Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 56
56 Menning Sjónvarp Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 2015 Að vakna með Gissuri Gissur Sigurðsson er þægilegur fjölmiðlamaður V ið sem erum fremur morgunfúl þolum ekki of mikil læti á morgnana. Þegar við kveikjum á út- varpinu – og hörmum um leið að hafa ekki getað sofið lengur – þá viljum við ekki háværa tón- list og ekki fjölmiðlamenn og viðmælendur sem eru að spr- inga af æsingi. Gissur Sigurðsson er einmitt fjölmiðlamaður sem gott er að vakna með. Hann hef- ur fallega og róandi rödd og þægi- legan húmor og á gott með að gera grín að sjálfum sér – sem er ótvíræður en um leið sjaldgæfur kostur. Gissur hefur skoðanir og er óhræddur við að setja þær fram. Hann er virðist lítt hrifinn af pólitískum rétttrúnaði – enn einn góður kostur. Ég þekki konur sem hlusta andaktugar á Gissur á hverjum morgni. Þeim finnst hann yndislegur. Ég segi kannski ekki að ég stökkvi að tækinu í hvert sinn sem hann talar, en ég legg sannarlega við hlustir. Bogi Ágústsson er annar fjöl- miðlamaður sem gott er að hlusta á snemma morguns þegar hann er fenginn til að ræða um erlend málefni í morgunþætti á RÚV. Bogi talar af yfirvegun og skyn- semi um alls kyns málefni og leyfir sér að hafa skoðanir. Eftirminni- legt var þegar hann ræddi um álitsgjafa Fox-sjónvarpsstöðvar- innar sem hafði haldið því fram að múslimar hefðu lagt undir sig Birmingham og að þar væru sja- íralög í gildi. Þegar Bogi talaði um heimsku mannsins blótaði hann fullhraustlega. Þá mislíkaði mér því ég fékk kristilegt uppeldi og vil ekki að fólk bölvi í fjölmiðlum. En Bogi baðst samstundis afsökunar og ég fyrirgaf honum fúslega af því að hann er svo góður fjölmiðla- maður. n kolbrun@dv.is dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið Þ að hefur ekki alltaf verið þannig að heimsmeistar- ar á hverjum tíma sanni sig með góðum mótaárangri. Sagan sýnir í raun að þeir hafa verið afar misjafnir eftir að þeir hafa náð titlinum. Karpov var ansi góður sem heimsmeistari, og náði oft afar góðum mótaúrslitum. Carl- sen ætlar greinilega ekki að verða einn af þessum heimsmeisturum sögunnar sem láta lítið til sín taka milli heimsmeistaraeinvígja. Á Tata- Steel ofurmótinu sem lauk nýlega í Sjávar vík í Hollandi varð hann all ör- uggur sigurvegari í a-flokki mótsins. B-flokkur mótsins var afar vel skip- aður. Þar sigraði Kínverjinn ungi Wei Yi. Sá kappi kom til Íslands fyrir 2 árum og náði þá síðasta áfanga sín- um að stórmeistaratitli. Hann er að- eins fæddur árið 1999 og er af mörg- um talinn sá sem geti raunverulega ógnað veldi Carlsens á næstu árum. Einvígi þeirra á millum um heimsmeistaratitilinn kringum árið 2020 er t.d. ekki svo ósennilegt. Skákdagurinn var haldinn í vik- unni á afmælisdegi Friðriks Ólafs- sonar en kappinn sá er orðinn átt- ræður. „Séntilmaður af gamla skólanum“ er ein af mörgum lýsing- um á Friðrik sem birst hafa í fjölmiðl- um undanfarið. Það finnst mér lýsa honum einna best. Hvarvetna hann mætir geislar af honum ákveðin til- gerðarlaus og náttúrulegur virðuleg- ur blær, sem er afar fáum mönnum svo eðlislægur. Dettur manni einna helst í hug Vigdís Finnbogadóttir í þessu samhengi. Rétt eins og Vig- dís hefur Friðrik nú verið útnefnd- ur heiðursborgari Reykjavíkur en athöfnin fór fram í vikunni í Höfða. Friðrik er afskaplega vel að þeim titli kominn. Gunnar Björnsson til- kynnti á samkomunni um nýstofnuð Hvatningarverðlaun Friðriks Ólafs- sonar sem eru ætluð að styrkja skák- menn sem leggja sérstaklega mikið á sig til þess að ná framförum og ár- angri í skák. n Carlsen og Friðrik Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Föstudagur 30. janúar 15.20 HM í handbolta karla (4. liða úrslit) mBein útsending frá Katar. 16.50 Reykjavíkurleikarnir (Samantekt) 17.15 Vísindahorn Ævars (Fróðleikur - Jarð- skorpa) 17.20 Rétt viðbrögð í skyndihjálp 17.30 Táknmálsfréttir 17.40 HM stofa 18.00 HM í handbolta karla (4.liða úrslit) 19.30 Fréttir 19.55 Íþróttir 20.00 Veðurfréttir 20.10 HM-stofa mBein út- sending úr myndveri þar sem Þóra Arnórsdóttir tekur á móti góðum gestum og fer yfir leiki dagsins á HM í hand- bolta karla. 20.35 Hraðfréttir (15) Fréttastofa Hraðfrétta hefur öðlast sjálfstæði og þeir Benedikt og Fannar fá til sín góða gesti sem kryfja með þeim mál liðinnar fréttaviku inn að beini. 21.00 Útsvar (Fljótsdalshér- að - Árborg) Bein út- sending frá spurninga- keppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómari er Stefán Páls- son. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson. 22.10 Dauðinn má bíða 6,1 (Die another Day) James Bond er fenginn til að rannsaka tengsl hryðjuverkamanns frá Norður-Kóreu og demantajöfurs sem fjármagnar þróun alþjóðlegra geimvopna. Aðalhlutverk: Pierce Brosnan, Halle Berry og Rosamund Pike. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 00.20 Einræðisherrann 6,4 (The Dictator) Sacha Baron Cohen fer með hlutverk einræðisherra sem leggur líf sitt að veði til að lýðræði nái ekki fram að ganga. Svartur húmor eins og aðalleikarinn er þekktur fyrir. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 01.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 11:00 FA Cup 2014/2015 (Cambridge - Man. Utd.) 12:40 FA Cup 2014/2015 (Rochdale - Stoke) 14:20 Meistaradeildin í hestaíþróttum 2015 (Fjórgangur) 17:20 League Cup ( Chelsea - Liverpool) 19:00 League Cup Highlights 19:30 La Liga Report 20:00 HM í handbolta 2015 (Ísland - Danmörk) 21:20 HM í handbolta 2015 (Þýskaland - Egypta- land) 22:40 World's Strongest Man 2014 23:10 NBA (NBA Special - The Bad Boys) 00:55 La Liga Report 11:45 Football League Show 12:15 Premier League 2014/2015 (Burnley - Crystal Palace) 13:55 Messan 15:10 Premier League World 15:40 Premier League (West Ham - Hull) 17:25 Premier League 2014/2015 (Totten- ham - Sunderland) 19:10 Match Pack 19:40 Enska 1. deildin (Bo- urnemouth - Watford) 21:45 Messan 22:25 Enska úrvalsdeildin - upphitun 22:55 Match Pack 23:25 Enska 1. deildin (Bo- urnemouth - Watford) 18:05 Strákarnir 18:35 Friends (23:25) 19:00 Mom (14:22) 19:25 Modern Family 19:50 Two and a Half Men (23:23) 20:15 Pressa (5:6) 21:00 The Following (1:15) 21:45 Prime Suspect 2 (2:2) 23:30 It's Always Sunny In Philadelphia (9:13) 23:55 The Secret Circle (1:22) 00:40 Fringe (17:22) 01:25 Pressa (5:6) 02:10 The Following (1:15) 02:55 Prime Suspect 2 (2:2) 04:45 It's Always Sunny In Philadelphia (9:13) 05:10 Tónlistarmyndbönd frá Bravó 09:45 Gandhi 12:50 Straight A's 14:20 Last Chance Harvey 15:50 Gandhi 18:55 Straight A's 20:25 Last Chance Harvey 22:00 Prisoners 00:30 Hello Ladies: The Movie 01:50 Snitch 03:45 Prisoners 19:00 Raising Hope (4:0) 19:20 The Carrie Diaries (5:13) 20:05 Community 3 (21:22) 20:30 American Idol (8:37) 21:15 True Blood (7:10) 22:10 Constantine (10:13) 22:55 Longmire (6:10) 23:40 Raising Hope (4:0) 00:00 The Carrie Diaries (5:13) 00:45 Community 3 (21:22) 01:05 American Idol (8:37) 01:50 True Blood (7:10) 02:45 Constantine (10:13) 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Everybody Loves Raymond (9:26) 08:20 Dr. Phil 09:00 The Talk 09:45 Pepsi MAX tónlist 14:10 Cheers (11:22) 14:35 The Biggest Loser - Ísland (2:11) 15:45 King & Maxwell (4:10) 16:30 Beauty and the Beast (8:22) 17:10 Agents of S.H.I.E.L.D. (8:22) 17:50 Dr. Phil 18:30 The Tonight Show- Spjallþáttasnillingurinn Jimmy Fallon hefur tekið við keflinu af Jay Leno og stýrir nú hinum geysivinsælu Tonight show þar sem hann hef- ur slegið öll áhorfsmet. Leikarinn Channing Tatum leikur nú í framhaldsmynd Magic Mike XXL og kynnir nýja mynd sína hjá Jimmy í kvöld. Breski leikarinn Eddie Redmayne kynnir einnig mynd sína, The Theory of Everything, þar sem hann leikur eðl- isfræðinginn Stephen Hawking. 19:10 The Talk 19:50 Generation Cryo (5:6) Raunveruleikaþættir um 17 ára gamla stúlku, Breeanna, sem nýlega hefur komist að því að hún er getin með aðstoð sæðisgjafa. Hún heldur í ferð að leita af 15 hálfsystkinum sínum sem eru öll feðruð með sama sæðisgjafanum. 20:35 Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides 6,7 Þegar Jack Sparrow hittir fagra konu úr fortíðinni veit hann ekki hvort hann sé nú búinn að finna ástina í lífi sínu eða hvort hún sé aðeins mis- kunnarlaus bragðarefur sem er að nota hann til að finna hinn goðsagna- kennda æskubrunn. 22:55 No Country for Old Men 8,1 Skemmtileg kvikmynd eftir hina óborganlegu Cohen bræður sem m.a. fékk fjögur óskarsverðlaun. Allt ætlar um koll að keyra þegar fíkniefna- viðskipti fara úr böndun- um og stórhættulegur hausaveiðari er sendur á vettvang. 00:55 Betrayal (12:13) 01:45 Ironside (5:9) 02:30 The Tonight Show 03:20 Pepsi MAX tónlist 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:05 The Wonder Years 08:30 Drop Dead Diva (8:13) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (114:175) 10:15 Last Man Standing (14:18) 10:40 White Collar (16:16) 11:25 Heimsókn 11:45 Junior Masterchef Australia (15:22) 12:35 Nágrannar 13:00 Wall Street 15:10 The Choice (5:6) 16:00 Kalli kanína 16:20 Batman 16:45 How I Met Your Mother (20:24) 17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar 17:57 Simpson-fjölskyldan 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag. 19:11 Veður 19:20 Simpsons (12:22) 19:45 Spurninga- bomban (1:11) 20:30 NCIS: New Orleans (10:22) 21:15 Louie (2:13) 21:40 I, Frankenstein Banda- rískur spennutryllir frá 2014 með Aaron Eckhart og Bill Nighy í aðalhlut- verkum. Myndin fjallar um Adam sem Victor Frankenstein skapaði og er nú enn á ferli 200 árum síðar. Eftir árás djöfla undir stjórn hins illa Naberius er honum bjargað af verum sem erkiengillinn Mikael sendi. Þetta markar upphaf aldalangrar bar- áttu Adams við djöfla Naberiusar sem ætla sér að sigra heiminn. 23:15 Tucker and Dale vs.Evil 7,6 Hrollvekj- andi mynd með gamansömu ívafi um þá félaga Tucker og Dale sem fara í bústaðarferð með það í huga að slaka vel á en lenda þess í stað fyrir því að verða fyrir árás ógnvekjandi háskólakrakka. 00:45 G.I.Joe Retaliation 5,8 Hörkuspennandi mynd frá 2013 með Bruce Willis, Dwayne Johnson og Channing Tatum í aðalhlutverkum. 02:35 Wall Street Fjár- málaheimurinn á Wall Street er einstakur. Mögnuð spenna einkennir andrúmsloftið enda stórar fjárhæðir sem geta skipt um eigendur á einum degi og stundum oft á dag. Hinn slyngi Gekko starfar í þessari veröld og aðferð- ir hans eru oft ótrúlegar. Græðgin er alls ráðandi og siðferðið ekki alltaf í hávegum haft. 04:40 NCIS: New Orleans (10:22) 05:25 Simpson -fjölskyldan (12:22) 05:50 Fréttir og Ísland í dag Bogi Ágústsson Bogi baðst samstund- is afsökunar og ég fyrirgaf honum fúslega. MYND STEFÁN KARLSSON Gissur Sigurðsson Ég þekki konur sem hlusta andaktugar á Gissur á hverjum morgni. Þeim finnst hann yndislegur. „Séntilmaður af gamla skólanum“ Friðrik Ólafsson heiðursborgari Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.