Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 6
Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 20156 Fréttir Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Láttu drauminn rætast. Meiri úrkoma en mun hlýrra Meðalhiti í Reykjavík árið 2014 var 6,0 stig sem er 1,7 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Þetta er nítjánda árið í röð með hita ofan þess meðallags, að því er segir í umfjöllun um tíðarfar ársins 2014 á vef Veðurstofu Íslands. Þar kemur fram að einnig hafi verið hlýtt miðað við hin seinni ár því ársmeðaltalið er 0,6 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Árið var hið næsthlýjasta í Reykjavík frá upphafi samfelldra mælinga 1872, árið 2003 var lítillega hlýrra. Á Akureyri mældist meðalhit­ inn 5,3 stig, 2,1 stigi yfir meðal­ lagi áranna 1961 til 1990 og 1,0 stigi ofan meðallags síðustu tíu ára. Þetta er einnig næsthlýjast ára á Akureyri frá upphafi sam­ felldra mælinga 1881, hlýrra var 1933. Ársmeðalhitinn var hæstur í Surtsey, 7,1 stig. Þá mældist hæsti hiti ársins á Húsavík þann 23. júlí, 23,2 stig. Hámarkshiti á landinu öllu hefur ekki verið jafnlágur síðan 2001. Lægsti hiti ársins mældist –28,9 stig í Svart­ árkoti þann 19. febrúar. Þá er þess getið í umfjöllun Veðurstofunnar að úrkoma hafi verið yfir meðallagi um mest­ allt land. Í Reykjavík mældist hún 963,1 millimetri og er það 20 pró­ sentum umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 742,7 millimetrar, eða 50 prósentum umfram meðallag. Strætó endur- skoðar leiðir Strætó bs. hefur endurskoð­ að leiðakerfi og tímasetningar þeirra vagna sem aka um og frá Suðurnesjum. Þetta kem­ ur fram í fréttatilkynningu frá Strætó en um er að ræða leið­ ir 55, 88 og 89. Breytingarnar eru boðaðar aðeins 29 dög­ um eftir að leiðirnar voru fyrst teknar í notkun en tímaáætl­ anir leiðakerfisins hafa verið harðlega gagnrýndar af við­ skiptavinum Strætó. Í tilkynningunni kemur fram að með þessu séu leið­ irnar aðlagaðar betur að þörf­ um farþega. DV fjallaði um leiðakerfi Strætó í Reykjanes­ bæ fyrir tveimur vikum en þá var það seinvirkt, óraunhæft og stóðst engar tímaáætlanir. Sameinaður banki gæti haft tvo bankastjóra Rætt um tvo bankastjóra við mögulega sameiningu Straums fjárfestingabanka og MP banka V erði af samruna Straums fjárfestingabanka og MP banka gæti sameinað­ ur banki verið skipaður tveimur bankastjórum. Skömmu eftir að hluthafar Straums höfnuðu kauptilboði MP banka fyrr í þessum mánuði hófust þreifingar á ný um mögulega sameiningu fé­ laganna og rætt hefur verið um að Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, og Jakob Ásmundsson, for­ stjóri Straums, verði báðir áfram sem bankastjórar, samkvæmt ör­ uggum heimildum DV. Sameinaður banki Straums og MP banka yrði þá eini banki lands­ ins sem væri með tvo bankastjóra. Jakob er einn af stærstu hluthöfum Straums en félag hans, Jakás ehf., á 8,4 prósenta hlut í fjárfestinga­ bankanum. Samtals eiga starfs­ menn Straums um þriðjungshlut í bankanum. Sigurður Atli segir að engar „formlegar viðræður“ séu í gangi við Straum en að það sé „engu að síður áhugi sem fyrr hjá MP banka að kanna sameiningarkosti á fjár­ málamarkaði“. Jakob tekur í svipaðan streng. „Ég geri ráð fyrir því að flestir þeir sem starfa á íslenskum fjárfestinga­ bankamarkaði hafi augun stöð­ ugt opin fyrir tækifærum til vaxt­ ar. Straumur eignaðist á síðasta ári virka hluti bæði í Íslenskum verð­ bréfum og MP banka og jók hluta­ fé sitt um 500 milljónir króna í lok ársins til þess að styðja við áform félagsins um áframhaldandi ytri vöxt. Eins og fram hefur komið þá er gagnkvæmur áhugi hjá hluthöf­ um og stjórnendum Straums og MP banka að skoða möguleika til sam­ starfs með einhverjum hætti. Eins og gefur að skilja eru mál af þessu tagi viðkvæm og ég ætla því ekki að segja meira um það á þessu stigi.“ Kom ekki með gagntilboð Þreifingar á milli hluthafa og helstu stjórnenda MP banka og Straums um mögulegan samruna bankanna hafa staðið yfir nánast linnulaust undanfarna sex mánuði. Þannig upplýsti DV um að Straumur hefði í byrjun þessa árs hafnað tilboði MP banka í alla hluti fjárfestinga­ bankans. Finnur Reyr Stefánsson, stjórnarformaður Straums, hafði haft frumkvæði að því, stuttu eft­ ir að bankinn eignaðist tæplega 20 prósenta hlut í MP banka um miðj­ an nóvembermánuð, að fara þess á leit við MP banka að samkomulag myndi nást um að gert yrði kaup­ tilboð í Straum. Ekki reyndist hins vegar stuðningur við tilboð MP banka á meðal hluthafa Straums þegar á hólminn var komið. Tilboð MP banka var endanlega lagt fram þann 22. desember, eftir að gerðar höfðu verið nokkrar skil­ málabreytingar á upphaflega til­ boðinu fimm dögum áður að kröfu Straums, en frestur fyrir hluthafa Straums til að svara því rann út 7. janúar. Ekki kom fram gagntilboð af hálfu Straums en bankinn sagði hins vegar, í svari sínu til MP banka, enn hafa áhuga á að kanna hvort forsendur væru fyrir sameiningu bankanna. Gerði tilboð MP banka ráð fyrir því, líkt og áður hefur verið sagt frá í DV, að bankarnir yrðu verðmetn­ ir á sama gengi miðað við bókfært eigið fé þeirra. Ekki var ágreining­ ur um skiptihlutföll við mögulega sameiningu bankanna. Eigið fé MP banka nam ríflega 5,1 millj­ arði eftir þriðja ársfjórðung 2014 en eigið fé Straums er um 2,5 millj­ arðar eftir að bankinn lauk 500 milljóna hlutafjáraukningu undir lok síðasta árs. 666 milljóna kostnaðar- samlegð Nýir meirihlutaeigendur komu að Straumi í júlí á síðasta ári þegar hópur fjárfesta, sem var leiddur af viðskiptafélögunum Finni Rey og Tómasi Kristjánssyni, keyptu 65 prósenta hlut í bankanum af eigna­ umsýslufélaginu ALMC. Samtímis þeim kaupum áttu sér stað óform­ legar viðræður um sameiningu fé­ laganna sem runnu hins vegar fljótlega út í sandinn vegna ágrein­ ings um verðhugmyndir. Þannig fór Straumur fram á að bankinn yrði metinn miðað við fullt bókfært eig­ ið fé en MP banki væri verðlagður á genginu 0,5. Ekki var áhugi fyrir því af hálfu stjórnar MP banka að fara í formlegar sameiningarviðræður út frá þeim forsendum. Fram kom í fjárfestakynningu Straums, „Project Snæfellsjökull“, sem var kynnt ýmsum hluthöfum MP banka í nóvember síðastliðn­ um og DV hefur undir höndum, að við samruna bankanna væri hægt að ná fram kostnaðarsamlegð sem nemur 666 milljónum króna á ári. Hagnaður sameinaðs félags þegar slíkri hagræðingu væri náð – eftir 6 til 12 mánuði – yrði yfir 1.200 millj­ ónir á ári og ávöxtun á eigið fé gæti aukist um allt að 10 prósent. Þar ræður mestu fækkun starfsmanna en gert er ráð fyrir því að hægt sé að fækka þeim um 23 talsins, eða sem samsvarar 21 prósent af heildar­ starfsmannafjölda sameinaðs fé­ lags. n Með yfir 80 milljónir í árslaun Greiðslur vegna launa og hlunninda til forstjóra MP banka og Straums fjár- festingabanka á öllu árinu 2013 námu samtals 83 milljónum króna. Samkvæmt síðasta ársreikningi MP banka námu launakjör Sigurðar Atla Jónssonar, forstjóra MP banka, samtals 47,8 milljónum króna árið 2013. Launagreiðslur til Jakobs Ásmundsson- ar, forstjóra Straums, voru hins vegar 35,2 milljónir króna á sama tímabili. Samhliða umtalsverðum hagræðingar- aðgerðum sem MP banki hefur ráðist í síðustu misseri hefur starfsmönnum bankans fækkað um meira en 40 pró- sent á einu ári. Sigurður Atli hefur verið forstjóri MP banka skömmu eftir að nýir hluthafar komu að bankanum vorið 2011. Jakob varð forstjóri Straums í febrúar 2013 eftir að samkomulag náðist um að Pétur Einarsson myndi láta af störfum. Hörður Ægisson hordur@dv.is Forstjóri MP banka Sigurður Atli Jónsson. Forstjóri Straums Jakob Ás- mundsson. Einn með stöðu grunaðs Starfsmaður Samkeppniseftirlits sendur í leyfi S amkvæmt heimildum DV hefur einn starfsmaður Samkeppniseftirlitsins ver­ ið sendur í leyfi meðan lög­ reglurannsókn stendur yfir á meintum leka úr stofnuninni. Starfsmaðurinn hefur stöðu grunaðs manns. Lekinn tengist rannsókn stofn­ unarinnar á meintum samkeppn­ isbrotum nokkurra starfsmanna Eim­ skipafélagsins og Samskipa en ætlað er að trúnaðarupplýsingum um mál­ ið hafi verið lekið til RÚV. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, vill ekki stað­ festa að starfsmanni stofnunarinnar hafi tímabundið verið vikið úr starfi vegna lögreglurannsóknar og segir málið vera í eðlilegum farvegi. Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um málið beindi Samkeppniseftirlitið sjálft erindi til ríkissaksóknara hinn 17. október síðastliðinn þar sem far­ ið var fram á opinbera rannsókn á því hvaðan og hvernig trúnaðarupp­ lýsingum um efni kæru Samkeppn­ iseftirlitsins til embættis sérstaks saksóknara hefði verið miðlað til óviðkomandi aðila. „Samkeppniseftirlitið lítur fram­ angreinda miðlun upplýsinga mjög alvarlegum augum. Hefur ríkissak­ sóknara verið greint frá þeim aðgerð­ um sem gripið hefur verið til inn­ an Samkeppniseftirlitsins til þess að ganga úr skugga um hvort upplýs­ ingarnar hafi borist þaðan og jafn­ framt auðvelda rannsókn málsins“, eins og segir í tilkynningu frá stofn­ uninni í kjölfar Kastljóssumfjöllun­ arinnar. Stjórnendur Eimskipafélagsins fólu einnig lögfræðingum sínum að undirbúa kæru til lögreglu þar sem óskað var eftir rannsókn á lekanum. Þeir töldu málið alvarlegt sem endur­ speglaðist í því „að hlutabréf Eim­ skipafélagsins hafa verið athugunar­ merkt hjá Kauphöll Íslands. Það getur valdið félaginu, hluthöfum og mark­ aðnum í heild umtalsverðum skaða“, sagði í athugasemdum félagsins um miðjan október. Ítrekað var að félag­ ið vísaði á bug öllum ásökunum um brot á samkeppnislögum. n Forstjórinn Páll Gunnar Pálsson Skipafélögin kærðu leka á trúnaðargögnum frá Samkeppniseftirlitinu til RÚV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.