Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Side 28
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 28 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 2015 Ég vil bara fá þá aftur heim Ég er búin að vera í þessu síðan ég var 18 ára Það er engin ólga í þingflokknum Innistæðulausar ásakanir Ólafur Sturla Njálsson saknaði bengalkattanna sinna. – DV Klara Ósk Elíasdóttir söngkona, stefnir á sólóferil eftir Charlies. – DV Ragnheiður Ríkarðsdóttir um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. – DV Í slensk stjórnvöld stóðu frammi fyrir fordæmalausum aðstæðum haustið 2008. Endurreisa þurfti heilt bankakerfi eftir stærsta bankahrun fjármálasögunnar. Óhjákvæmilegt var að þær aðgerðir sem gripið yrði til í kjölfarið ættu eftir að reynast umdeildar. Víglundur Þorsteinsson, lög­ fræðingur og fyrrverandi aðaleigandi BM Vallár, heldur því fram, byggt á gögnum sem hann hefur aflað sér, að stjórnvöld, embættismenn og stofn­ anir hafi brotið margvísleg lög þegar lánasöfn voru flutt frá gömlu bönk­ unum yfir í þá nýju á afslætti. Þær að­ gerðir hafi skapað slitabúum föllnu bankanna „ólögmætan“ hagnað sem Víglundur telur að nemi á bilinu 300 til 400 milljörðum króna. Ekki verður séð að hinar alvarlegu ásakanir Víglundar standist nánari skoðun. Eftir setningu neyðarlaganna voru innstæður að fjárhæð um 1.400 milljarðar fluttar yfir í nýju bank­ anna. Þeim skuldbindingum þurfti jafnframt að fylgja með eignir – fyrst og fremst lánasöfn – en mikill óvissa ríkti um verðmæti þeirra á þessum tíma. Bráðabirgðamat í nóvember 2008 benti til þess að mismunur eigna og skulda væri um þúsund milljarð­ ar króna. Það misvægi hefði þurft að brúa með að nýju bankarnir hefðu gefið út skuldabréf til slitabúanna fyrir samsvarandi fjárhæð. Af því varð hins vegar ekki, sem betur fer. Fljótlega varð ljóst að það væri hvorki skynsamlegt né raunhæft að íslenska ríkið myndi fara með eignarhald á bönkunum þremur. Eig­ infjárframlagið sem slíkt hefði kall­ að á af hálfu ríkisins hefði bakað því gríðarlega fjárhagslega áhættu. Á sama tíma var uppi veruleg óvissa um þróun efnahagsmála og hvernig til myndi takast við fjárhagslega endur­ skipulagningu atvinnulífsins sem endaði að stærstum hluta í fanginu á bönkunum. Sú stefna var því mörkuð – strax undir árslok 2008 af ríkisstjórn Sjálf­ stæðisflokksins og Samfylkingarinnar – að leita leiða til að fá kröfuhafa gömlu bankanna til að eignast hlut í nýju bönkunum. Einu ári síðar náðist slíkt samkomulag við kröfuhafa þegar slitabú Glitnis og Kaupþings yfirtóku meirihluta hlutafjár í Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi (síðar Arion banka). Þannig var í senn dregið úr þeirri fjár­ hagslegu áhættu sem hefði að öðrum kosti verið sett á herðar ríkisins en um leið um það samið að kröfuhafar myndu njóta ávinningsins ef verðmæti eigna nýju bankanna – lánin sem voru flutt yfir á afslætti – reyndust meiri en grunnmatið gerði ráð fyrir. Það gekk eftir. Stór hluti hagnaðar nýju bankanna á síðustu árum stafar af virðisaukningu útlána. Sú virðisaukn­ ing var meiri en ella vegna undanláts­ semi eftirlitsstofnana sem heimiluðu bönkum að halda yfirráðum í fyrir­ tækjum mun lengur en gert hafði verið ráð fyrir í upphafi. Það þýðir hins vegar ekki að hið títtnefnda „svigrúm“ sem myndaðist í bönkunum hafi ekki verið nýtt til að koma til móts við skuldsett heimili og fyrirtæki; afskriftir, eftirgjafir og leiðréttingar ólögmætra lána nema nærri landsframleiðslu Íslands. Hvort bankarnir hefðu mátt ganga lengra í afskriftum má vafalaust deila um. Þótt ásakanir Víglundar missi marks þá er engu að síður tilefni til að kanna hvort ástæða sé til að láta fara fram rannsókn á endurreisn nýju bankanna. Ein stærstu mistök eftir­ hrunsáranna lúta að því hvernig stað­ ið var að stofnun Landsbankans með útgáfu skuldabréfs í erlendri mynt. Bankinn var endurreistur með alltof miklar eignar á efnahagsreikningnum. Samið var um að Landsbakinn ætti að greiða slitabúinu yfir 350 milljarða – auk vaxta – í erlendum gjaldeyri á aðeins fimm ára tímabili. Samkomu­ lagið byggðist á óskhyggju um að bankinn gæti endurfjármagnað sig nokkrum árum síðar á viðunandi kjörum. Slíkt gekk vitaskuld ekki eft­ ir. Landsbankinn þurfti að taka til sín gríðarlegan gjaldeyri til að vera í stakk búinn til að standa undir afborgun­ um skuldanna sem hefur aftur tor­ veldað mjög afnám hafta. Fullyrða má að ýmis ákvæði sem um var samið í skilmálum skuldabréfanna eigi sér jafnframt engar hliðstæður í hinum vestræna bankaheimi. Sumir þessara skilmála hafa verið gerðir opinberir, aðrir ekki. Alþingi hefur boðað rann­ sóknir af minna tilefni. n „Á kostnað annarra?“ Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðis­ flokksins, lét hafa það eftir sér að óráðlegt væri fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, varaformann flokksins og fyrr­ verandi innanríkis­ ráðherra, að taka á ný sæti á Alþingi. Jafnframt sagðist Elín í stöðufærslu á Facebook vera þeirrar skoðun­ ar að Hanna Birna ætti að segja af sér embætti sem varaformaður. Enginn annar þingmaður Sjálf­ stæðisflokksins hefur fengist til að taka undir með Elínu Hirst. Ummæli Elínar vöktu eftirtekt í ljósi þess að eiginmaður henn­ ar, Friðrik Friðriksson, fram­ kvæmdastjóri Skjásins, var sagð­ ur beita sér fyrir því í aðdraganda síðustu kosninga að Bjarni Bene- diktsson stigi til hliðar svo Hanna Birna gæti tekið við sem formaður. Skrif Elínar fengu blendin við­ brögð á Facebook. Þannig sagði Margrét Sanders, fram­ kvæmdastjóri Deloitte og formað­ ur Samtaka verslunar og þjónustu, í athugasemd við stöðufærslu El­ ínar: „Konur eru konum verstar. Upphefja sig á kostnað annarra?“ Kjarninn og lögreglan Sigríður Björk Guðjónsdóttir lög­ reglustjóri hefur verið í eldlínunni undanfarnar vikur í tengslum við svonefnt lekamál. Athygli hefur vakið að vefritið Kjarninn birtir ótal fréttir um lögreglustjórann og mola þar sem gefið er í skyn að staða hennar sé mjög ótrygg og öll spjót beinist að henni. Fréttahaukurinn Eiríkur Jónsson bendir á bloggsíðu sinni á að Kjarnamenn hafi tengsl inn í lög­ regluna sem geti skýrt hinn mikla áhuga á Sigríði Björk. Fram­ kvæmdastjóri Kjarnans og einn eigenda hans, Hjalti Harðarson, sé nefnilega sonur Harðar Jóhannes- sonar aðstoðarlögreglustjóra sem fór í sérverkefni þegar Sigríður Björk var skipuð lögreglustjóri. Og hann er líka fyrrverandi tengda­ sonur Jóns H. B. Snorrasonar hins aðstoðarlögreglustjórans á höfuð­ borgarsvæðinu sem vildi verða eft­ irmaður Stefáns Eiríkssonar sem lögreglustjóri. Innan lögreglunnar er fullyrt að mikil valdabarátta eigi sér stað á æðstu stöðum og þetta sé einn angi af því. Katrín og ríkisbankarnir Athyglisvert var að fylgjast með snerru Katrínar Júlíusdóttur, fv. fjármálaráðherra, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætis­ ráðherra um svonefnt Víglundar­ mál í þinginu í vikunni. Katrín kvaddi sér hljóðs og vildi að for­ sætisráðherra og framsóknarmenn upplýstu hvenær Arion banki og Íslandsbanki hefðu verið í eigu rík­ isins. Aðstoðarmaður ráðherrans, Jóhannes Þór Skúlason, brást hratt við og sendi fjölmiðlum upplýs­ ingar úr ríkisreikningi 2008, sem sýna glögglega að báðir bankarnir voru þá skráðir 100% í eigu ríkisins en voru horfnir úr bókum ríkissjóðs árið eftir. Margt hefur verið sagt um Víglundarmálið í opinberri um­ ræðu, en það er kannski ekki skrít­ ið að landsmenn eigi erfitt með að fylgja þræði í málinu ef fyrrverandi fjármálaráðherra er ekki kunnugt um að ríkið hafi átt bankana tvo að fullu á fyrstu mánuðunum og miss­ erunum eftir hrun. „Stærstu mistök eftirhrunsáranna lúta að því hvernig stað- ið var að stofnun Lands- bankans með útgáfu skuldabréfs í erlendri mynt. Leiðari Hörður Ægisson hordur@dv.is Rétturinn til sjálfstæðs lífs – fyrir alla N PA eða notendastýrð persónuleg aðstoð er þjón­ ustuform við fatlað fólk sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Fram­ kvæmdin á þjónustunni er mikið til eftir höfði notandans sjálfs sem skipu­ leggur og ákveður þjónustuna, hvern­ ig og hvenær hún er veitt. Þannig er sjálfstæði og sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins virkjaður og virtur. Pælingin á bak við NPA er ekki úr lausu lofti gripin, hún byggir á rann­ sóknum á mörgum sviðum, eins og sálar,­ félags­ og fötlunarfræði, og eins hafa verið framkvæmdar margar hagfræðilegar kostnaðar­ og nytja­ greiningar sem meta ábata og kostn­ að samfélaga við þjónustuformið. Það sem þessar rannsóknir hafa sýnt okkur um sjálfræði einstaklinga er löngu orðið alþekkt. Sjálfstæði er gott fyrir okkur. Sterk tilfinning um virka sjálfstjórn og að hafa val um grunnþætti mannlegs lífs okkar, skil­ ar bæði líkamlegri og andlegri vellíð­ an. Tilfinning um hjálparleysi hins vegar og missir á sjálfstjórn leiðir til þunglyndis, kvíða, lækkaðs sársauka­ þröskulds, meiri hættu á sjúkdómum og dauða. Viljum virkja sjálfsákvörðunarrétt Sjálfstæði fólks og sjálfstætt líf er grundvallarforsenda fyrir því að líða vel og geta þannig afkastað og verið virkur þegn í samfélaginu. Við sem samfélag hljótum að vilja virkja sjálfs­ ákvörðunarrétt fólks, á sem flestum sviðum hjá öllum hópum mannlífs­ ins en ekki einungis þeim sem geta auðveldlega notið sjálfsagðra mann­ réttinda. Kostnaðar­ og nytjagreiningar á NPA sýna svo ekki verður um villst að þó að stofnkostnaður geti verið hár, sé langtíma ábatinn meiri, ekki hvað síst varðar að efla fatlað fólk til þátt­ töku í samfélaginu með aðstoð NPA. Styðja það til dæmis af örorku með því að nýta sveigjanleika þjónustunnar til að styðja við atvinnuþátttöku. Fatlað fólk vill gjarnan borga til samfélagsins í formi þesslags skatta, en við verðum þá að búa svo um hnútana að þess sé kostur. Eftir að Alþingi samþykkti þings­ ályktunartillögu árið 2010 um not­ endastýrða persónulega aðstoð fór af stað tilraunaverkefni um þjón­ ustuna. Markmiðið var að þróa leið­ ir til að taka upp NPA fyrir fatlað fólk með markvissum og árangursríkum hætti. Þjónustan átti að vera skipu­ lögð á forsendum notandans og undir verkstjórn hans til þess að hún yrði sem heildstæðust milli ólíkra þjón­ ustukerfa. Þáverandi ráðherra skipaði sjö manna verkefnisstjórn til að leiða samstarfsverkefnið um fyrirkomulag­ ið og innleiðinguna. Í því skyni buðu sveitarfélögin í samráði við verkefnis­ stjórnina fötluðu fólki notendastýrða persónulega þjónustu til reynslu í til­ tekinn tíma. Betra en ekkert en ekki nógu gott Þingsályktunin sem Alþingi sam­ þykkti sagði einnig til um að faglegt og fjárhagslegt mat á samstarfsverkefn­ inu skyldi fara fram fyrir árslok 2014 en þá skyldi tilraunaverkefninu form­ lega vera lokið og þjónustan gerð lög­ bundin. Ekkert slíkt frumvarp hefur litið dagsins ljós, þrátt fyrir samþykktir þingsins, sem eru bindandi fyrir ráð­ herra. Ekkert fjárhagslegt og/eða fag­ legt mat á samstarfsverkefninu hefur heldur verið lagt fram af hendi Eyglóar Harðardóttur, ráðherra velferðarmála. Ráðherrann hefur þó boðað áfram­ hald á tilraunaverkefninu í tvö ár í við­ bót. Það er auðvitað betra en ekki neitt en þó langt í frá nógu gott. Á meðan bíður fjöldinn allur af fötluðu fólki í von og óvon um að kom­ ast á svokallaðan NPA­samning, því að í það minnsta til 2016 verður ekki bætt við nýjum samingum. Það fatl­ aða fólk sem ekki var hluti af tilrauna­ verkefninu mun því ekki geta sótt um, það bíður í óvissu um hvað verða vill og mun áfram þurfa að spyrja sinn þjónustuaðila hvenær það henti hon­ um að koma t.d og baða það? Margt fatlað fólk þarf áfram að reyna eftir fremsta megni að dagskrársetja sal­ ernisferðir sínar til að þær passi inn í dagvinnuplan þjónustuaðilans. Við hin ófötluðu getum ekki hugsað okkur lífið öðruvísi en að hafa sjálf vald yfir slíkum athöfnum daglegs lífs. Okkur er ekki stætt á að bjóða fötluðu fólki upp á annað. n „Það er auðvitað betra en ekki neitt en þó langt í frá nógu gott. Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar Kjallari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.