Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Síða 18
Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 201518 Fréttir O kkar stefna hentar börn- um misvel og þess vegna er svo mikilvægt að fólk hafi val.“ Þetta segir Ás- laug Hulda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunn- ar, í samtali við DV. Töluverð um- ræða hefur orðið um Hjallastefn- una eftir að Anna Ingólfsdóttir, prófessor í tölvunarfræði við Há- skólann í Reykjavík, skrifaði harð- orða gagnrýni á stefnuna á Face- book-síðu sinni um síðustu helgi. Anna færði dóttur sína úr skóla Hjallastefnunnar þegar í ljós kom „að það var eitthvað stórkostlega mikið að bæði í kennslu í skólan- um og ekki síst samskiptum við for- eldra,“ eins og Anna orðar það sjálf. Fékk engar upplýsingar Töluvert ósamræmi var milli niður- staðna úr samræmdum prófum og dómum úr þriðja bekk í Hjalla- stefnunni hjá dóttur Önnu. Þegar það varð ljóst fór Anna að kalla eftir gögnum frá skólanum svo hún gæti sjálf séð námslega stöðu dóttur sinnar. „Ég er með fullt af tölvusamskiptum við skólann þar sem ég bað um upplýsingar um barnið. Ég bað um að sjá námskrá, námsgögn og allar þær upplýs- ingar sem foreldrar þurfa að fá til þess að sjá hvort barnið þeirra fylgir áætlun,“ segir Anna í samtali við DV. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir segist Anna hins vegar ekki hafa fengið nein gögn. „Það er alveg sama hver ástæðan fyrir slæmum námsárangri er, hvort sem það eru námsörðugleikar eða handvömm hjá skólanum, þá eiga foreldrar alltaf heimtingu á að fá þessar upp- lýsingar svo þeir geti gripið inn í. Ég fékk þær ekki þarna þrátt fyrir að hafa margbeðið um þær.“ Í kjölfarið flutti Anna dóttur sína úr Hjallastefnuskólanum og í hverfisskólann. Þar kom í ljós að hún hafði farið á mis við stóran hluta þess námsefnis sem aðal- námskrá kveður á um. „Ég sit uppi með barn sem þjáist af minnimátt- arkennd fyrir að kunna ekki fag sem skólanum var ætlað að kenna og mér finnst það algjörlega skólan- um að kenna. Þetta er skólastefna sem stærir sig af því að efla sjálfs- traust barna – sérstaklega stúlkna,“ segir Anna en hún sendi skóla- stjóra Hjallastefnuskólans og Mar- gréti Pálu Ólafsdóttur, stofnanda Hjallastefnunnar, harðort bréf þar sem hún hótaði að skrifa mennta- málaráðuneytinu vegna málsins. Hún var þá boðuð á fund verk- efnastjóra grunnskóla Hjalla- stefnunnar. „Þessi verkefnastjóri viðurkenndi beinlínis fyrir mér að kennslan í grunnskólum Hjalla- stefnunnar væri í miklum ólestri og fullyrti að ég væri ekki sú eina sem hefði kvartað yfir ástandinu,“ skrif- ar Anna. Verkefnastjórinn sem Anna vís- ar í er Sara Dögg Svanhildardóttir en hún heldur utan um grunn- skólamál Hjallamiðstöðvar. Sara Dögg vildi ekki ræða málið við DV þegar eftir því var leitað. Þá náðist ekki í Margréti Pálu Ólafsdóttur, fræðslustjóra Hjallastefnunnar, við vinnslu fréttarinnar. Ekki hafin yfir gagnrýni Áslaug Hulda segir erfitt að tjá sig um það sem fram fer á tveggja manna fundi en það muni enginn hjá Hjallastefnunni halda því fram að skólarnir séu hafnir yfir gagn- rýni. „Á hverjum degi erum við að reyna að gera betur og það á við um Hjallastefnuna sem og allt ann- að skólastarf. Menntun er í stöð- ugri þróun og allir reyna að gera sitt besta. Þegar einhver fer að halda því fram að ekkert megi fara betur, þá held ég að við séum komin á vondan stað. Það sem við höfum reynt að halda á lofti er að einstak- lingar eru ólíkir og þurfa ólíka og fjölbreytta valkosti.“ Er þá ekki rétt að það hafi borist fjöldi kvartana vegna kennslu í grunnskólum Hjallastefnunnar? „Ég get ekki tekið undir það. Auð vitað hafa foreldrar gert athugasemdir við skólastarfið og við leggjum mjög mikla áherslu á náið samstarf við foreldra. Við erum í daglegum sam- skiptum við fjölskyldurnar um hvað við erum að gera og hvað megi bet- ur fara. Auðvitað er fólk misánægt,“ svarar Áslaug Hulda. Árangurinn talar sínu máli „Við erum búin að funda með þessari móður, fara yfir málið og útskýra hvernig þetta lá. Líklega eru þarna einhverjir þættir sem hafa ekki farið nógu vel hjá okkur en við erum alltaf að reyna að gera okkar besta. Auðvitað er leiðinlegt að fjöl- skylda fari ósátt frá okkur,“ segir Ás- laug Hulda. Hún segir árangur Hjallastefn- unnar hins vegar tala sínu máli. Niðurstöður samræmdra prófa þess árgangs sem umrætt barn var í hafi til að mynda verið vel yfir meðaltali annarra grunnskóla í Reykjavíkurborg. Þá sé brott- fall lítið, ánægja mælist mikil og eftirspurnin sé sömuleiðis mikil. Að auki hafi Reykjavíkurborg í fyrra gert úttekt á öllum grunnskólum borgarinnar þar sem Barnaskóli Hjalla stefnunnar í Reykjavík hafi komið einstaklega vel út. „Þetta er til dæmis eini skólinn í höfuð- borginni þar sem mælist ekkert einelti,“ segir Áslaug Hulda. n Nokkrar staðreyndir um Hjallastefnuna: n Hjallastefnan var stofnuð árið 2000 af Margréti Pálu Ólafsdóttur. n Skólastarfið er kynjaskipt með það að markmiði að gera báðum kynjum ávallt jafnhátt undir höfði og mæta ólíkum þörfum stúlkna og drengja. n Hjallastefnan rekur í dag 17 skóla í tíu sveitarfélögum. n Skólarnir innheimta flestir skóla- gjöld, en fá einnig framlög frá sveitar- félögunum. Almennt gildir að sveitar- félög skuli greiða að lágmarki 70–75% af rekstrarkostnaði einkaskóla. n Hjallastefnan ehf. stendur afskap- lega vel. Samkvæmt ársreikningi árið 2013 skilaði félagið rúmlega 58 millj- óna króna hagnaði. Eignir félagsins nema tæpum 645 milljónum króna og þá er eigið fé Hjallastefnunnar rúmar 355 milljónir króna. n Hjallastefnan styrkti Sjálfstæð- isflokkinn um 90 þúsund krónur árið 2013. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisendurskoðun er Sjálfstæðisflokk- urinn eini stjórnmálaflokkurinn sem Hjallastefnan styrkti það ár. n Fer hörðum orðum um Hjallastefnuna n Framkvæmdastjóri segir stefnuna ekki henta öllum „Þetta er skólastefna sem stærir sig af því að efla sjálfs- traust barna – sérstaklega stúlkna Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is Gagnrýnir skólann harðlega Anna Ingólfsdóttir segir eitthvað stórkostlega mikið að, bæði í kennslu og í samskiptum við foreldra. Hentar börnum misvel Áslaug Hulda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefn- unnar, segir einstaklinga ólíka og þurfa ólíka og fjölbreytta valkosti. Mynd Garðabær „AlgjörlegA skólAnum Að kennA“ Verulega ósátt Anna Ingólfs- dóttir sendi skólastjóra Hjallastefnu- skólans og Margréti Pálu Ólafsdóttur harðort bréf vegna málsins. Mynd SiGtryGGur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.