Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 12
Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 201512 Fréttir M ér finnst mjög mikilvægt að það fari fram úttekt. Mér finnst annað ekki hægt. Ekkert endilega til þess að finna einhverja sökudólga heldur til þess að læra af reynslunni. Þetta má ekki endur­ taka sig,“ segir Heiða Björg Hilmis­ dóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í velferðarráði Reykjavíkurborgar, um innleiðingu Strætó bs. að ferða­ þjónustu fatlaðs fólks. Í ræðu sinni í borgarstjórn á þriðjudag í síðustu viku áréttaði hún nauðsyn þess að óháð úttekt færi fram og sagði að sennilega væri best að hún færi fram á vegum Samtaka sveitarfé­ laga á höfuðborgarsvæðinu þar sem um samstarfsverkefni væri að ræða. Á fundi velferðarráðs síðastliðinn fimmtudag var farið yfir stöðu mála en þá rann út tveggja vikna frestur sem velferðarráð hafði gefið Strætó til að skila áætlun um hvernig ráðin yrði bót á þjónustunni. Aðgerðaáætlun Strætó Fulltrúar Strætó bs. lögðu fram að­ gerðaáætlun vegna akstursþjónustu fatlaðs fólks á fundi velferðarráðs í síðustu viku. Aðgerðaáætlunin sam­ anstendur af fimm framkvæmdum: Í fyrsta lagi verður farið yfir skrán­ ingar með tengiliðum þjónustumið­ stöðva og tengiliðum sveitarfélaga, til að tryggja réttar skráningar um notendur. Eins og fram kom í frétta­ tilkynningu frá Strætó 15. janúar síð­ astliðnum leiddu rangar skráningar, sem sveitarfélögin bera ábyrgð á, til þess að notendur fengu ekki þá þjón­ ustu sem þeir eiga rétt á. Í öðru lagi er unnið að því að greina þau tilvik þar sem farþegi mætir ekki í pant­ aða ferð og lætur ekki vita að hann ætli ekki að nýta ferðina. Í þriðja lagi stendur yfir fjölgun á bílum sem til­ heyra akstursþjónustunni en líkt og DV fjallaði um um síðustu helgi mun fara fram örútboð á tilfallandi akstri í febrúar. Í fjórða lagi er unnið að því að greina hvers vegna bílarnir koma of seint að sækja farþega. Þar verð­ ur sérstaklega skoðað hvort tölvu­ kerfið geti leitt til þessa, til að mynda með rangri röðun á bíla, hvort sömu notendur eða bílstjórar séu ítrekað að lenda í þessu og hvort skráning í kerfið sé að misfarast. Í fimmta lagi er unnið að því að fjölga starfsfólki í símaveri. Eins og sjá má er aðgerðaáætl­ unin ekki róttæk og felur fyrst og fremst í sér athuganir – ekki aðgerð­ ir. Samkvæmt heimildum DV stóðu vonir til þess að viðbrögð Strætó yrðu meira afgerandi. Á fundi vel­ ferðarráðs var tillaga að breytingu á reglum um ferðaþjónustu fatlaðs fólks en afgreiðslu hennar frestað fram að næsta fundi. Ástandið orðið betra Elín Oddný Sigurðardóttir, varafor­ maður velferðarráðs Reykjavíkur­ borgar, segir mjög mikilvægt að þjónustan sé í lagi og samræmi við þá samninga sem gerðir voru við Strætó. „Við erum að taka til greina allar ábendingar sem komið hafa frá hagsmunasamtökum, notend­ um og umboðsmanni borgarbúa og eftir fundinn við Strætó sjáum við, á þeim gögnum sem þar voru lögð fram, að ástandið er orðið mun betra,“ segir Elín Oddný. Aðspurð hvort aðgerðaáætlun Strætó sé að hennar mati full­ nægjandi segi Elín Oddný: „Já. Þau hafa sett sér tímasett mark­ mið varðandi símasvörun, búin að bæta við starfsfólki og fleiri bílum til að sinna akstursþjónustu. Þetta virðast allt raunhæf markmið. Við munum að sjálfsögðu fylgjast áfram náið með þessu og fáum vikulega töluleg gögn um biðtíma notenda og hversu margar ferðir eru innan þessara tíu mínútna vikmarka sem sett eru í þeim samningum sem við gerðum. Við munum fylgjast með því þar til það er komið í viðeigandi horf.“ Þeir viðmælendur sem DV hef­ ur rætt við undanfarnar vikur, bílstjórar og aðrir hagsmunaaðilar tengdir ferðaþjónustunni, benda flestir á nýtt tölvukerfi sem rót vandans. Samkvæmt heimildum DV hefur það ekki komið til tals hjá velferðarráði Reykjavíkurborgar að fara fram á að skipt verði um tölvukerfi. „Við gerðum engar kröf­ ur um hvaða kerfi væri notað, það er sá sem framkvæmir þjónustuna sem velur það. Strætó þarf því að svara fyrir þann hugbúnað og þær lausnir sem notast er við,“ segir Elín Oddný. n Nauðsynlegt að gera óháða úttekt n Strætó skilar aðgerðaáætlun varðandi ferðaþjónustu fatlaðs fólks Vill óháða úttekt Heiða Björg Hilmisdótt- ir, fulltrúi Samfylkingarinnar í velferðarráði Reykjavíkurborgar, segir mikilvægt að fram fari óháð úttekt á vinnubrögðum Strætó. Ástandið mun betra Elín Oddný Sigurðardóttir, varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir aðgerðaáætlun Strætó raunhæfa. Mynd Helgi HAlldórSSon Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is Fimm þrepa aðgerðaáætlun Frestur Strætó til að skila áætlun um hvernig ráðin verði bót á ferða- þjónustu fatlaðs fólks rann út í síðustu viku. Sparkaði í lögregluþjón Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tæplega sextuga konu í átta mánaða fangelsi, þar af fimm skilorðsbundna, fyrir brot gegn valdstjórninni. Konan var ákærð fyrir að hafa aðfaranótt 15. september 2013, fyrir utan skemmtistað í Bankastræti, sparkað í fót lög­ reglumanns og reynt að slá hann í andlit. Konan neitaði sök og kvaðst ekki hafa veist að lög­ reglumanninum. Þvert á móti hefði lögreglumaðurinn ýtt við henni og hún fallið aftur fyrir sig. Vitni að atvikinu sögðu þó aðra sögu; að hún hefði reynt að hindra störf lögreglu umrætt sinn. Konan á að baki sakafer­ il frá árinu 2000. Með broti sínu rauf hún skilorð fimm mánaða fangelsisdóms, sem var skilorðs bundinn til tveggja ára, en hann féll í Hæstarétti 2013. Þótti héraðsdómi hæfileg refsing átta mánaða fangelsis­ dómur. Auk þess var henni gert að greiða málsvarnarlaun verj­ anda síns, 451 þúsund krónur. Grátlega nærri 200 milljónum Íslendingur þurfti að treysta á að enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool myndi vinna Bolton, sem leikur í deild fyrir neðan, í ensku bikarkeppninni á laugar­ dag til að vinna 205 milljónir króna. Á enska getraunaseðlinum eru þrettán leikir og áður en leikur Liverpool og Bolton hófst var tipparinn með alla tólf leik­ ina rétta. Því miður þá endaði leikurinn, nokkuð óvænt, 0–0 og verður íslenski tipparinn að gera sér að góðu að fá 4,3 milljónir króna í vinning. Hefði Liverpool unnið Bolton hefði hann hins vegar unnið 205 milljónir sem fyrr segir. Í tilkynningu frá Íslenskum getraunum kemur fram að maðurinn hafi keypt sjálfvals­ seðil upp á 60 raðir sem kost­ aði 1.020 krónur. Hann hefur þegar sótt vinning sinn og tjáði hann starfsfólki Íslenskra get­ rauna að hann væri ekki mikill sérfræðingur í knattspyrnu og hefði ekki haft hugmynd um að vinningur væri á miðanum þegar hann lét renna honum í gegnum sölukassann. Því síður vissi maðurinn að það ylti á úr­ slitum Liverpool og Bolton að hann yrði einn með þrettán leiki rétta. Þess má geta að áætluð vinningsupphæð fyrir 13 rétta á enska getraunaseðlinum um helgina er 320 milljónir króna. Höfnuðu öllum tilboðum í Hótel Sögu B ændasamtök Íslands hafa ákveðið að ganga ekki til við­ ræðna um sölu á fasteign og rekstri Hótel Sögu á grund­ velli fjögurra kauptilboða sem bárust í hótelið en það var fyrirtækjaráðgjöf MP banka sem hafði annast söluferlið frá því í nóvember í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bændasamtökunum. Er það mat samtakanna að það sé hagstæðara að „halda áfram góðum rekstri hótels­ ins fremur en að ganga að fyrirliggj­ andi tilboðum.“ Frá því var greint í DV á mánudaginn að fjórir fjárfesta­ hópar hefðu skilað inn skuldbindandi kauptilboðum í hótelið í lok þar síð­ ustu viku. Þeir sem lögðu fram tilboð í Hótel Sögu voru hópur fagfjárfesta sem verðbréfafyrirtækið Arctica Finance setti saman, fjárfestar tengdir Kea­ hótelum, sjóðsstýringarfyrirtæk­ ið Stefnir, sem er dótturfélag Arion banka, og jafnframt fagfjárfestar sem Straumur fjárfestingabanki stóð að baki. Samkvæmt upplýsingum DV hefði heildarkaupverð, miðað við þau til­ boð sem bárust í fasteign og rekstur hótelsins, verið í kringum fjóra millj­ arða króna. Skiptar skoðanir voru hins vegar á meðal fjárfestahópanna um hversu miklum fjárhæðum hefði þurft að verja til endurbóta á hótelinu. Á meðan sumir höfðu uppi áform um að ráðast í slíkar fjárfestingar fyrir um 500 milljónir króna töldu aðrir fjár­ festar að þörf væri á mun umfangs­ meiri endurbótum – hugsanlega fyrir um 1,5 milljarða króna. Í fréttatilkynningu er haft eftir Sindra Sigurgeirssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, að samtök­ in séu ánægð með þann áhuga sem kom fram í þessu söluferli. „Því mið­ ur bárust okkur ekki nægilega hag­ stæð tilboð til að skynsamlegt sé að selja eignina á þessum tímapunkti. Okkar markmið er að ávaxta eignir samtakanna með sem bestum hætti. Þegar við lögðum mat á fyrirliggjandi tilboð komumst við að þeirri niður­ stöðu að á þessum tímapunkti þjón­ aði áframhaldandi rekstur hótelsins betur því markmiði. Það hefur verið mikil gróska í ferðaþjónustu á Íslandi undanfarin misseri. Næstu skref hjá okkur eru að hefja vinnu við endur­ bætur á hótelinu til að tryggja að Hót­ el Saga hafi áfram þann virðulega sess sem það hefur ávallt haft í hugum Ís­ lendinga.“ n hordur@dv.is Bændasamtökin töldu tilboðin ekki nægilega hagstæð Formaður Bændasamtakanna Sindri Sigurgeirsson segir að ekki hafi borist nægilega hagstæð tilboð í hótelið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.