Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Page 36
Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 201536 Fólk Viðtal S iðmennt – Félag siðrænna húmanista á Íslandi – stóð síðastliðinn fimmtudag fyrir málþingi um líknar- dauða. Þar var Sylviane einn frummælenda og miðlaði af reynslu sinni í tengslum við and- lát Steinars, sem kaus að svipta sig lífi með aðstoð svissnesku samtak- anna Dignitas. Steinar hafði barist við veikindi sem rændu hann lífs- gæðum og líkamlegri getu. Ég mælti mér mót við Sylviane í Hlutverkasetrinu í Borgartúni. Það er miðstöð fyrir fólk sem af ein- hverjum orsökum sér ekki tilgang með lífinu, vegna geðsjúkdóma eða áfalla. Sylviane vinnur þar við að styðja fólk sem hefur áhuga á að snúa aftur á vinnumarkað. Mannréttindin mikilvægust Sylviane er sjarmerandi kona með grátt, hrokkið hár og frið í augun- um. Handaband hennar er þétt og franski hreimurinn þykkur, en á sama tíma heillandi. Hún bauð mér upp á kaffibolla á vistlegri skrifstofu með útsýni yfir hafið og Esjuna. „Fyrir fólk með langvinna sjúk- dóma, sem skerða lífsgæði mik- ið, eða mikla verki, er líknardauði val í mörgum löndum. Hér á landi er þetta ekki val enn sem komið er, en að mínu mati þurfum við sem samfélag að skoða möguleikann. Það felast mikilvæg mannréttindi í ákvörðunarrétti einstaklings um sína dauðastund,“ segir Sylviane. Á Íslandi er ólöglegt að fremja líknardráp eða aðstoða einstak- ling við að svipta sig lífi. Hér er þó einstaklingum frjálst að afþakka læknisfræðilega meðferð sem gæti bjargað lífi þeirra. Að sögn Sylvi- ane er líka ýmislegt sem gert er til að hraða lífslokum hjá einstak- lingum með langt gengna sjúk- dóma: „Við vitum að stundum er meðferð ekki veitt, það er þá jafn- vel ákvörðun læknisins. Einnig vit- um við að oft er morfínið gefið að- eins hraðar hjá sjúklingum sem eru á líknandi meðferð og að dauða komnir. Það vita allir að það hrað- ar dauðastundinni. Það er kominn tími á þetta samtal í samfélaginu. Við þurfum að ræða málin út frá mannréttindum og ákvörðunarrétti einstaklingsins, og skoða líknar- dauða sem raunhæfan möguleika.“ Hún bætir því við að oft hljóti að- stæðurnar að vera mjög þungbærar fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Sjálfsvíg með stuðningi Löggjöfin í Evrópulöndum er mis- munandi – í Belgíu, Hollandi og Luxemborg er líknardráp löglegt en í Sviss, Þýskalandi og Albaníu má lögum samkvæmt aðstoða einstak- ling við að binda endi á líf sitt. Í Sviss eru starfrækt tvenn sam- tök, Dignitas og Exit International, sem bæði sérhæfa sig í að aðstoða fólk við lífslok með sjálfsvígi. Sylvi- ane leggur áherslu á að ekki sé um líknardráp að ræða, heldur dauða með stuðningi. Munurinn á því tvennu er að í fyrra tilfellinu þarf annar aðili að fremja líknardrápið, til dæmis með því að gefa banvænt lyf með sprautu, en í því síðara er það sjúklingurinn sjálfur sem frem- ur sjálfsvígið og fær til þess örugga umgjörð og stuðning: „Lykilatriðið er að einstaklingurinn sé sjálfur fær um að drekka vökva sem mun leiða til dauða. Það þarf að hafa lágmarksgetu líkamlega til þess að þetta gangi upp – því sá sem frem- ur sjálfsvígið á að stýra öllu fram á síðustu stundu. Ef einstaklingur er til dæmis lamaður en getur not- að einn fingur, þá dugar það. Þá er til dæmis hægt að leyfa honum að stjórna dælu með fingrinum og koma þannig vökvanum í munn- inn. Sama gildir um þá sem eru mjög veikburða en geta sogið rör.“ Sterkur vilji nauðsynlegur Sylviane bendir á að úrræði þar sem einstaklingur framkvæmir allt sjálfur krefjist þess að sterkur vilji Sylviane Lecoultre er svissnesk að uppruna en hefur verið búsett á Íslandi í næstum fjóra áratugi. Það var ástin sem leiddi hana hingað, því 1978 kynntist hún eiginmanni sínum, Steinari Péturssyni, og flutti ári síðar með honum til Ís- lands. Hér stofnuðu þau fjölskyldu, eignuðust þrjú börn og Sylviane hóf farsælan starfsferil sem iðjuþjálfi. Henni hefur liðið vel á Íslandi, hún komst fljótt inn í samfélagið og hefur verið virk í opinberri umræðu í fjölda ára, meðal annars um mannréttindi og atvinnumál geðsjúkra. Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Sjálfsvíg með stuðningi „Það felast mikilvæg mann- réttindi í ákvörðunarrétti einstaklings um sína dauðastund „Við vitum að stundum er með- ferð ekki veitt, það er þá jafnvel ákvörðun lækn- isins. Einnig vitum við að oft er morfínið gefið að- eins hraðar hjá sjúklingum sem eru á líknandi með- ferð og að dauða komnir. Það vita allir að það hrað- ar dauðastundinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.