Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 52
Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 201552 Menning Eins og landkönnuður með landakort E lísabet Jökulsdóttir fékk á dögunum Fjöruverðlaun- in fyrir ljóðabókina Ástin ein taugahrúga – Enginn dans við Ufsaklett. Í verðlaunabókinni fjallar Elísabet um samband sitt við ofbeldismann sem hún síðan yfirgaf. Þetta er í annað skiptið sem Elísabet fær Fjöruverðlaunin, en hún hlaut þau fyrst árið 2008 fyrir bókina Heil- ræði lásasmiðsins þar sem hún fjall- aði um ástarkynlífsfíkn. Spurð um verðlaunin segir Elísabet: „Þessi verðlaun skipta mig máli, eru óskaplega skemmtileg og mikil hvatning. Þau vekja athygli á verkum manns og fylla mann um leið ábyrgðartilfinningu og minna á mik- ilvægi þess að vanda sig. Ég myndi samt halda áfram að skrifa þótt ég fengi ekki verðlaun því ég er að skrifa fyrir sjálfa mig. Ég veit ekki hvar ég væri stödd ef ég gæti ekki skrifað. Ég er eins og landkönnuður með landa- kort sem spyr sig hvar hann sé stadd- ur og hvert hann sé að fara.“ Elísabet segist hafa verið tvö ár að skrifa bókina. „Í þessari bók er ég að skoða samband mitt við ofbeldis- mann og spyr mig hvort ég hafi ver- ið skotin í honum eða hvort Guð hafi sent mér hann til að segja sögu um ofbeldi. Þetta eru ekki bara hæðin of- beldisljóð, þarna eru falleg ástarljóð og ákveðinn kómískur tónn.“ Heyrði hryllilegar sögur Hvernig var þetta samband? „Ég vissi mjög fljótlega að hann væri ofbeldismaður. Hann hafði átt fjórar konur og ég hafði heyrt hrylli- legar sögur af því sem gerðist í þeim samböndum. Þegar við byrjuðum saman gerði ég þá kröfu að hann færi í ofbeldismeðferð og hann gerði það. Það þótti óvenjulegt því venjulega vilja karlmenn ekki fara í slíka með- ferð. Mér fannst hann stundum vera að reyna að bæta sig. Hann öskraði oft á mig í samræðum en reyndi svo að tala við sjálfan sig og minna sig á að hætta að öskra. Þetta byrjaði með andlegu ofbeldi. Hann setti út á málfar mitt, klæða- burð og fjölskyldu og sagði mér að ég ætti engar vinkonur. Hann sendi mér einkennileg augnaráð og öskraði oft. Það er sagt að það taki eitt og hálft ár þar til andlegt ofbeldi í sambandi verður líka að líkamlegu ofbeldi. Þetta gerðist hjá okkur. Einn daginn skvetti hann framan í mig kaffi. Ég bað hann um að fara. Hann fór en kom aftur klukkutíma seinna og þá var ég búin að tína saman dótið hans. Þá reyndi hann að sparka í mig. Ég varð stjórn- laus af hræðslu því ég óttast líkamlegt ofbeldi og hringdi í lögregluna. Ég sleit síðan sambandinu en í ár á eftir var ég haldin þráhyggju og hitti hann öðru hverju.“ Heldurðu að ofbeldismaðurinn hafi lesið bókina þína? „Um daginn fékk ég þráhyggju og ákvað að hringja í hann. Hann sagði strax: Til hamingju með bókina. Þá var hann ekki búinn að lesa hana. Hann sagðist vera að bíða eftir að ég kæmi með hana. Kannski er hann búinn að lesa hana núna. Ég held að honum gæti jafnvel batnað ef hann læsi þessa bók.“ Ástin og kvennagullið Þetta er ekki eina ofbeldissambandið sem Elísabet hefur verið í. Hún lýs- ir fyrra sambandinu: „Ég var 21 árs gömul, ung og ástfangin í fyrsta sinn, af miklu kvennagulli. Bókin mín Rúm eru hættuleg fjallar um það samband. Þegar ég kynntist þeim manni setti hann mig upp á stall. Ég hafði aldrei áður verið sett á stall. Ég var flottur krakki, kjaftfor og kunni að svara fyr- ir mig og hafði mikið hugmyndaflug en með brotna sjálfsmynd. Ég kom frá skilnaðarheimili og þegar ég heimsótti pabba minn þá hafði hann ekki mik- inn áhuga á að sinna mér. Það var eftir að kvennagullið hafði sett mig á stall sem ofbeldið byrj- aði. Eitt kvöld var hann dauðadrukk- inn og ásakaði mig fyrir að vita ekki hvað ég vildi með sambandið. Mér fannst þetta svo mikið bull að ég gaf honum kinnhest og þá trylltist hann, barði mig og lagði heimilið í rúst á ör- fáum mínútum. Þessi hegðun varð að munstri. Í eitt skipti rifbeinsbraut hann mig og læknir spurði mig hvort ég ætlaði ekki að kæra hann, en ég þorði það ekki og vildi það ekki. Ég elskaði hann og ætlaði að láta sam- bandið ganga upp. Svo skildi hann við mig. Seinna fór ég aftur í ofbeldis- samband, sem ég lýsi í nýju bókinni, en þá var það ég sem fór eftir að vera beitt líkamlegu ofbeldi. Ég er ánægð að ég skyldi fara svo fljótt.“ Melabúðin er listaverk Elísabet gefur verðlaunabókina út sjálf, eins og flestar bækur sínar, og er dugleg við að selja þær til dæm- is í Melabúðinni. „Ég hef skrifað um tuttugu bækur og gefið tólf til þrett- án þeirra út sjálf. Ég hef gengið í ansi mörg hús í Reykjavík og selt göml- um konum bækur,“ segir hún. „Það er kostur við að gefa sjálfur út bæk- ur sínar, ég fæ að ráða öllu og það er gaman að fara í prentsmiðjurnar, tala við prentsmiðjukallana, heyra í vél- unum, þukla pappírinn og vinna með snillingi eins og Jóni Óskari sem hefur gert kápurnar mínar. Stundum hef ég hugsað með mér hvort ég sé að gefa bækurnar mínar út sjálf vegna þess að ég sé með brotna sjálfsmynd. Ofbeldismaðurinn, sem ég fór frá, sagði að ég væri eins og betlikona í Melabúðinni. Ein röddin innra með mér segir: Þú ert eins og betlikona, bara með bók í staðinn fyrir betlibauk. Hin röddin segir: Þú ert að selja bókina þína og kanna nýja markaði. Stundum er þreyt- andi að vera í sölumennsku og ég er allan tímann að gefa af mér. Það er til nokkuð sem heitir sölumaður og hann er alltaf að fiska. Nú held ég mig aðallega við sölumennsku í Melabúðinni. Sú búð er ákveðið listaverk, þar er ótrúlegt gallerí af fólki og mik- il stemning. Maður kemur inn í búðina, kaupir í matinn og eyðir peningunum sínum glaður í staðinn fyrir að ganga harmþrunginn milli rekkanna í öðrum búðum.“ Hvað á að gera við Draumakonuna? Spurð um næstu verkefni segir El- ísabet: „Mig langar til að gefa út framhald af þessari bók sem er meira í prósaformi og rekja ferlið frekar. Ég er líka með skáldsögu í smíðum sem heitir Draslið og fjallar um sambúð- ina við ofbeldismanninn. Mig langar líka til að gefa út bók um geðhvörf, ég er búin að skrifa tvö handrit, bæði skáldsögu og fræðirit, en hef ekki enn fundið rétta tóninn. Ég er með geðhvarfasýki, veiktist þegar pabbi dó og svo aftur þegar kvennagullið fór frá mér og var lokuð inni á Kleppi. Þar er mjög dramatísk saga sem mig langar til að segja. Það kom ýmislegt með vatninu eins og þar stendur í sambandi við nýju bókina mína. Eftir að hún kom út var ég stöðugt að hugsa um mann- inn og langaði að hringja í hann. Eftir ákveðnum leiðum komst ég að því að þarna var á ferð Draumakonan, hluti af mér sem ég vissi ekki af. Drauma- konan treður raunveruleikanum teygðum og toguðum inn í draum- inn bara til að útmá hann, hún er eins konar Kali eða er hún sögukona sem vill segja frá? Og hvað á ég að gera við Draumakonuna, eyða henni ef hún vill byrja með honum aftur? Eða reyna að tala við hana?“ Elísabet gefur sýnishorn af sam- skiptum sínum við Draumakonuna. Ég: Draumakona. Ertu vakandi? Draumakona: Þú nærð aldrei sambandi við mig. Ég: Hvernig á að ná sambandi við þig? Draumakona: Hringdu í hann! Ég: Það þarf að skipta um draum. Draumakona: Skipta um draum, aldrei! Ég: New York um páskana. Draumakona: New York! Þú kemst ekki út úr húsinu. Ég: Ég gæti fengið hjálp. Draumakona: Hjálp við að kom- ast í páskafrí. Ég: Nei út úr húsinu. Draumakona: Þú þarft nú fyrst hjálp við að pakka. Ég: Hverju á ég að pakka. Pass- anum? Draumakona: Þú pakkar ekki passanum. Ég: Við komumst aldrei. Draumakona: Við auglýsum þetta! Ég: Auglýsum? Draumakona: „En það bar til um þessar mundir að boð komu frá Ágústusi keisara að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina og fóru þá Draumakonan og Ég í gott frí ...“ Ég: Dream on! n Í verðlaunaljóðabók lýsir Elísabet Jökulsdóttir sambandi sínu við ofbeldismann Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Í þessari bók er ég að skoða samband mitt við ofbeldis- mann og spyr mig hvort ég hafi verið skot- in í honum eða hvort Guð hafi sent mér hann til að segja sögu um ofbeldi Elísabet Jökulsdóttir „Ég veit ekki hvar ég væri stödd ef ég gæti ekki skrifað.“ MynD Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.