Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Side 20
20 Fréttir Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 2015 Ungmenni nakin og berskjölduð á netinu Þ etta er hin nýja kynslóð kynferðisbrota,“ segir Þór- dís Elva Þorvaldsdóttir um hefndarklám. Þórdís Elva, í samstarfi við Vodafone, ræðir nú við foreldra grunnskóla- barna um hefndarklám, „sexting“ og netið. Þórdís Elva hefur mikla reynslu af fræðslustarfi, sérstak- lega fyrir ungt fólk, en hún samdi handrit kynfræðslumyndarinnar Fáðu já, sem frumsýnd var í grunn- skólum landsins 2013, auk þess sem hún var höfundur fræðslu- myndarinnar Stattu með þér!, sem frumsýnd var í fyrrahaust. For- eldrafélögum býðst fyrirlesturinn að kostnaðarlausu, en þar fer Þór- dís Elva til dæmis yfir muninn á hefndarklámi og því sem kallað er „sexting“ – kynferðisleg smáskila- boð, sem fela meðal annars í sér að fólk skiptist á nektarmyndum. Munur á sexting og hefndarklámi Mikilvægt er að gera greinarmun á þessu tvennu, hefndarklámi og „sexting“, enda um mjög ólíka hluti að ræða. Þegar rætt er um hefndarklám er um að ræða dreifingu á nektar- og kynlífsmynd- um eða myndefni sem sent er áfram í óþökk þess sem sést á myndun- um. Dæmi eru um að einstaklingar dreifi slíkum myndum til að hefna sín og af því dregur hugtakið nafn sitt. Þolendur geta verið af öll- um kynjum. Hefndarklám hefur ólíkar birtingarmyndir en þess eru dæmi að einstaklingar hóti því að dreifa myndefninu til að beygja þolandann að vilja þeirra. Munur- inn liggur í ásetningnum; þeir sem iðka „sexting“ eru í daðri eða til- hugalífi og gengur ekkert illt til, en hefndarklám felur á hinn bóginn í sér ásetning sem er meiðandi. DV hefur fjallað ítrekað um hefndarklám á liðnum vikum þar sem bæði hefur verið rætt við þolendur og fagaðila. Fram hefur komið að ríkissaksóknari sæki mál sem varða hefndarklám á grundvelli laga sem snúa að brot- um á blygðunarsemi einstaklinga og samkvæmt lögum um ærumeiðingar. Þá hefur Björt fram- tíð lagt fram frumvarp til laga sem snýr að því að banna hefndarklám sérstaklega með þess bærum lög- um. Frumvarpið var til umræðu á Alþingi á miðvikudag, en í liðinni viku hefur mikil umræða verið um hefndarklám í fjölmiðlum og má meðal annars nefna umfjöllun í þessu tölublaði DV þar sem birt er viðtal við þolanda. Verja stafræna mannorðið Tækninni fleygir fram. Oft hafa þeir sem eldri eru rétt haft ráðrúm til að kynna sér nýjan samfélags- miðil þegar sá næsti skýtur upp kollinum en þeir yngri tileinka sér hann hratt. Foreldrar standa því jafnvel ráðþrota frammi fyrir því að þurfa að setja sig inn í þennan heim, auk þess sem ungmennin vilja helst halda þeim eins fjarri og hægt er. Erlendar rannsóknir sýna að unglingar sem lenda í því að myndir af þeim eru birtar í þeirra óþökk leita ekki endilega til for- eldra sinna. Það er því mikilvægt að foreldrar eigi þetta samtal, en geti einnig sett sig í spor ungling- anna. Til þess þurfa þeir að skilja um hvað málið snýst. „Ég vil kenna foreldrum þessi grunnhugtök svo að þeir geti átt þetta samtal við börnin sín. Það er ekki nóg að setj- ast niður og kenna unglingum að verjast kynsjúkdómum. Þeir þurfa líka að verja stafrænt mannorð sitt og annarra,“ segir Þórdís. „Þetta er ekki tímabundið. Við erum ekki að tala um að myndefnið sé á vefnum í nokkrar sekúndur heldur líklega mjög lengi og jafnvel um ókomna tíð.“ Krotað á klósettveggi „Við höfum alltaf haft leiðir til þess að koma rómantískum áhuga okkar á öðrum á framfæri,“ segir Þórdís Elva um „sexting“. „Ein- hvern tímann hefði fólk krotað þetta á klósettveggi, rist það í trjá- börk eða sent ástarbréf. Við höfum alltaf fundið okkur leið til að daðra. „Sexting“ er ein birtingarmynd þess.“ Þórdís Elva bætir því við að „sexting“ sé í flestum tilfellum eitt- hvað sem á sér stað milli einstak- linga með samþykki allra aðila. Það er því afar ólíkt hefndarklámi, en getur þó verið undanfari þess. „Munurinn er umtalsverður. Ég get alveg skilið að einstaklingar sem eru komnir yfir átján ára ald- ur taki þátt í því að senda myndir sín á milli, enda er ekkert athuga- vert við kynferðislega tjáningu milli fullorðinna einstaklinga sem það vilja,“ segir Þórdís Elva. Hafa ber þó í huga að þótt annar að- ilinn standi í þeirri trú að hann sé í „sexting“ getur sá sem tek- ur á móti efninu brugðist trausti hans, áframsent það eða sýnt öðr- um. Þá getur einhver brotist inn á gagnasvæði og stolið myndunum. Þórdís Elva segir að fólk geri sér ekki alltaf grein fyrir því hvað það er berskjaldað; hvorki fullorðnir né unglingar. Engin grá svæði „Við þurfum að útiloka að það sé eitthvert grátt svæði. Annaðhvort liggur samþykki fyrir dreifingu nektarmynda eða ekki. Þetta er ná- kvæmlega eins í kynlífi, þar liggur annaðhvort samþykki fyrir athæf- inu eða ekki – og þá er það of- beldi. Það þarf að taka eins á þessu tvennu. Það hefur gríðarleg áhrif á líf manneskju að vera nakin og ber- skjölduð á netinu um ókomna tíð,“ segir Þórdís Elva. „Þeir sem vísvitandi setja mynd- ir í dreifingu, hvar sem dreifingin á sér stað, eru að fremja brot sem er eins og hvert annað ásetnings- brot. Þetta ber að umgangast af fullri alvöru. Slík hegðun er af- drifarík fyrir þolandann. Þetta get- ur haft áhrif á starfsmöguleika í framtíðinni og félagslega stöðu,“ segir Þórdís Elva og minnir á að ábyrgðin liggi hjá gerandanum, ekki þolandanum. Ýmis skúmaskot Dæmi eru um að þolendur hefndarkláms reyni að fá lögbann á birtingu mynda eða knýja það fram að myndirnar séu fjarlægðar af vefn- um. Það er þó ekki svo einfalt, enda getur mynd sem birt hefur verið með þessu móti verið vistuð á öðr- um stöðum, hvort sem það er á tölv- um eða vefnum. Það getur því reynst erfið barátta fólgin í því að fá efnið fjarlægt. Rannsóknir sýna að um 90 prósent af kynferðislegu efni sem sett er á netið fara á flakk og geta ratað þar í hin ýmsu skúmaskot. Þórdís Elva bendir á að í heim- ildavinnu sinni hafi hún rekist á nafn íslenskrar stúlku sem er undir lögaldri, en nektarmyndum af henni hefur verið dreift á netinu. Þegar nafn stúlkunnar er slegið inn í vefleitarvélar koma tugþús- undir leitarniðurstaðna sem nán- ast allar eru klámsíður. „Þetta er virkilega hrollvekjandi niðurstaða fyrir stúlku sem hefur ekki náð lög- aldri. Hvaða áhrif á þetta eftir að hafa á líf hennar í framtíðinni? Það ætla sér fæstir að lenda í þessari stöðu. Einhver hefur líklega brugð- ist trausti hennar, ég tel það af og frá að þessi stúlka hafi viljað lenda í þessari stöðu. Þetta þýðir að það eru barnaklámsmyndir af henni í umferð,“ segir Þórdís Elva og bætir við að hún hafi tilkynnt um málið til yfirvalda. Fljótandi að feigðarósi „Það eru eflaust margir sem fljóta sofandi að feigðarósi í þessum málum, sérstaklega foreldrar sem telja sig varla hafa orðaforða til að ná utan um allt það sem gengur á í hinum stafræna heimi,“ segir Þór- dís. Það er mikilvægt að ungmenni viti að þau eiga rétt á því að taka ákvarðanir varðandi líkama sinn – án þrýstings frá öðrum. Hún minn- ir á að ef ungmenni, undir lögaldri, sendi sjálft frá sér nektarmyndir eða annað slíkt myndefni sé engu að síður um að ræða barnaklám. Það skipti engu máli hvort viðkom- andi sendi það sjálfviljugur eða það fari í dreifingu frá öðrum aðila. Þá er gott að hugsa til þess, verði fólk vart við nektarmyndir eða kyn- lífsefni á vefnum, að það geti verið þar í óþökk þeirra sem koma þar fram. „Það er auðvitað erfitt að sjá það á nektarmynd á vefnum hvort það liggi samþykki fyrir henni. Það er til fólk sem vill vera nakið á netinu, en ég held að maður ætti alltaf að vera með þessi gleraugu á nefinu. Þú gætir verið að horfa á mynd sem er innrás í líf annarrar mann- eskju,“ segir Þórdís Elva. „Við þurf- um þess vegna að umgangast allar svona upplýsingar af virðingu og varkárni.“ n „Það er ekki nóg að setjast niður og kenna unglingum að verj- ast kynsjúkdómum. Þeir þurfa líka að verja staf- rænt mannorð sitt og annarra. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Stafrænt mannorð Foreldr- ar þurfa að geta rætt mál eins og „sexting“ og hefndarklám við börnin sín, segir Þórdís Elva. Mynd ÞorMar Vignir gunnarSSon „Það eru eflaust margir sem fljóta sofandi að feigðarósi í þessum málum Þórdís Elva Þorvaldsdóttir kennir foreldrum að tala við börn sín um hefndarklám og „sexting“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.