Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Page 11
Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 2015 Fréttir 11 fjármálagerninga Hannesar að segja þegar leið fram á sumarið 2005. Í vitnastúku var á Sveinbirni að heyra að „hvarfið“ á milljörðunum 2,8 seint í apríl þetta ár hafi kom- ið illa við bókhaldið. „Ég þurfti að hafa bókhaldið í lagi,“ sagði hann og kvaðst hafa leitað skýringa, með- al annars hjá Hannesi. Reyndi einnig að fara „bakdyraleiðir“ til að fá upp- lýsingar. Sveinbjörn setti sig síðar í sam- band við Björn og Eggert hjá KB í Lúxemborg til að fá skýringar, en svo virðist sem einkum Björn hafi haft með málið að gera innan bank- ans. Sveinbjörn reyndi með öðrum orðum að fá fullnægjandi upplýs- ingar um „hvarfið“ á 2,8 milljörð- um af reikningi FL Group, enda hefði endurskoðandi annars gert athugasemdir vegna málsins í árs- hlutauppgjöri félagsins. Fram kom í réttinum að Hann- es hefði reynt að fullvissa starfs- menn FL Group um að upphæðin væri tiltæk. Um síðir, eða um tveim- ur mánuðum síðar, kom upphæðin aftur inn á reikninga FL Group. Það var þó á fárra vitorði þá að upphæðin kom frá Fons og Pálma Haraldssyni sem hafði fengið upphæðina að láni hjá KB í Lúxemborg. Pálmi í vitnastúku Kom FL Group eitthvað nálægt við- skiptum Fons og Pálma Haraldsson- ar varðandi kaupin á 50 prósenta hlut í Sterling? Nei, sagði Pálmi fyrir réttinum hafandi áður viðurkennt þá skyldu sína fyrir dómara að segja satt og rétt frá. Mundi Pálmi eftir lánssamn- ingi við Kaupþing í Lúxemborg sem tengdist umræddu máli? Nei. Pálmi mundi í réttinum hvorki eftir slíkum samningi né ábyrgð Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar og Hannesar Smárasonar á slíku láni. Hann kvaðst aldrei hafa rætt neitt slíkt við KB banka í Lúxemborg eða við Hannes. Hannes kannaðist fyrir réttinum heldur ekkert við nein viðskipti við Fons í þessum efnum, engar greiðsl- ur í þágu Fons („transferred in favo- ur of Fons“). Samt voru peningarnir fluttir í gegnum KB í Lúxemborg til Fons og nú sem 262 milljónir danskra króna. Eða það segja skjölin sem tala sínu máli þótt minni manna sé brigðult. Og Sigurður Valgeir Guð- jónsson, lögfræðingur hjá KB í Lúx- emborg á þessum tíma, kannað- ist vel við skjalagerð í tengslum við málið þótt aldrei hafi hann verið í beinu sambandi við Hannes. Enda tók Sigurður að sögn við upplýsing- um og fyrirmælum frá Birni Jónssyni og Magnúsi Guðmundssyni, fyrrver- andi bankastjóra KB banka í Lúxem- borg. n Hannes smárason og gleymskunnar dá n Farið fram á allt að þriggja ára fangelsisdóm vegna 2,8 milljarða fjárdráttar n Stjórn FL Group var ókunnugt um millifærsluna n Verjandinn krefst sýknu Athafnamaðurinn Hannes Smárason var ekkert peð í útrásinni fram að hruninu. Snemma árs 2007 stofnaði hann Geysir Green Energy ásamt öðrum. Tilgangurinn var að hasla sér völl á sviði orkunýtingar og orkuverkefna hér á landi en ekki síður í jarðhitaverkefnum erlendis. Í júní 2013 var Geysir Green Energy lýst gjaldþrota. Það var þá löngu komið í hendur Íslandsbanka eftir tugmilljarða tap félagsins um og eftir hrun. Skiptum félagsins lauk í desember síðastliðnum. Lýst var 28,5 milljarða króna kröfum í félagið. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í kröfurnar! Hraðar hendur Skömmu fyrir þingkosningarnar 2007 ákvað ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að selja 15 prósenta hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Sölunni stýrði framkvæmdanefnd um einkavæðingu. Nefndina skipuðu þeir Baldur Guðlaugsson, þáverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Illugi Gunnarsson, síðar þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Kristinn Hallgríms- son, hæstaréttarlögmaður og fulltrúi Framsóknarflokksins, og Sævar Þór Sigurgeirsson endurskoðandi. Þann 30. apríl 2007, aðeins 12 dögum fyrir þingkosningarnar, ákvað Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, að taka tilboði Geysir Green Energy í hlutinn. Söluverðið var liðlega 7,6 milljarðar eða um 12 milljarðar króna á verðlagi dagsins í dag. Tilboð Hannesar Smárasonar, aðaleiganda Geysir Green Energy, reyndist 60 prósentum hærra en næsthæsta tilboðið og tvöfalt til þrefalt hærra en verðmat Capacent á þeim tíma. Kapphlaup útrásarvíkinga og athafnamanna um hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja skömmu fyrir þingkosningarn- ar 2007 markaði upphafið að nýju og uppsprengdu verðmati orkufyrirtækjanna í landinu. Menn ætluðu sér að nýta vel þau tækifæri sem skapast höfðu með yfirlýstri stefnu stjórnarflokkanna um einkavæð- ingu eða samstarf við einkafyrirtæki. Snemma árs 2007 átti Sjálfstæðis- flokkurinn frumkvæði að því að hafnar yrðu viðræður við Landsbankann um stofnun útrásarfyrirtækja á vegum Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar. Þann 17. febrúar, liðlega tveimur mánuð- um áður en Árni Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, gekk frá framangreindri sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja, stofnaði Landsvirkjun útrásarfyrirtækið HydroKraft Invest í samstarfi við Lands- bankann. Aðeins 40 dögum síðar, 27. mars 2007, samþykkti stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að stofna hlutafélag um útrásarstarf- semi, Reykjavik Energy Invest (REI). Flutn- ingsmaður tillögunnar var Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi stjórnarformaður OR og núverandi þingmaður Sjálfstæðis- flokksins. Einkavæðingin á dagskrá Stofnun Orkuveitu Reykjavíkur á REI í samvinnu við Geysir Green Energy og Hannes Smárason var í góðu samræmi við þær áherslur sem finna mátti í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Orðalagið í sáttmálanum, sem að þessu sneri, byggði á landsfundarályktun Sjálfstæð- isflokksins um auðlindanýtingu en þar sagði: „Tímabært er að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls í þeirri útrás.“ Geir H. Haarde, þáverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins og forsætisráðherra, lýsti því einnig á landsfundi í apríl þetta ár, fáeinum vikum eftir stofnun REI að stefna bæri að einkavæðingu Landsvirkjunar og orkufyrirtækja. Eins og áður segir fundust engar eignir upp í nærri 30 milljarða kröfur í Geyrir Green Energy. Félagið átti HS Orku nánast með húð og hári fyrir hrunið 2008. Það tapaði stórfellt í kjölfar hrunsins og neyddist til að selja kanadíska félaginu Magma Energy fyrir liðlega 30 milljarða króna. Til samanburðar Vitni, sem kölluð voru í Héraðsdóm Reykjavíkur í vikunni í fjárdráttar- og um- boðssvikamáli gegn Hannesi Smárasyni, voru sammála um að 2,8 milljarðar króna af reikningi FL Group væru miklir peningar sem um hefði munað árið 2005. Upphæð- in jafngildir 5,1 milljarði króna í dag. 2,8 milljarðar eru þó aðeins tíundi hluti af gjaldþroti Geysir Green Energy. Hannes og einkavæðingin n 29 milljarða gjaldþrot Geysir Green Energy n Engar eignir Sterling Pálmi Haraldsson og félag hans Fons keypti helmingshlut í danska flugfélaginu Sterling fyrir 4 milljarða króna. 2,8 milljarðar virðast hafa komið eftir krókaleiðum frá FL Group fyrir meðalgöngu Hannesar og án vitneskju stjórnar FL Group. Þegar allt lék í lyndi Árið 2007 var FL Group og Hannes að hasla sér völl í orkugeiranum. Krókaleiðir 2,8 milljarðar frá FL Group til KB í Lúxemborg og þaðan til Fons í dönskum krónum til kaupa á helmingshlut í Sterling. „Það var ergjandi staðreynd að skjalagerð í bankanum var ábótavant Fyrir rétti – ekki í fyrsta skipti Hannes Smárason kannast ekki við nein viðskipti við Fons eða flutning á 2,8 milljörðum króna af reikningi FL Group árið 2005 sem enduðu hjá Fons. Mynd SiGTryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.