Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 32
Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 201532 Fólk Viðtal B ryndís hefur nokkuð ákveðna skoðun á því hvar hún vill setjast niður með blaðamanni til viðtals. Hún stingur strax upp á Kex Hostel – vinsælum hótelbar sem þykir nokkuð smart að sækja. Í ljós kemur að þetta er einn af hennar uppáhaldsstöðum, sem hún sæk- ir gjarnan þegar hún gerir sér ferð úr Reykjadalnum í 101 Reykjavík. Kannski í drykk eða tvo. Það er hávaxin og tignarleg kona, íklædd ullarslá og með hatt, sem gengur röskum skrefum inn í salinn, þar sem blaðamaður situr og bíður. Það er ekki að sjá að þarna fari kona á áttræðisaldri. Þegar Bryndís kemur auga á blaðamann breiðir hún strax út faðminn og kyss ir á báðar kinnar, að suðrænum hætti, líkt og hún sé að heilsa alda- gömlum vin. Bryndís tekur strax fram að hún vilji helst segja frá einhverju sem hún hefur ekki sagt frá áður. Hún vill síður endurtaka sig úr öðrum viðtölum. Það er heldur ekki auð- hlaupið að því að ætla sér að fanga lífshlaup Bryndísar á þremur blað- síðum. Það þarf að velja kaflana vel og við byrjum á því að horfa um öxl. Varð að hafna draumatilboði „Lífið fór ekki eins og það átti að fara, ég ætlaði að verða ballerína, en svo var ég allt einu orðin 1,75 á hæð, með brjóst og rass, þannig það gekk aldrei,“ segir Bryndís og brosir ein- lægt þó skynja megi örlítinn trega í röddinni. Hana langaði mikið að verða at- vinnudansari, dansa ballett á stór- um sviðum úti í heimi, en líkams- vöxturinn bauð ekki upp á það, og eðlilega var það svekkjandi. „Í London máttu ballerínurnar til dæmis ekki vera nema 1,65,“ bæt- ir hún við. Það voru því heilir tíu sentimetrar sem skildu hana og drauminn að. Þessar reglur um hámarkshæð ballerína giltu þó ekki alls staðar og veturinn eftir stúdentsprófið bauðst Bryndísi að stunda framhaldsnám við Kirov-ballettinn í Leníngrad. Þá var hún hins vegar orðin ólétt svo hún neyddist til að hafna boðinu. „Það varð til þess að ég fór ekki, en ég hélt áfram að dansa í Þjóðleik- húsinu. Ég dansaði alveg þangað til ég varð þrítug og fluttist vestur á Ísafjörð. Það var svo geggjað gaman að dansa á þessum árum og það var góður hópur þarna í Þjóðleikhús- inu. Ef ég hefði verið ein þá hefði ég örugglega farið til Leníngrad og það hefði kannski leitt til einhvers meira. Hver veit?“ Sló í gegn 1956 Bryndís segir að því miður hafi ekki verið hægt að lifa af því að vera dansari og það varð til þess að hún fór í leiklistarnám. Það jók möguleika hennar innan leik- hússins. Hún rifjar upp með blaðamanni eftirminnilegt atvik frá þeim tíma þegar dansinn átti hug hennar allan. „Ég man árið 1956 þegar ég var að dansa Can Can uppi í Þjóðleik- húsi, í Kátu ekkjunni. Þér að segja núna sló ég alveg í gegn og það birtist í fyrsta skipti heilsíðumynd af mér í Vikunni. Þetta var forsíðu- mynd af mér og Jóni Valgeiri, mót- Bryndís Schram er kona sem flestir þekkja. Hún hefur stigið víða niður fæti sem dansari, leikari, kennari, þáttagerðarkona og móðir, tekið þátt í stjórn- málum og verið virk í samkvæmislífinu, bæði innan lands og utan. Líf hennar hefur þó síður en svo alltaf verið dans á rósum, en á erfiðum tímum finnst henni mikilvægt að geta hallað sér upp að eiginmanni sínum til 55 ára, Jóni Baldvini Hannibalssyni. Þau hjónin eru afar náin en Bryndís segir þó mikilvægt að vera reglulega aðskilin. Þannig viðhaldi þau neistanum. Blaðamaður settist niður með Bryndísi og ræddi um sorgir og sigra í lífinu, ástina, aldurinn og dótturmiss- inn, sem er mesta raunin sem hún hefur þurft að takast á við. Lífið er samfelld leiksýning Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Mér fannst niðurlægjandi að láta mæla mig svona út eins og verð- launahryssu á uppboði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.