Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 11
Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 2015 Fréttir 11 fjármálagerninga Hannesar að segja þegar leið fram á sumarið 2005. Í vitnastúku var á Sveinbirni að heyra að „hvarfið“ á milljörðunum 2,8 seint í apríl þetta ár hafi kom- ið illa við bókhaldið. „Ég þurfti að hafa bókhaldið í lagi,“ sagði hann og kvaðst hafa leitað skýringa, með- al annars hjá Hannesi. Reyndi einnig að fara „bakdyraleiðir“ til að fá upp- lýsingar. Sveinbjörn setti sig síðar í sam- band við Björn og Eggert hjá KB í Lúxemborg til að fá skýringar, en svo virðist sem einkum Björn hafi haft með málið að gera innan bank- ans. Sveinbjörn reyndi með öðrum orðum að fá fullnægjandi upplýs- ingar um „hvarfið“ á 2,8 milljörð- um af reikningi FL Group, enda hefði endurskoðandi annars gert athugasemdir vegna málsins í árs- hlutauppgjöri félagsins. Fram kom í réttinum að Hann- es hefði reynt að fullvissa starfs- menn FL Group um að upphæðin væri tiltæk. Um síðir, eða um tveim- ur mánuðum síðar, kom upphæðin aftur inn á reikninga FL Group. Það var þó á fárra vitorði þá að upphæðin kom frá Fons og Pálma Haraldssyni sem hafði fengið upphæðina að láni hjá KB í Lúxemborg. Pálmi í vitnastúku Kom FL Group eitthvað nálægt við- skiptum Fons og Pálma Haraldsson- ar varðandi kaupin á 50 prósenta hlut í Sterling? Nei, sagði Pálmi fyrir réttinum hafandi áður viðurkennt þá skyldu sína fyrir dómara að segja satt og rétt frá. Mundi Pálmi eftir lánssamn- ingi við Kaupþing í Lúxemborg sem tengdist umræddu máli? Nei. Pálmi mundi í réttinum hvorki eftir slíkum samningi né ábyrgð Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar og Hannesar Smárasonar á slíku láni. Hann kvaðst aldrei hafa rætt neitt slíkt við KB banka í Lúxemborg eða við Hannes. Hannes kannaðist fyrir réttinum heldur ekkert við nein viðskipti við Fons í þessum efnum, engar greiðsl- ur í þágu Fons („transferred in favo- ur of Fons“). Samt voru peningarnir fluttir í gegnum KB í Lúxemborg til Fons og nú sem 262 milljónir danskra króna. Eða það segja skjölin sem tala sínu máli þótt minni manna sé brigðult. Og Sigurður Valgeir Guð- jónsson, lögfræðingur hjá KB í Lúx- emborg á þessum tíma, kannað- ist vel við skjalagerð í tengslum við málið þótt aldrei hafi hann verið í beinu sambandi við Hannes. Enda tók Sigurður að sögn við upplýsing- um og fyrirmælum frá Birni Jónssyni og Magnúsi Guðmundssyni, fyrrver- andi bankastjóra KB banka í Lúxem- borg. n Hannes smárason og gleymskunnar dá n Farið fram á allt að þriggja ára fangelsisdóm vegna 2,8 milljarða fjárdráttar n Stjórn FL Group var ókunnugt um millifærsluna n Verjandinn krefst sýknu Athafnamaðurinn Hannes Smárason var ekkert peð í útrásinni fram að hruninu. Snemma árs 2007 stofnaði hann Geysir Green Energy ásamt öðrum. Tilgangurinn var að hasla sér völl á sviði orkunýtingar og orkuverkefna hér á landi en ekki síður í jarðhitaverkefnum erlendis. Í júní 2013 var Geysir Green Energy lýst gjaldþrota. Það var þá löngu komið í hendur Íslandsbanka eftir tugmilljarða tap félagsins um og eftir hrun. Skiptum félagsins lauk í desember síðastliðnum. Lýst var 28,5 milljarða króna kröfum í félagið. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í kröfurnar! Hraðar hendur Skömmu fyrir þingkosningarnar 2007 ákvað ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að selja 15 prósenta hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Sölunni stýrði framkvæmdanefnd um einkavæðingu. Nefndina skipuðu þeir Baldur Guðlaugsson, þáverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Illugi Gunnarsson, síðar þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Kristinn Hallgríms- son, hæstaréttarlögmaður og fulltrúi Framsóknarflokksins, og Sævar Þór Sigurgeirsson endurskoðandi. Þann 30. apríl 2007, aðeins 12 dögum fyrir þingkosningarnar, ákvað Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, að taka tilboði Geysir Green Energy í hlutinn. Söluverðið var liðlega 7,6 milljarðar eða um 12 milljarðar króna á verðlagi dagsins í dag. Tilboð Hannesar Smárasonar, aðaleiganda Geysir Green Energy, reyndist 60 prósentum hærra en næsthæsta tilboðið og tvöfalt til þrefalt hærra en verðmat Capacent á þeim tíma. Kapphlaup útrásarvíkinga og athafnamanna um hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja skömmu fyrir þingkosningarn- ar 2007 markaði upphafið að nýju og uppsprengdu verðmati orkufyrirtækjanna í landinu. Menn ætluðu sér að nýta vel þau tækifæri sem skapast höfðu með yfirlýstri stefnu stjórnarflokkanna um einkavæð- ingu eða samstarf við einkafyrirtæki. Snemma árs 2007 átti Sjálfstæðis- flokkurinn frumkvæði að því að hafnar yrðu viðræður við Landsbankann um stofnun útrásarfyrirtækja á vegum Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar. Þann 17. febrúar, liðlega tveimur mánuð- um áður en Árni Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, gekk frá framangreindri sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja, stofnaði Landsvirkjun útrásarfyrirtækið HydroKraft Invest í samstarfi við Lands- bankann. Aðeins 40 dögum síðar, 27. mars 2007, samþykkti stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að stofna hlutafélag um útrásarstarf- semi, Reykjavik Energy Invest (REI). Flutn- ingsmaður tillögunnar var Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi stjórnarformaður OR og núverandi þingmaður Sjálfstæðis- flokksins. Einkavæðingin á dagskrá Stofnun Orkuveitu Reykjavíkur á REI í samvinnu við Geysir Green Energy og Hannes Smárason var í góðu samræmi við þær áherslur sem finna mátti í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Orðalagið í sáttmálanum, sem að þessu sneri, byggði á landsfundarályktun Sjálfstæð- isflokksins um auðlindanýtingu en þar sagði: „Tímabært er að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls í þeirri útrás.“ Geir H. Haarde, þáverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins og forsætisráðherra, lýsti því einnig á landsfundi í apríl þetta ár, fáeinum vikum eftir stofnun REI að stefna bæri að einkavæðingu Landsvirkjunar og orkufyrirtækja. Eins og áður segir fundust engar eignir upp í nærri 30 milljarða kröfur í Geyrir Green Energy. Félagið átti HS Orku nánast með húð og hári fyrir hrunið 2008. Það tapaði stórfellt í kjölfar hrunsins og neyddist til að selja kanadíska félaginu Magma Energy fyrir liðlega 30 milljarða króna. Til samanburðar Vitni, sem kölluð voru í Héraðsdóm Reykjavíkur í vikunni í fjárdráttar- og um- boðssvikamáli gegn Hannesi Smárasyni, voru sammála um að 2,8 milljarðar króna af reikningi FL Group væru miklir peningar sem um hefði munað árið 2005. Upphæð- in jafngildir 5,1 milljarði króna í dag. 2,8 milljarðar eru þó aðeins tíundi hluti af gjaldþroti Geysir Green Energy. Hannes og einkavæðingin n 29 milljarða gjaldþrot Geysir Green Energy n Engar eignir Sterling Pálmi Haraldsson og félag hans Fons keypti helmingshlut í danska flugfélaginu Sterling fyrir 4 milljarða króna. 2,8 milljarðar virðast hafa komið eftir krókaleiðum frá FL Group fyrir meðalgöngu Hannesar og án vitneskju stjórnar FL Group. Þegar allt lék í lyndi Árið 2007 var FL Group og Hannes að hasla sér völl í orkugeiranum. Krókaleiðir 2,8 milljarðar frá FL Group til KB í Lúxemborg og þaðan til Fons í dönskum krónum til kaupa á helmingshlut í Sterling. „Það var ergjandi staðreynd að skjalagerð í bankanum var ábótavant Fyrir rétti – ekki í fyrsta skipti Hannes Smárason kannast ekki við nein viðskipti við Fons eða flutning á 2,8 milljörðum króna af reikningi FL Group árið 2005 sem enduðu hjá Fons. Mynd SiGTryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.