Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 4
4 Fréttir Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 2015 Ráðherra færð táknræn gjöf Fulltrúar frá Ferðafélaginu Útivist, Ferðafélagi Íslands, Ferðaklúbbn- um 4x4, Samtökum útivistarfélaga og Landvernd færðu Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, táknræna gjöf á fimmtudag til þess að minna hana á „hið mikilvæga hlutverk hennar sem alþingismanns og ráðherra að standa vörð um al- mannarétt fólks til frjálsrar farar og dvalar á óræktuðu landi.“ Gjöfin var sjálft Ísland, ef svo má segja, en á gjöfinni stóð: „Al- menningi er heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi.“ Tilefnið var að sjálfsögðu frumvarp til laga um náttúru- passa sem Ragnheiður Elín Árna- dóttir iðnaðarráðherra mælti fyrir á Alþingi á fimmtudag og styr hef- ur staðið um. Ragnheiður Elín hitti fulltrúa ferðafélaganna fyrir utan Al- þingishúsið á fimmtudags- morgun og tók á móti gjöfinni. 60 milljóna króna starfslokagreiðslur Greiddi 22,4 milljónir vegna starfsloka Páls Magnússonar fyrrverandi útvarpsstjóra R ÚV greiddi 60,2 milljónir króna í starfslokagreiðslur vegna þeirra breytinga sem urðu á yfirstjórn félagsins á síðasta rekstrarári. Félagið greiddi samtals 22,4 milljónir króna vegna starfsloka Páls Magnússonar, fyrrverandi útvarpsstjóra, en RÚV telur sér ekki heimilt að veita upp- lýsingar um frekari sundurliðun á greiðslum til annarra fyrrverandi starfsmanna félagsins. „Þessi upphæð skýrir að hluta hærri kostnað við yfirstjórn í árs- reikningi síðasta rekstrarárs (2013– 2014) en á þar síðasta rekstrarári (2012–2013). Greiðslur til stjórnend- anna sem létu af störfum voru í sam- ræmi við ráðningarsamninga þeirra og fól kostnaðurinn í sér áunnið orlof auk launatengdra gjalda,“ segir í svari RÚV við fyrirspurn DV þar sem ósk- að var eftir upplýsingum um starfs- lokagreiðslur RÚV vegna stjórnenda- skipta. Breytingarnar lækki kostnað Í síðasta tölublaði DV var fjallað um að rekstrargjöld yfirstjórnar RÚV hefðu aukist um 98 milljónir króna á tímabilinu frá 1. september 2013 til 31. ágúst 2014 miðað við árið á undan. Vitnað var í orð Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, og Magnúsar Geirs Þórðarsonar út- varpsstjóra um að aukinn rekstrar- kostnað félagsins mætti að mestu rekja til mannabreytinga á yfirstjórn- inni. DV hafði þann 19. janúar ósk- að eftir nákvæmari upplýsingum um hversu mikið af þeim 336 milljónum króna sem fóru í rekstur yfirstjórn- arinnar á tímabilinu mætti rekja til starfsloka fyrrverandi starfsmanna RÚV. Engin svör höfðu borist þegar blaðið fór í prentun en þau bárust síðan seint á mánudagskvöld og á þriðjudag. „Hvað varðar kostnaðaraukningu milli síðasta og þar síðasta rekstrarárs má geta þess að fyrir utan greiðslur til fyrri stjórnenda og lögbundnar kjara- samningshækkanir kemur til aukinn kostnaður vegna fjölgunar í stjórn Ríkisútvarpsins sem ákveðin var á Alþingi með breytingu á lögum um Ríkisútvarpið í júlí 2013. Sú aðgerð hefur áhrif til hækkunar og einnig er breyting milli ára á lífeyrisframlögum upp á 16 milljónir króna auk kostn- aðar vegna breytinga á tölvukerfum,“ segir í svari RÚV. Þar segir einnig að breytingar á skipulagi yfirstjórnar RÚV á síðasta rekstrarári feli í sér kostnaðarlækkun til framtíðar sem ætti að verða ljós strax á yfirstandandi rekstrarári sem lýkur 31. ágúst næstkomandi. Öllum sagt upp Miklar mannabreytingar urðu á yfir- stjórn RÚV á síðasta rekstrarári. Páll Magnússon, fyrrverandi útvarps- stjóri, lét af störfum að eigin ósk í desember 2013. Eins og kom fram í síðasta tölublaði DV þá greindi Morgunblaðið frá því að Páll hefði verið með tólf mánaða uppsagnar- frest og 1.220.777 krónur í mánaðar- laun. Það gerir samtals 14,6 milljón- ir króna. Í svörum RÚV til DV kemur hins vegar fram að RÚV hafi greitt samtals 22,4 milljónir króna vegna starfsloka Páls þegar áunnið orlof og launatengd gjöld hafi verið tekin með í reikninginn. Níu framkvæmdastjórum á yfir- stjórn RÚV var sagt upp í mars 2014. Á meðal þeirra voru Bjarni Guðmunds- son, framkvæmdastjóri sjónvarps, Þorsteinn Þorsteinsson markaðs- stjóri og Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri. RÚV hafði þá sent frá sér tilkynningu þar sem kom fram að tap á rekstri félagsins hefði verið um 305 milljónir króna á fyrstu sex mánuð- um rekstrarársins og að áætlan- ir gerðu ráð fyrir 357 milljóna króna tapi á öllu árinu. Magnús Geir Þórðarson tilkynnti rúmum mánuði síðar að ráðið hefði verið í níu framkvæmdastjórastöður og að sex starfsmenn færu nýir inn í yfirstjórn félagsins. Voru þeir Skarp- héðinn Guðmundsson, núverandi dagskrárstjóri sjónvarps og íþrótta, og Ingólfur Bjarni Sigfússon, vef- og nýmiðlastjóri RÚV, þá endurráðn- ir. DV er að skoða hvort grundvöllur sé fyrir því að kæra þessa neitun um sundurliðun á starfslokagreiðslum RÚV til úrskurðarnefndar um upp- lýsingamál. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Páll Magnússon Útvarpsstjórinn fyrrverandi lét af störfum að eigin ósk í desember 2013. Ríkisútvarpið Miklar mannabreytingar urðu á yfirstjórn RÚV á síðasta rekstrarári. MyndiR SiGtRyGGuR ARi Útvarpsstjóri Magnús Geir Þórðarson tilkynnti í mars 2014 að níu framkvæmda­ stjórum á yfirstjórn RÚV hefði verið sagt upp. Neita að upplýsa 22,4 milljónir Segja skilið við ferðaþjónustuna n Sambýli með sinn eigin bíl n Lausn til bráðabirgða D æmi eru um að sambýli og búsetukjarnar á höfuð- borgarsvæðinu séu komnir með sinn eigin bíl til þess að keyra íbúum á milli staða því nýtt fyrirkomulag í ferða- þjónustu fatlaðs fólks hentar þeim ekki. „Það var samkomulag milli okkar og þess hluta velferðarsviðs sem sér um ferðaþjónustuna að leysa okkar mál með þessum hætti,“ segir Kristrún Sigurjóns- dóttir, forstöðukona Sambýlisins í Jöklaseli, í samtali við DV. „Í fullri samvinnu við ferðaþjónustuna höf- um við fengið rekstrarleigubíl sem leysir hluta af vandamálinu en einnig höfum við gert samning við fastan bílstjóra. Við erum með við- kvæman hóp sem þolir illa svona almennt skipulag. Við erum með fólk sem þarf sérhæfða þjónustu og helst fólk sem það þekkir. Skipulag- ið þarna gengur ekki út frá því.“ Hún segir íbúa sambýlisins hafa notað ferðaþjónustuna fram að þessu en fyrir áramót hafi íbúarn- ir haft fastan bílstjóra. Nú sé ekki hægt að treysta á það. „Við hefðum einnig þurft að fylgja þeim í bílana og þá má kannski segja að það sé eðlilegra að við keyrum þeim. Með þessu fyrirkomulagi höfum við einnig aðgang að bíl bæði kvöld og helgar. Allir voru því sammála um að þetta væri mjög góður kostur,“ segir Kristrún. Stefán Eiríksson, sviðsstjóri vel- ferðarsviðs Reykjavíkurborgar, seg- ir fyrirkomulagið hugsað til að byrja með sem lausn til bráðabirgða, á meðan rekstraraðilar hinnar nýju þjónustu séu að ná fullkomnum tökum á henni. „Það eru einungis örfáir einstaklingar sem þurfa á sérstökum ráðstöfunum að halda af þessum toga vegna fötlunar sinnar og verið er að skoða hvar og hvern- ig best er að vinna það í hverju og einu tilviki af hálfu okkar fagfólks,“ segir Stefán í svari við fyrirspurn DV. n aslaug@dv.is Viðkvæmur hópur „Við erum með fólk sem þarf sérhæfða þjónustu,“ segir Kristrún Sigurjónsdóttir, forstöðukona Sambýlisins í Jöklaseli. Mynd ReykjAVíkuRBoRG. 300 íbúðir á Kirkjusandsreit Undirritaður hefur verið samn- ingur milli Íslandsbanka og Reykjavíkurborgar um upp- byggingu, skipulag og skiptingu Kirkjusandsreits þar sem höf- uðstöðvar bankans eru og Borgar túns 41, betur þekkt sem Strætólóð. Gert er ráð fyrir um 300 nýjum íbúðum á svæðinu en um helmingur byggingarmagns verður atvinnuhúsnæði, skrifstof- ur og þjónusta. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu en á Kirkjusandsreit er fyrirhuguð blönduð miðborgar- byggð sem verður skipt upp í nokkrar lóðir og er byggingar- magn í heild áætlað um 75–85 þúsund fermetrar. Allar núver- andi byggingar á reitnum, fyrir utan aðalskrifstofuhúsnæði Ís- landsbanka, munu víkja til að rýma fyrir uppbyggingu. Íslandsbanki hyggst sameina höfuðstöðvastarfsemi sína á ein- um stað á Kirkjusandi. Áætlað er að framkvæmdir við viðbyggingu hefjist í lok ársins og að þær taki um tvö ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.