Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 22
22 Fréttir Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 2015
BleiuBlætismálið:
„Ég er Bara svo óheppinn“
n Dæmdur fyrir kynferðisbrot og vörslu barnakláms n Segir málið allt á misskilningi byggt
Þ
að var einhver sem braust
inn á aðganginn minn á
Facebook og fór að auglýsa
eftir bleium en ég kann-
ast ekkert við þetta not-
endanafn á Blandi,“ segir maðurinn
sem DV fjallaði um á mánudaginn
og varað var við meðal annars á
vefsíðunni bland.is.
Fjöldi notenda vefsins seg-
ir manninn hafa haft samband við
þá og ýmist viljað fá bleiur gefins
eða ljósmyndir af börnum þeirra í
bleium. Maðurinn segir að það hafi
ekki verið hann sem bað um bleiur,
hvorki á Facebook, bland.is eða
hugi.is. Hann viðurkennir þó að
það hafi verið hans notandanafn
sem var notað þegar beðið var um
umrædda hluti en að einhver hafi
brotist inn á aðganginn hans og að
þetta sé allt á misskilningi byggt.
Dómurinn
„ljótur misskilningur“
Í fyrra var maðurinn dæmdur fyr-
ir að táldraga 14 ára þroskaskertan
dreng. Hann segir þann dóm „ljót-
an misskilning“ þar sem gögn hafi
verið fölsuð gegn honum. Engu
að síður viðurkennir maðurinn
að hafa sent drengnum skilaboð.
Samkvæmt dómnum á maðurinn
að hafa sóst eftir því að stunda bæði
kyn- og munnmök með drengnum.
„Það er óþægilegt að rifja þetta
upp en þetta var látið líta þannig
út að ég vildi stunda kynmök með
honum. Mamma hans tók bara af-
rit af því sem ég sagði við hann en
ekki því sem hann sagði við mig.
Hann vildi gera þessa hluti með
mér en ekki öfugt,“ segir maður-
inn en á sama tíma og sú rann-
sókn fór fram fundust ljósmyndir af
börnum í kynferðislegum athöfn-
um í tölvu hans. Myndirnar voru
um þúsund talsins, þar af 427 ljós-
myndir sem sýndu börn á bleium
eða bleiubuxum.
Vírus náði í barnaklámið
„Ég er bara svo óheppinn. Það var
einhver tölvuvírus sem fór og náði
í allar þessar barnaklámsmyndir
og niðurhalaði þeim á tölvuna. Þær
komu inn í tölvuna í gegnum þenn-
an vírus. Ég náði ekki í þær. Þetta
var bara mjög óheppileg tímasetn-
ing,“ segir maðurinn sem vill meina
að hann sé „afskaplega óheppið
fórnarlamb.“
Er þessi „óheppni“ þín búin að
standa lengi yfir?
„Þetta byrjaði allt saman í kringum
2012 en þá var ég í samskiptum við
þennan dreng og var plataður svona
illilega. Ég fékk síðan þennan dóm
og út af því máli fundu þeir þess-
ar barnaklámsmyndir út af tölvu-
vírusnum í tölvunni minni. Til að
bæta gráu ofan á svart þá bjó einhver
til aðgang á mínu nafni á bland.is og
fór að auglýsa eftir bleium og ein-
hverju svona. Á sama tíma var brot-
ist inn á Facebook-aðganginn minn
og auglýst þar eftir bleium og börn-
um í myndatöku,“ segir maðurinn.
Spurður hvort hann sæki sér ein-
hverja hjálp út af öllu því sem hann
hefur gengið í gegnum á undan-
förnum árum þá segist hann hitta
sálfræðing.
Hittir sálfræðing reglulega
„Ég er í rauninni á skilorði og verð
að hitta sálfræðinginn minn sem
hluta af því að halda skilorð. Það
getur klárlega hjálpað mönnum
eins og mér að hitta sálfræðing
reglulega en ég fékk níu mánaða
dóm og get þá nýtt mér aðstoð hans
meðan á skilorðinu stendur en það
er bundið til fimm ára,“ segir mað-
urinn sem hittir sálfræðing tvisvar í
mánuði.
Hann segist hafa haft samband
við bland.is vegna notandanafns-
ins en hann hafi fengið þau svör að
þar sem nafnið sé ekki nákvæmlega
eins og hans eigið nafn og að við-
komandi hafi þannig séð ekki brot-
ið neinar reglur þá sé ekkert hægt
að gera.
En hvaða skilaboðum viltu
koma til fólks sem talar um bleiu-
blætismanninn á samfélagsmiðl-
unum?
„Fólk á að kynna sér báðar hlið-
ar á málunum áður en það fer að
tjá sig um eitthvað sem það veit
ekkert um,“ segir maðurinn sem
vill ekki meina að hann sé hættu-
legur samfélaginu.
„Ég stunda vinnu og á vini sem
ég hitti reglulega. Þeir líta ekki á
mig sem hættulegan enda er ég það
ekkert.“ n
Atli Már Gylfason
atli@dv.is
Óskaði eftir ljós-
myndum af börn-
um í bleiu Maðurinn
var í fyrra dæmdur
fyrir að táldraga
þroskaskertan dreng
en við rannsókn máls-
ins fundust yfir þúsund
barnaklámsmyndir í
tölvu mannsins.
Kannast ekkert við
bleiublætið Maðurinn
segir að það hafi ekki verið
hann sem bað um bleiur í
gríð og erg. MynD SiGtryGGur Ari
„Það var einhver
tölvuvírus sem
fór og náði í allar þess-
ar barnaklámsmyndir og
niðurhalaði þeim á tölv-
una. Þær komu inn í tölv-
una í gegnum þennan vír-
us. Ég náði ekki í þær.
„Ég er í rauninni
á skilorði
Hvað er
bleiublæti?
Bleiublæti er kynferðislegt blæti
sem lýsir sér þannig að einstak-
lingur finnur til löngunnar til
að klæðast eða nota bleiu. Þetta
kann að tengjast læknisfræði-
legri þörf en löngunin er grund-
vallaratriði. Bleiublæti er stund-
um ranglega tengt barnagirnd. Sá
sem klæðist bleiu fær eingöngu
ánægjuna sem fylgir því að klæð-
ast henni og/eða nota hana. Að
vera neyddur til að klæðast bleiu
sem einhvers konar niðurlægingu
er stundum tengt kynferðislegum
masókisma.
Af Wikipedia.org