Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 38
Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 201538 Neytendur 10 góðar fartölvur n Þarft þú að kaupa nýja tölvu? n Þetta eru vélarnar sem þú ættir að skoða betur Þ að getur reynst þrautin þyngri að velja sér nýja far­ tölvu þegar kemur að því að endurnýja tækjakost heim­ ilisins. Það kannast margir við að kaupa sér dýra tölvu og upp­ götva síðan innan tíðar að hún hent­ ar kannski ekki þörfum viðkomandi. Það getur verið erfitt að taka þessa ákvörðun á stundinni fyrir framan tölvurekkann í næstu raftækjaversl­ un. Kannski er hún of stór og þung þegar kemur að því að ferðast með hana í vinnu eða skóla, skjárinn of lítill, of stór eða slakur eða rafhlöðu­ endingin langt undir væntingum. Til að auðvelda neytendum að taka upplýsta ákvörðun hefur Business Insider tekið saman lista yfir tíu bestu fartölvurnar fyrir árið 2015. Þar hefur markaðurinn verið kembdur og farið í gegnum umfjöll­ un og gagnrýni tölvusérfræðinga. Til að heimfæra niðurstöðurnar á Ísland gerði DV óformlega verð­ athugun á nokkrum þeirra í völdum raftækjaverslunum hér á landi. Þar sem ekki fundust verðupplýsingar fyrir allar tölvurnar á heimasíðum helstu verslana og umboðsaðila þá er til glöggvunar látið fylgja uppgef­ ið verð í Bandaríkjadölum. Hér eru niðurstöðurnar, í engri sérstakri röð. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Dell Inspiron 17 5000 Inspiron 17 (5748), úr 5000­línunni er með skörpum skjá, skilar áreiðanlegum afköst­ um og hefur að geyma endingargóða rafhlöðu. Þá er hún á tiltölulega viðráðanlegu verði. Álumgjörðin gefur henni rík­ mannlegt útlit svo hún lítur út eins og ein af dýru tölvunum. Ákjósanleg fyrir þá sem vilja nota Windows og fá öflugri tölvu en HP Stream fyrir minni pening. Verð frá: 177.990 í Advania Acer Chromebook 13 Eina Chromebook­tölvan í sínum verðflokki sem kemur með 1080 pixla HD­skjá. Skjárinn er frábær og rafhlaðan er endingargóð, allt að 11 klukkustundum á einni hleðslu. Kostar um 300 dali í Bandaríkj­ unum sem gera um 40 þúsund krónur ís­ lenskar. Toshiba Chromebook 2 Nýja Toshiba Chromebook­tölvan þykir ein besta nýja fartölvan sem þú færð og hún er ódýr. Forverinn sló í gegn hjá námsmönnum enda verðið afar viðráðanlegt, í kringum 70 þús­ und krónur hér heima. Skjárinn á Chromebook 2 er sagður gullfalleg­ ur, rafhlöðuendingin frábær og tölvan þægileg í notkun. Hún er sterkbyggð og þolir vel ferðalög. Mælt er með þessari fyrir þá sem nota tölvuna mest í léttri vinnslu og til að vafra um netið. Í Bandaríkjunum fæst hún á verði frá 250 dölum (33 þúsund kr.). HP Stream Þessi er fyrir þá sem vilja mikið fyrir lítið en sætta sig við aðeins minna. Fá­ anleg fyrir allt niður í 200 dali (26 þúsund kr.) í Bandaríkj­ unum. Þykir ágæt í létta vinnslu, lyklaborðið er þægilegt, góð rafhlöðuending og svo létt að þú finnur ekki fyrir henni. Hljóð og mynd er þó ekki eins og bestur verður á kosið. MacBook Pro Retina Ef þú vilt eignast Apple­fartölvu með betri skjá þá er MacBook Pro með Retina­skjá eitthvað fyrir þig. Það munar reyndar rúmum 60 þúsund krónum á ódýr­ ustu 13" MacBook Air og ódýrustu MacBook Pro sömu stærðar. En fyr­ ir peninginn færðu öflugri örgjörva, betri grafík, umtalsvert skarpari skjá­ upplausn og fleiri tengimöguleika. Þar á meðal HDMI­tengi. Verð frá: 227.147 kr. í Elko Asus ROG G751JT Þessi tölva er algjört skrímsli segja sérfræðingar og krýndi vefsíð­ an The Wirecutter hana sem bestu leikjafar­ tölvuna. Hún hef­ ur að geyma öfl­ ugan vélbúnað, er afar vönduð og ræður við að spila þyngstu tölvuleiki, grafíklega séð, á hæstu stillingu. Asus­tölvan er með gullfallegan skjá með mikilli upplausn og þægilegt lyklaborð. Verð frá: 319.990 kr. í Tölvulistanum Dell XPS 13 Þessi nýja 13" fartölva frá Dell býður upp 3200x1800 pixla snertiskjá sem þykir afar til­ komumikill. Betri nýting næst á skjáinn með svokölluðu „Infinity display“ þar sem skjábrún­ irnar uppi og til hliðar eru aðeins um 5 mm. Þetta er í raun 13" tölva í 11" umgjörð. Mælt er með þessari tölvu fyrir þá sem vilja ólmir halda í Windows­ stýrikerfið en njóta sömu smæðar og þyngdar og MacBook Air býður upp á. Dell fullyrðir að notendur nái 12 tíma rafhlöðuendingu á einni hleðslu en prófanir PC Mag sýndu tæpar 8 stundir. Í Bandaríkjunum fæst þessi tölva á verði frá 799 dölum (106 þúsund kr.) og upp úr. MacBook Air MacBook Air frá Apple er enn ein besta fartölva á markaðnum. Hún er ekki bara örþunn og fislétt heldur er hún lygilega afkastamikil og státar af afar endingargóðri rafhlöðu. Í um­ fjöllun PC Mag kemur fram að við prófanir hafi náðst tíu klukkustunda rafhlöðuending við notkun. Hún er fáanleg í tveimur stærðum, 11 og 13 tommum. Mælt er með stærri útgáf­ unni ef þú ætlar að nota hana til að vinna á. Eitt til að hafa í huga. Fast­ lega er búist við að Apple gefi út nýja MacBook Air innan nokkurra mánaða. Kannski er ráð að doka við og sjá til. Verð frá: 148.995 kr. í Elko Lenovo Yoga 3 Pro Þetta er ein þynnsta og léttasta tölvan frá Lenovo hingað til. Skjárinn er mikið verkfræði­ undur. QHD IPS­fjölsnertiskjár sem hægt er að snúa 360 gráður. Helsti óskosturinn er sagður slök raf­ hlöðuending. Verð frá: 259.900 kr. í Tölvutek Lenovo Thinkpad X240 Þessi tölva þykir eilítið í þyngri kantinum en er full­ komin ef þú notar hana sem færanlega borðtölvu. Skjárinn er 12,5", þetta er afkastamikil og öflug tölva sem býður upp á margvís­ lega möguleika á uppsetningu. Er með tveimur rafhlöðum sem auka endingu. Skjáupplausnin er vonbrigði miðað við verð. Verð frá: 296.315 kr. í Nýherja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.