Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 30
30 Umræða Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 2015 Litlar upphæðir Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni É g fór á margumræddan spjall- fund í Háskóla Íslands á dögunum þar sem Hannes Hólmsteinn viðraði skoðan- ir sínar og athuganir um að bankahrunið í október 2008 hefði fyrst og fremst eða eingöngu orðið vegna samsæris ýmissa útlendinga um að koma okkur á kné, og margir hafa vitnað til. Fundurinn var ágæt- lega kynntur og haldinn á Há- skólatorginu en samt hafður í lítilli kennslustofu, svo að þar stóðu menn ærið þröngt, þeir sem á annað borð komust inn. En þarna töluðu aðal- lega áðurnefndur Hannes og að auki þeir Guðni Th. Jóhannesson og Eirík- ur Bergmann, allt fróðir og áheyrileg- ir menn. Fallegt fóstbræðralag Margir láta Hannes H. Gissurarson fara óstjórnlega í taugarnar á sér, og þá vegna skoðana hans, en sjálf- ur hef ég oft haft gaman af honum. Hann er auðvitað víðlesinn og flug- mælskur, og þótt við séum gjarnan ósammála þá er varla hægt að kvarta yfir því; ég held að heimurinn yrði heldur drumbslegur og leiðinlegur ef allir væru sammála um allt. Hannes er að skrifa bók og mér sýnist að hans aðalerindi sé að sýna og sanna að Davíð Oddsson vinur hans sé á engan hátt sekur um þær efnahags- hamfarir sem hér riðu yfir. Maður getur ekki annað en dáðst að þessu, fátt er fallegra en svona fóstbræðra- lag á milli manna, eða það þegar menn eru tilbúnir að vaða „elg og brennistein“ (eins og einhver sagði) fyrir vini sína. Við eigum reyndar eft- ir að sjá hvernig til tekst með þenn- an leiðangur Hannesar; margir hafa viljað klína mikilli sök á Davíð, með- al annars útlent stórblað sem setti ís- lenska valdamanninn á topp tíu um helstu gerendur heimskreppunnar sem reið yfir umrædda haustdaga; Jónas Kristjánsson kallar þá atburði jafnan „Davíðshrunið“. Eflaust kann eitthvað að vera ofsagt í þannig úr- skurðum, en samt verður tæpast al- veg auðvelt fyrir HHG að hvítskúra þann mann sem réð mestu um alla löggjöf og efnahagsstjórn næstliðinn einn og hálfan áratug fyrir hrun, um að hafa hvergi gert neitt sem olli því að það fór sem fór. En semsé: margt verður forvitnilegt að skoða og ræða þegar væntanleg bók HHG birtist, og þar verður hann eflaust kominn með handfastari og fræðilegri heimildir fyrir sínu máli en þær upplýsingar að DO hefði sagt Hannesi að ónefndur erlendur fjármálamaður hefði sagt sér eitthvað undir borðum á veitinga- húsi í Reykjavík sumarið 2008, mörg- um vikum fyrir hrun – en þannig var ein sönnunarfærsla hans fyrir máli sínu á fundinum í Háskólanum. Hannes sýndi líka nokkrar myndir í upphafi af þeim sem helst báru ábyrgð á hruninu að hans mati, þar var auðvitað Jón Ásgeir, Ingibjörg Sólrún (út af Borgarnesræðu sem enginn vitnar í, enda kæmi þá í ljós að þar var sagt eitthvað allt annað en hægriöflin hamra á) – og svo fékk að fljóta með mynd af Hallgrími Helga- syni „Baugspenna“. Þá hlógu mér söngfuglar í brjósti. Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja „Hrunið bjargaði okkur!“ „Það sem hefur breyst til hins betra frá því að ég var ung, er að unglingar í dag láta ekkert svona perrakalla vaða yfir sig. Þau segja frekar frá í dag. Þegar ég var unglingur í fiski úti á landi töluðu sumir svona perrakallar mjög ógeðslega við okkur stelpurnar og þar af yfirmenn. Sem við þorðum auðvitað ekkert að andmæla eða segja frá. Í dag segja krakkarnir frekar frá og til hamingju með það kæra Emma að þora að láta þjóðina vita af svona ranglæti og perraskap – dugleg stelpa :),“ segir Adda Guðrún Sigur- jónsdóttir og hvetur Emmu Jóhönnu Pálínudóttir, sem fékk uppsagnarbréf stuttu eftir að hún kvartaði undan kynferðislegri áreitni frá samstarfs- manni sínum á Aktu taktu, áfram. „Mikið rosalega fara stjórnendur svona fyrirtækja illa með orðstír þess með svona klaufalegum aðgerðum. Að mínu mati eru þeir óhæfir að reka og stýra rekstri, hvað þá að fara með mannaforráð. Ég dáist að henni að opinbera þetta,“ segir Þórey Rakel Mýrdal og tekur þátt í að hvetja Emmu Jóhönnu áfram. „Í Pakistan skvetta þeir sýru í andlit kvenna sem hafna þeim, á Íslandi kasta þeir hefndarklámi á netið, viðbjóður,“ segir Bubbi Morthens í athugasemd á dv.is í umfjöllun um hefndarklám. „Nú ættu Íslendingar einu sinni að standa saman og hunsa algjörlega þetta náttúrupassarugl og fara allra sinna ferða ókeypis eins og kveðið er á um í lögum. Það var settur sérstakur skattur á til að standa straum af viðhaldskostnaði vegna ágangs á ferðamannastöðum. Það er gistináttaskattur sem var settur á 1. janúar 2012 og eins og þegar um aðrar „eyrnamerktar“ tekjur er að ræða ganga þær ekki allar til þess sem þær eru heldur hirðir ríkið verulegan hluta af tekjunum sbr. vegagjald í eldsneyti, útvarpsgjald, o.fl. Einfaldast er að hækka þennan gistináttaskatt úr 100 kr. í 200 kr. og láta hann renna óskiptan til þess hlutverks sem hann var stofnaður!“ segir Friðjón Árnason og er ekki par sáttur við áform iðnað- arráðherra um náttúrupassa. 15 20 8 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.