Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 41
Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 2015 Skrýtið 41 Mögnuð Mannvirki seM aldrei voru byggð n Stórhuga hugmyndir sem slegnar voru út af teikniborðinu n Business Insider tók saman  Sovéthöllin Sovét- menn lögðu fram metnaðarfulla áætlun árið 1931 um byggingu nýs þinghúss sem átti að standa í Moskvu. Efnt var til hönnunarsamkeppni sem arkitektinn Boris Iofan vann, en markmið hans var að byggja gríðarstórt mannvirki eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Hafist var handa við byggingu Sovéthallarinnar, eins og byggingin átti að heita, árið 1937 og gerðu áætlanir ráð fyrir að byggingin yrði sú stærsta að flatarmáli í heiminum. Þegar síðari heimsstyrjöldin skall á varð hluti byggingarinnar fyrir skemmdum og var ákveðið að halda byggingunni ekki áfram.  Ofurpýramídinn í Tókýó Margar stórhuga byggingahugmyndir hafa komið upp á yfirborðið á undanförnum árum og áratug- um en ein sú athyglisverðasta er bygging, í laginu eins og pýramídi, sem japanskir draumóramenn vildu byggja. Byggingin sem um ræðir átti að fljóta í Tókýóflóa í Japan og samkvæmt teikningum átti hún að vera fjórtán sinnum stærri en pýramídinn í Giza í Egyptalandi. Áætlanir gerðu ráð fyrir að í byggingunni myndu rúmast hvorki fleiri né færri en 750 þúsund manns. EKkert varð úr verkefninu, einfaldlega vegna þess að þau byggingarefni sem þarf í bygginguna eru ekki til og eru enn í þróun. Enginn skyldi þó útiloka að ofurpýramídinn rísi einhvern tímann á næstu 100 árum eða svo.  Tatlins-turninn í Pétursborg Rússinn Vladimír Tatlin hannaði Tatlins-turninn árið 1919 og var markmið þessa arkitekts að gera stærri og mun merkilegri byggingu en Eiffelturninn í París. Raunar átti Eiffelturninn að blikna í samanburðinum enda átti byggingin að vera 400 metra há. Samkvæmt teikningum Vladimírs átti byggingin að samanstanda af járni, gleri og stáli en auk þess vildi hann að hægt yrði að snúa byggingunni einu sinni á ári. Ekki er farið nánar út í þá útfærslu hér. Bygginguna átti meðal annars að nota undir ráð- stefnur, fyrirlestra og ýmiss konar fundi. Ekkert varð úr áætlununum enda framkvæmdin rándýr og byggingin auk þess ópraktísk miðað við stærð.  Rússlandsturninn Yfirvöld í Rússlandi hugðust byggja risastóra byggingu áður en efnahagsniðursveiflan árið 2008 setti þær áætlanir úr skorðum. Hafist var handa við bygginguna, The Russia Tower á engilsaxnesku, eða Rússlandsturninn, á því herrans ári 2007 og átti framkvæmdum að ljúka árið 2012. Turninn átti að vera 118 hæðir og í byggingunni áttu að geta rúmast 30 þúsund manns. Sem fyrr segir setti efnahagsniðursveiflan árið 2008 strik í reikninginn. Árið 2009 var formlega ákveðið að hætta við bygginguna þó að framkvæmdir væru hafnar.  The Illinois í Chicago Því fer fjarri að Spírallinn í Chicago sé fyrsta stóra byggingin sem slegin er út af teikniborðinu í borg vindanna, eins og Chicago er stundum kölluð. Árið 1956 teiknaði arkitektinn Frank Lloyd Wright byggingu sem átti að vera hvorki meira né minna en ein míla á hæð, 1.600 metrar, fjórum sinnum hærri en Empire State-byggingin sem á þeim tíma var hæsta bygging heims. Burj Khalifa, núverandi hæsta bygging heims, hefði bliknað í samanburðinum en hún er um 800 metra há. Ekkert varð af byggingunni enda reyndist allt of dýrt að ráðast í svo risavaxið verkefni.  Spírallinn í Chicago Ekki eru mjög mörg ár síðan borgaryfirvöld í Chicago hugðust byggja eina hæstu byggingu heims en hún átti að vera um 600 metra há. Byggingin hlaut vinnuheitið, Spire, eða Spírallinn á íslensku. Ekkert varð af áformunum en þau fóru út um þúfur þegar efnahags- niðursveiflan gekk yfir heimsbyggðina árið 2008. Þá hjálpaði ekki til að sá sem hannaði bygginguna, Garrett Kelleher, flæktist í dómsmál við Anglo Irish-bank- ann. Að lokum fór svo að ákveðið var að slá byggingu Spíralsins út af teikniborðinu fyrir fullt og allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.