Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 8
Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 20158 Fréttir Einn ölvaður og annar dópaður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann aðfaranótt fimmtudags sem grunaður er um ölvun við akstur. Í dagbók lögreglu kemur fram að maðurinn hafi verið látinn laus að lokinni blóð- töku. Um svipað leyti var annar ökumaður stöðvaður sem grun- aður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá var einnig látinn laus að lokinni blóðtöku. Í dagbók lög- reglu segir að hann hafi heimilað leit í bifreiðinni og hafi lítilræði af ætluðum fíkniefnum fundist. Milljarða lán til Brims endar fyrir Hæstarétti n Máli Haf Funding gegn Brimi áfrýjað n Skuld Brims nemur fimm milljörðum B rim hefur áfrýjað dómi Hér- aðsdóms Reykjavíkur um að lán sem útgerðarfélagið tók hjá Glitni árið 2007, að jafn- virði tveggja milljarða króna á þáverandi gengi, hafi verið lögmætt erlent lán. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims, seg- ir dóminn rangan þar sem lánið hafi að hans sögn verið greitt út í gengis- tryggðum krónum og því ólögmætt. „Við munum verjast, því við telj- um dóm undirréttar rangan. Hæsti- réttur er búinn að dæma í fjölda mála þar sem nákvæmlega eins samningar voru dæmdir sem íslensk krónulán. Lögmenn slitastjórnar Glitnis hafa aftur á móti sannfært dómara um að hér hafi allt verið fullt af gjaldeyri árin 2007 og 2008, og að Glitnir hafi átt nægan gjaldeyri, sem er rangt. Við þurfum að borga fimm milljarða króna fyrir þessa tvo milljarða, miðað við dóm héraðsdóms, og því er ljóst að það er mikið undir,“ segir Guð- mundur í samtali við DV. „Fjarstæðukennd“ rök Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í júní í fyrra á kröfu írska eignarhaldsfélags- ins Haf Funding Ltd. um að það yrði viðurkennt að lánssamningur Glitn- is banka hf. og Brims hf., frá 22. júní 2007, væri samningur um lögmætt lán í erlendum gjaldmiðlum. Lánið hefur verið í eigu Haf Funding frá því Glitnir stofnaði félagið í lok júlí 2008 í þeim tilgangi að endurfjármagna bankann. Í dómi héraðsdóms segir að vaxta- greiðslur hafi verið í skilum til 10. júlí 2011 og að Brim hafi átt að endur- greiða lánið með einni greiðslu ári síðar. Ágreiningur hafi risið milli Haf Funding og Brims í júlí 2011 um hvort lánið teldist lögmætt lán í erlendum gjaldmiðlum eða í íslenskum krónum bundið ólögmætri gengistryggingu. Málsvörn Brims fyrir héraðsdómi byggðist meðal annars á því að þeir reikningar sem lánið var greitt inn á, svonefndir IG-reikningar, séu í raun gengistryggðir í íslenskum krónum. „Innlendir viðskiptabankar hafi til margra ára boðið upp á sparireikn- inga í erlendri mynt, svokallaða IG- reikninga, og að það sé útbreiddur misskilningur að með því að fá milli- færslu inn á IG-reikninga þá flytjist gjaldeyrir til landsins og verði sér- greindur í eigu viðkomandi aðila á viðkomandi reikningi,“ segir í þeim hluta dómsins þar sem farið er yfir málsástæður og lagarök Brims. Útgerðarfélagið telur einnig að dómur Hæstaréttar í máli Íslands- banka gegn fyrirtækinu Umbúðamið- lun ehf. gefi fordæmi um að fallast beri á kröfur Brims. Í því máli stað- festi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að lánssamningur Umbúðamiðlunar og Glitnis hefði falið í sér ólögmæta gengistryggingu. Héraðsdómur féllst ekki á þetta né önnur rök Brims. Mál Haf Funding gegn Brimi hafi í öllum atriðum, sem máli skiptu, verið sambærilegt máli útgerðarfélagsins Þorbjarnar hf. í Grindavík gegn Haf Funding. Þar fór Þorbjörn fram á að viðurkennt yrði að lánssamningar fyrirtækisins við Glitni hefðu verið bundnir ólögmætri gengistryggingu. Hæstiréttur sýknaði Haf Funding af kröfum Þorbjarnar í mars 2013. Í síðasta ársreikningi Brims segir að margt sé ólíkt í málun- um tveimur. „Telur dómurinn fjarstæðukennt að líta beri svo á að lánið hafi í reynd verið greitt út í íslenskum krónum inn á reikninga sem séu í raun gengis- tryggðir reikningar í íslenskum krón- um en ekki gjaldeyrisreikningar,“ segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli írska félagsins og Brims. Glitnir hafi ekki átt gjaldeyri Guðmundur Kristjánsson segir einnig ljóst að Glitnir hafi ekki átt mikinn gjaldeyri á þeim tíma sem lánið var veitt og vísar hann í ársreikning bank- ans frá 2007. „Bankinn átti hins vegar fullt af gengistryggðum eignum. Það er búið að plata íslenskan almenning í dag og alla dómara og alla um að þessir IG- reikningar séu í raun gjaldeyrisreikn- ingar en þeir eru bara gengistryggðir krónureikningar,“ segir Guðmundur og heldur áfram: „Allar stærstu lögfræðiskrifstofur landsins voru fengnar í vinnu fyrir skilanefndir föllnu bankanna. Þeir eru búnir að eyða tugum millj- arða í þetta og það er búið að snúa dómskerfinu á Íslandi við með því að hér hafi allt verið fljótandi í gjaldeyri árin 2007 og fyrri hluta 2008. En þetta voru bara gengistryggðar krónur sem bankinn lánaði. […] Svo vitum við ekki hver á þessa kröfu. Þetta er bara einhver sjóður úti í heimi. Þetta lán er búið að ganga kaupum og sölum úti í heimi.“ Ekki náðist í Aðalstein E. Jón- asson, lögmann slitastjórnar Glitnis í málinu, við vinnslu fréttarinnar. n Lánið fært út úr bókum Brims Brim er eitt stærsta útgerðarfélag lands- ins en það er í eigu Línuskips ehf. sem er aftur í eigu bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona. Félagið hagnað- ist um 756,8 milljónir króna í fyrra, sam- kvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. Eignir Brims námu 27,2 milljörðum króna í árslok 2013 en skuldirnar 16,7 milljörðum. Stjórn Brims ákvað árið 2012 að taka lán Haf Funding út úr bókum útgerðar- félagsins. Komið er inn á þá ákvörðun í tveimur síðustu ársreikningum félagsins og ástæðan sögð sú að stjórnin hafi talið dóminn í máli Íslandsbanka gegn Umbúðamiðlun fordæmisgefandi þar sem „um sama lánveitanda er að ræða og sambærileg málsatvik“. Því er ljóst að dómur Hæstaréttar í máli Haf Funding og Brims getur haft talsverð áhrif á eiginfjárhlutfall félagsins. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Glitnir Slitastjórn Glitnis tók við umsýslu lánsins til Brims í byrjun 2012 þegar skilanefnd bankans lauk störfum. Mynd SteFán KarlSSon Mikið undir Guðmundur Kristjáns- son, forstjóri og stærsti eigandi Brims, segir skuld útgerðarfélagsins við Haf Funding hafa hækkað um þrjá millj- arða frá því lánið var tekið í júní 2007. „Það er búið að snúa dómskerfinu á Íslandi við með því að hér hafi allt verið fljótandi í gjaldeyri Þetta gæti gerst við Bárðarbungu Vísindamannaráð fundaði á þriðjudaginn um eldsumbrotin við Bárðarbungu en í ráðinu sitja vís- indamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá Almanna- varnadeild ríkislögreglustjóra, Um- hverfisstofnun og sóttvarnalækni. Á fundinum kom fram að sýni- leg virkni var með minna móti á miðvikudaginn í síðustu viku þegar margvíslegar athuganir voru gerð- ar við gosstöðvarnar. Í fundargerð kemur fram að sniðmælingar úr lofti sýni að hraunið hafi þykknað undanfarnar vikur og er rúmmál þess nú tæplega 1,4 rúmkílómetr- ar. Svo virðist sem dragi hægt úr ákafa gossins. Ráðið spáði svo fyrir um hugsanlega framvindu gossins, sem staðið hefur yfir í fimm mánuði, og eru þrír möguleikar taldir líklegastir um framvinduna: n Gosið í Holuhrauni heldur áfram þar til öskjusig í Bárðar- bungu hættir. Gosið getur varað í marga mánuði enn. n Gosvirkni færist til suðurs und- ir Dyngjujökul og veldur jökul- hlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum. Ef slíkt gos yrði langvinnt gæti það breyst í hraungos. n Gos í öskju Bárðarbungu. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.