl FL Group og Fons á þessum tíma og vissi vart hvað Fons var. Hann kvaðst hafa heyrt af þessum reikn- ingi hjá Sigurði Helgasyni sem var í þann mund að hverfa af forstjóra- stóli Icelandair (FL Group) í árs- byrjun 2005. Ragnhildur Geirsdóttir tók við af honum og hafði meira um Finnur Vilhjálmsson er sækjandi gegn Hannesi Smárasyni í fjárdráttarmálinu. Hann kallaði alla þáverandi stjórn FL Group til vitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur síðast­ liðinn miðvikudag. En auk þess forstjórana Sigurð Helgason og Ragnhildi Geirsdóttur. Stjórnarmenn báru að tengsl FL Group við Fons hefðu aldrei verið rædd á stjórnarfundum og ekki heldur millifærslan umdeilda á vegum Hannesar. Millifærslan hlaut að koma Ragnhildi, nýjum forstjóra, við. Einn stjórnarmanna sagðist fyrst hafa heyrt um þetta frá henni með óform­ legum hætti. Hreggviður Jónsson sagði í vitnaleiðslum að þetta launungarmál hefði ásamt öðru fyllt mælinn og leitt til þess að hann hefði sagt sig úr stjórninni. Það gerði einnig Inga Jóna Þórðardóttir. Inga Jóna sagðist hafa fengið vitneskju um málið 30. júní 2005 þegar Ragnhildur boðaði hana á sinn fund og greindi henni frá óútskýrðu millifærslunni. Gylfi Ómar Héðinsson, Jón Þorsteinn Jónsson, Pálmi Kristinsson og Árni Oddur Þórðarson vissu heldur ekkert af millifærsl­ unni í fyrstu eða þar til Ragnhildur kom upplýsingunum á framfæri við stjórnar­ mennina með óformlegum hætti í júní 2005. Þaðan af síður vissu stjórnarmenn eitthvað um tengsl FL Group og Hannesar við Fons. Starfslok Ragnhildar og há greiðsla vegna þeirra urðu umfjöllunarefni fjölmiðla og haldið fram að hún hefði fengið greitt fyrir að þegja um málefni FL Group, ekki síst umræddan gjörning. Þessu vísaði Ragnhildur á bug. Í kjölfar birtingar rannsóknarskýrslu Alþingis árið 2010 sendi Ragnhildur frá sér yfirlýsingu. Þar segir meðal annars: „Það var þó ekki fyrr en ég talaði beint við forstjóra Kaupþings banka og greindi honum frá málavöxtum að pen­ ingarnir skiluðu sér loksins inn á reikning FL Group ásamt vöxtum, fyrir lok júní. Hvar voru svo peningarnir niður komnir? Stjórnarformaður FL Group gaf aldrei viðunandi skýringu á því, að mínu mati. Hins vegar barst á þessum tíma útprentun úr Excel­skjali frá Kaupþingi í Lúxemborg þar sem fram komu upplýsingar sem mátti skilja sem svo að peningarnir hefðu á einhverjum tímapunkti, í einhverj­ um tilgangi, verið millifærðir á Fons. Staðfestingu á því hef ég hins vegar aldrei fengið, hvorki hjá stjórnarformann­ inum, bankanum né öðrum aðilum. Þar sem ég taldi mig ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á millifærslumálinu ákvað ég að ræða það við hvern og einn stjórnarmann FL Group, án vitneskju stjórnarformannsins.“ Gísli Hall, verjandi Hannesar, þjarmaði að Ragnhildi í vitnastúku og spurði hvort hún hefði fengið 180 milljónir króna í starfslokasamning. Hvort henni þætti rétt og siðlegt að gera samning við mann sem hún treysti ekki. Hvort henni þætti rétt að vega að æru annarra þegar vegið væri að æru hennar. Ragnhildur kvaðst ekki muna hver upphæðin hefði verið; þar hefðu hlutabréf hennar í FL Group einnig komið við sögu. Jóhann Hauksson johannh@dv.is Stjórn FL Group vissi ekkert„Ég þurfti að hafa bókhaldið í lagi „Hver ákvað að þetta færi til Fons?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.