Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 51
Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 2015 Menning 51 Í hringrás tísku og úreldingar É g elska að búa til hluti úr drasli, um leið og menningin kastar einhverju á haugana fæ ég áhuga á því. Þegar rithöfundur dettur úr tísku byrja ég að vinna með hann, sama með gamla tölvuleiki og úrelt tæknidót. Þetta get- ur verið tónlist eða tíska í bókstafleg- um skilningi. Mér finnst frábært að vinna með tíma og tísku, og allt það sem dettur úr tísku – þessa hringrás tísku og úreldingar,“ segir bandaríski myndlistarmaðurinn Cory Arcangel sem opnar einkasýninguna Margt smátt, All the small things, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi á laugardag. Hugmyndalist og fundnir hlutir Cory Arcangel er fæddur árið 1978, býr í Brooklyn-hverfi New York-borg- ar en er með annnan fótinn í Stavangri í Noregi. Þrátt fyrir að hafa bakgrunn í tónlist og tónsmíðum sneri hann sér stuttu eftir tvítugt að sjónlistum. Það er erfitt að þjappa fjölbreyttum sköpunarverkum Arcangel í þröngan skilgreiningaramma miðla eða við- fangsefna. Hann gerir teikningar, skúlptúra, ljósmyndir, mynd- bönd, innsetningar, tónverk og internetlist. Hann vinn- ur á mjög skýran hátt í þeirri myndlistarhefð sem byggist á frumlegum hugmyndum frekar en faglegu handverki: post-conceptualism, eða síð- hugmyndalist, er hugtakið sem notað hefur verið um list Corys og jafnaldra hans sem vinna í sömu hefð. Hann not- ar fundna hluti, eignar sér poppmenningar- og tækni- afurðir samtímans og í anda hakkara tölvuheimsins um- breytir þeim, splæsir saman, setur í nýtt í samhengi og nýtir í eigin listsköpun. Þegar allt er horfið úr gömlum Super Mario- tölvuleik nema ljósblár bak- grunnurinn og skýin sem renna eftir skjánum verð- ur til, í samhengi safnsins, abstrakt listaverk. Það er ljóst að verkin tala sterkt til þeirra kynslóða sem hafa alist upp á upphafsárum skjámenningar og háhraða- samfélags samtímans, en Cory talar þó ekki um listaverkin sem nostalgísk. „Ég er oft að vinna með hluti sem ég upplifði ekki einu sinni á meðan þeir voru og hétu. Ég var til dæmis ekkert mikill tölvuleikjaspilari þegar ég var yngri, þó ég vinni með úrelta tölvuleiki í dag. Það er samt skiljanlegt að fólk upplifi það þannig og ég hef lært að meta það, það þýð- ir að fólk nálgist þessa hluti ekki bara sem listaverk heldur sem menningu.“ Gríðarlegt mikilvægi Blink 182 Cory segir þó mörg verkanna hafa tengingu við uppvaxtarár hans, en sú tónlist sem hann ólst upp við, danstónlist og hjólabrettapönk, spil- ar nokkurt hlutverk í sýningunni í Hafnarhúsinu. Nafn sýningarinnar, All the small things, vísar þannig ekki einungis til fjölbreytts samansafns ólíkra listaverka sem sett eru fram á sýningunni, heldur er það á sama tíma tilvitnun í einn stærsta smell popppönksveitarinnar Blink 182. Hann viðurkennir að í verkunum séu þó nokkrar vísanir í hljómsveitina og þá tískubylgju sem þeir voru hluti af. „Þeir eru gríðarlega mikilvæg hljóm- sveit, kannski ekki fyrir mína kynslóð, en fyrir krakka á mið- eða síðþrítugs- aldri. Ég held að enn sem komið er álíti þetta fólk þetta ekki töff. En eft- ir nokkur ár þegar þessi kynslóð hef- ur sannað tilverurétt sinn og samtalið mun eiga sér stað, þá kemur mikil- vægi þessarar hljómsveitar í ljós. Og þegar þeir koma aftur saman og spila gömlu plöturnar verður það viðburð- ur, eins og þegar Pixies komu aftur saman eða eitthvað.“ Þetta getur blaðamaður tekið undir, enda af þeirri kynslóð sem Cory vísar til. Frá ranghölum netsins á rykfallnar stofnanir Verk Corys eru mörg aðeins til á staf- rænu formi og gætu verið meira við- eigandi í ranghölum internets- ins frekar en í listasöfnum. Af hverju staðsetur hann verk sín ekki þar heldur í því sem virðist vera þunglamalegt og rykfallið stofnanarými? „Ég elska að sýna í listasöfnum og galleríum, kannski af því að ég er skápa-listasögu-brjálæð- ingur og samtímalistabrjálæðingur. En mér finnst rýmið sem samtíma- listin veitir manni vera frábært og ég fíla að taka þátt í samtalinu sem á sér þar stað. Maður reynir að gera verk sem eru innlegg í samræðuna, eitt- hvað sem spilar með allar þær áhuga- verðu víddir sem safnið treður upp á listaverkið. Það getur verið mjög gaman að leika með þetta. Til dæm- is þurfa frauðnúðlurnar sem ég er að sýna hér á nánast öllum þunga stofn- unarinnar til þess eins að fólk leyfi sér að velta þeim fyrir sér.“ Að hitta aldrei í körfuna Cory segir það sama eiga við verk úr seríunni Sjálfspilandi leikir. Á miðju gólfi herbergis er Nintendo 64-leikja- tölva og á vegginn er varpað senu úr leik: körfuboltahetja stendur á víta- punktinum og býr sig undir að kasta boltanum. Safngestir geta spreytt sig í leiknum en fjarstýringunni hefur ver- ið breytt þannig að sama hvað maður gerir mun hann aldrei koma boltan- um ofan í hringinn. „Þetta er auðvit- að alveg fáránlegt myndband. En með því að nýta rými stofnunarinnar, þar sem maður fær að varpa því upp á stóran vegg, og nýta heilt herbergi undir það, getur maður sýnt að manni sé raunverulega alvara. Þarna skapast rými til að íhuga – þótt það séu auð- vitað allir í símanum í dag.“ Þarna hitt- ir Cory naglann á höfuðið. Einungis vegna þess að verkið er sýnt í þessu umhverfi getur blaðamaður leyft sér að skrifa eftirfarandi um verkið: Þessi sífellda og óumflyjanlega endurtekn- ing á mistökum virkar eins og mein- hæðin sýn á lífið, tjáning á harmræn- um ófullkomleika tilverunnar. „En verkin eru mörg hver líka á netinu, og í því rými gerist eitthvað allt annað. Körfuboltamaðurinn sem hittir aldrei er kominn inn í annað samhengi, hann nuddast upp við Youtube-myndbönd af fólki að spila tölvuleiki – það er heill hellingur af þeim á netinu. Mér finnst frábært að þessi verk séu til á báðum stöðunum,“ útskýrir hann. Meðfram sýningunni í Hafnar- húsinu sem stendur yfir þangað til í apríl fara fram nokkrir viðburðir tengdir list Corys. Kvikmynd, fyr- irlestur og á þriðjudag flytur Tinna Þorsteinsdóttir „Dansa fyrir raf- píanó“ eftir listamanninn. Þetta eru 24 stutt píanóverk undir áhrifum frá hljóðgervlanotkun í hústónlist samtímans. n Cory Arcangel hakkar leikjatölvur og sýnir í virtustu listasöfnum heims Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Maður reyn- ir að gera verk sem eru innlegg í samræðuna, eitthvað sem spilar með allar þær áhugaverðu vídd- ir sem safnið treður upp á listaverkið. Fæst við poppmenningu samtímans Cory Arcangel notar fundna hluti í list sinni, eignar sér poppmenningar- og tækniafurðir samtímans og í anda hakkara tölvuheims- ins umbreytir þeim, splæsir saman, setur í nýtt í samhengi og nýtir í eigin listsköpun. Mynd ÞorMAr ViGnir GunnArsson Tjáning á harmrænum ófullkomleika tilverunnar Í einu verkanna hefur Cory umbreytt fjarstýringu á leikjatölvu þannig að sama hvað maður reynir mun manni aldrei takast að fá körfuboltahetjuna til að koma boltanum í körfuna. diddy Rappstjarnan P. Diddy og sjónvarps- þættirnir um Jerry Seinfeld eru meðal þeirra poppmenningartákna sem Cory fæst við í sýningunni. Hakkaður tölvuleikur eða málverk? Í nokkrum eldri verkanna sem sýnd eru á sýningunni hefur Cory hakkað gamla Nin- tendo-tölvuleiki og umbreytt þeim þannig að þeir virka frekar eins og málverk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.