Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 33
Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 2015 Fólk Viðtal 33 dansara mínum á þessum árum, og þá var ég með svona hatt,“ segir Bryndís og tekur upp hattinn sinn. Henni þótti við hæfi að mæta með svipaðan hatt í viðtalið og hún var með á forsíðumyndinni fyrir tæp- um 60 árum. Kosin fegurðardrottning í norðangarra Bryndís þótti, og þykir enn, stór- glæsileg kona sem vakti athygli hvar sem hún fór. Það er því ekki að undra að hún hafi, 19 ára göm- ul, verið beðin um að taka þátt í Fegurðarsamkeppni Íslands sem fór fram í Tívolí í Vatnsmýrinni. Að- spurð hvernig það hafi komið til segir hún að líklega hafi einhver að- standandi keppninnar tekið eftir henni í gömlu sundlaugunum. „Ég heyrði fyrir aftan mig að einhver sagði að „þessi yrði flott í keppn- ina“ og svo hafa þeir eflaust hringt í mömmu. Mamma mín var mjög falleg kona sem átti sína drauma en hún giftist ung og fór að hlaða niður börnum. Ég held að hún hafi borið ábyrgð á þessu, að henni hafi þótt þetta góð hugmynd, en ég tók þessu ekki mjög alvarlega fyrr en á loka- sprettinum,“ segir Bryndís hrein- skilin. Keppnin var haldin utanhúss í Tívolí, í norðangarra, eins og hún orðar það sjálf. Henni var því ískalt þar sem hún þurfti að spranga um sviðið á sundbolnum einum fata og láta dómarana mæla sig út. Sama kvöld var hún að dansa í Sumar í Týról á fjölum Þjóðleikhússins og varð því að hlaupa á milli staða til að allt gengi upp. Ekki virðist það hafa spillt fyrir því Bryndís var kos- in fegurðardrottning Íslands þetta kalda vorkvöld í Vatnsmýrinni árið 1957. „Mér voru færð blóm í leik- húsinu í lok sýningar. Bessi Bjarna- son stóð á sviðinu með fangið fullt af blómum og kyssti mig á vangann og það var eiginlega það besta við þetta allt saman,“ segir hún sposk á svip. Óhlýðin í alheimsfegurðar- samkeppni En sigurvíman varði ekki lengi. „Ég sá eiginlega samstundis eftir þessu og fannst ég hafa stigið feilspor. Mér fannst niðurlægjandi að láta mæla mig svona út eins og verðlaunahrys- su á uppboði. Ég var líka örugglega undir áhrifum frá félögum mín- um í Menntaskólanum í Reykja- vík, þar þótti ekki mjög fínt að taka þátt í svona keppni. Í skeytinu sem Bryndís fékk sent frá skólafélaga sínum og núverandi eiginmanni, Jóni Baldvini Hannibalssyni, eftir keppnina, stóð til að mynda: „svei- attan!“ og ekkert annað.— Skoðun hans var skýr. „Ég talaði mjög lítið um þetta eftir keppnina og aldrei opinberlega.“ Sigur í keppninni hérna heima hafði hins vegar í för með sér að Bryndís var orðin fulltrúi Íslands í alheimsfegurðarsamkeppninni sem fór fram á Long Beach rétt utan við Los Angeles. „Það var auð- vitað mjög gaman að fara út en ég var engu að síður í uppreisn gegn þessu.“ Hún vissi að hún átti ekki möguleika á sigri úti, enda keppnin kostuð af snyrtivöru- og sundfata- framleiðendum sem vildu að sjálf- sögðu fá fulltrúa fjölmennrar þjóð- ar til að kynna vörur sínar. „Þess vegna var ég útilokuð alveg strax. Herbergisfélagi minn, sæt stúlka frá Ísrael, tilkynnti mér að við kæm- um ekki til greina. Við afskrifuðum því okkur sjálfar og tókum þessu af mátulegu kæruleysi. Vorum ekki einu sinni með varalit á okkur,“ seg- ir Bryndís hálf prakkaraleg á svip- inn, en með því óhlýðnuðust þær dálítið. Of stór fyrir bransann Í Bandaríkjunum opnuðust þó ýmis tækifæri fyrir þessa ungu og óhlýðnu stúlku frá Íslandi, en þegar á hólminn var komið þá reyndist hún of hávaxin fyrir kvikmynda- bransann sem heillaði hana mikið. „Mér var sagt, að helstu elskhugar Hollywood á hvíta tjaldinu á þess- um tíma hefðu varla náð mér í öxl. Ég hefði þó getað fengið að auglýsa tannkrem, en mér þótti það ekki spennandi og ákvað frekar að fara heim aftur og klára MR. Þar missti ég af öðru tækifæri,“ segir Bryndís og hlær við. „Ég spyr mig stund- um af hverju ég nýtti ekki tækifær- in sem buðust. En þarna var ég svo ástfangin og þá hverfur allt annað í skuggann. Ástin er svo sterkt afl,“- segir Bryndís hugsi og staldrar að- eins við. „Það er ekki hægt að kalla þetta eftirsjá því maður veit ekkert hvernig lífið hefði orðið annars.“ Snertust eftir fjögur ár Bryndís hitti ástina í lífi sínu, Jón Baldvin Hannibalsson, fyrst þegar þau voru saman í landsprófi. „Ég varð svo skotin í þessum strák en ég talaði aldrei við hann,“ segir hún sposk á svip. En aðdragandinn að því að þau fóru loksins að vera saman varð ansi langur. „Ég held við höfum verið búin að þekkjast í fjög- ur ár þegar við snertum hvort ann- að fyrst.“ Bryndís segir Jón Baldvin hafa verið mjög áberandi í Gaggó Vest. Hann var frakkur og öruggur með sig og það heillaði þessa ungu stúlku. „Hann var aðalmálpípan í skólanum, eldrauður bolsi og náði að spilla öllum sambekkingum sín- um. Það var haldinn foreldrafund- ur út af honum og það átti bara að reka þennan dreng úr skólanum. En það var gert samkomulag um að rit- skoða allt sem hann skrifaði,“ seg- ir Bryndís og hlær þegar hún rifjar þetta upp. „Hann var strax þarna orðinn óðapólitíkus og sú ástríða hefur einkennt hann alla tíð. Hann hef- ur einhvers staðar sagt að hann haft ástríðu fyrir tvennu í lífinu – pólitík- inni og konunni sinni. Svo nú þegar pólitíkin er að baki þá er ég bara ein eftir,“ segir Bryndís glettin og hlær dillandi hlátri. En þau hjónin hafa alla tíð verið mjög náin. Loksins boðið út Það var í Menntaskólanum í Reykja- vík sem þau fóru að kynnast aðeins betur, en Bryndís horfði alltaf hýru auga til þessa ástríðufulla, unga manns með sterku stjórnmálaskoð- anirnar. Tveimur árum eftir að leiðir þeirra lágu fyrst saman í landspróf- inu tók Jón Baldvin af skarið og bauð Bryndísi í bíó, á kvikmyndina Rauðu skóna. „Ég man að mamma sagði: „Mikið hlýtur þetta að vera gáfaður piltur sem býður þér að sjá Rauðu skóna, það er svo merkileg mynd.““ Næsta ár bauð Jón Baldvin henni svo á Framtíðarballið í MR. Það varð þó ekkert meira úr sam- bandi þeirra fyrr en á lokaárinu í menntaskólanum. Á leiðinni heim úr leikhúsinu á kvöldin labbaði ég reglulega fram hjá húsinu, þar sem hann átti heima, og sá út und- an mér hvort þar væri ljós í glugga – vakir hann enn?“ segir Bryndís og hlær að sjálfri sér. „En hann skrifaði mér alltaf, al- veg frá því hann varð 16 ára. Ég velti því stundum fyrir mér hvort ég eigi að afhenda Þjóðskjalasafninu bréf- in með því skilyrði að þau verði ekki opnuð fyrr en eftir fimmtíu ár.“ Bryndís hlær enn meira og viður- kennir að bréfabunkinn sé ansi hár. „Ég svaraði honum auðvitað en mín bréf voru svo hversdagsleg í sam- anburði við hans. Mín voru skrif- uð á einföldu máli á meðan hann var ljóðrænn, vel lesinn og skrif- aði forkunnarfagra íslensku.“ Bryn- dís verður dreymin á svip þegar hún rifjar upp bréfaskriftirnar. Þar sem þau tvö, óharðnaðir unglingar, skiptust á leyndarmálum og vanga- veltum um lífið. Örlagarík Heiðmerkurferð „Það var fyrst í stúdentsprófunum sem eitthvað gerðist. Við fórum upp í Heiðmörk saman og það gerði út- slagið.“ Bryndís átti að vera að læra fyrir latínupróf, en tók sér smá hlé. „Ég ætlaði að fá 9,5 í latínu en fékk ekki nema 9,” segir Bryndís kímin. Jón truflaði hana við lærdóminn, en hún sá ekki eftir því. Sætti sig við níuna, enda gaf Heiðmerkurferðin henni manninn sem hana hafði dreymt um svo lengi. Allt fyrir ástina. Tæpu ári síðar, í janúar 1959, fæddist þeim svo fyrsta barnið, stúlka sem fékk nafnið Aldís í höf- uðið á móður Bryndísar. „Ég sagði engum að ég væri ólétt og það var auðvitað alveg fáránlegt. Ég fór til Parísar haustið 1958 og var þar fram yfir áramót. Svo frétti mamma yfir hafið að ég væri ólétt og skip- aði mér að koma heim. Það liðu svo ekki nema tveir eða þrír dagar frá því að ég kom heim þangað til ég var búin að eiga barn.“ Þrátt fyr- ir að stúlkan kæmi óvænt í heim- inn var hún meira en velkomin inn í fjölskylduna. „Hún var með ljósar krullur og himinblá augu og var eftirlæti allra.“ Haustið sama ár giftu svo Bryndís og Jón Baldvin sig. Þó vissulega setti það strik í reikn- inginn að þau væru komin með barn þá létu þau það ekki stoppa sig og fóru bæði út til Edinborgar í nám. Jón lærði þar hagfræði, eða til forsætisráðherra, eins og Bryndís segir hann síðar hafa gantast með, en hún lærði tungumál og lauk í leiðinni kennaraprófi í listdansi við Royal Academy. Fyrsta konan skólameistari Eftir að Jón Baldvin hafði lokið námi sínu við Edinborgarháskóla fékk hann, að sögn Bryndísar, enga vinnu á Íslandi. Hann var ekki í rétt- um flokki. En það var eitthvað sem Bryndís hafði aldrei hugsað út í. Hún gerði sér ekki grein fyrir því að þjóðfélagið virkaði svona. „En ein- hvern veginn komumst við í gegn- um það. Það sem bjargaði okkur var að Jón Baldvin þótti góður kennari og það var mælt með honum þegar vantaði skólameistara til að stofna menntaskóla á Ísafirði.“ Úr varð því að fjölskyldan fluttist búferlum til Ísafjarðar, en þá höfðu þrjú börn bæst í hópinn, Glúmur, Snæfríður og Kolfinna. Búferlalutningarnir lögðust þó ekkert sérstaklega vel í Bryndísi í upphafi. „Þetta var ákveðið án samráðs við mig og það væri ósatt að segja að ég hafi verið í sjöunda himni. Ég sá fyrir mér að kom- ast ekki í leikhús næstu árin. En það var ekki aftur snúið með það, enda reyndist þetta líka mjög góð- ur tími. Lífið er svo ólíkt úti á landi og það átti ég, borgarbarnið, eftir að komast að raun um. Þetta var góð reynsla og við komumst fljótt inn í kjarna samfélagsins,“ segir Bryndís sem minnist áranna á Ísafirði með gleði og þakklæti í hjarta. Hún sat svo sannarlega ekki auð- um höndum fyrir vestan, en hún kenndi tungumál við menntaskól- ann, dans og leiklist, svo tók hún þátt í leiksýningum með leikfé- lagi staðarins. Þá gegndi hún sjálf starfi skólameistara Menntaskól- ans á Ísafirði eitt skólaár á meðan Jón Baldvin stundaði fræði sín við Harvard sem Fulbright-styrkþegi. Var Bryndís fyrst kvenna á Íslandi til að gegna slíku embætti. Kennslustofan lítið leiksvið Bryndís segir þessa dýrmætu reynslu af kennslunni, sem og dansinum og leiklistinni, hafa nýst henni mjög vel þegar hún fór út í þáttagerð fyrir sjónvarp, en hún var meðal annars umsjónarmað- ur Stundarinnar okkar um árabil. Á þeim tíma voru það ekki bara börn landsins sem flykktust fyrir framan skjáinn til að fylgjast með barna- efninu, heldur jókst áhorf á þáttinn meðal karlmanna sem laumuðust til að fylgjast með þessari glæsilegu konu í sjónvarpinu. „Ég leit alltaf á kennslustofuna sem mitt litla leiksvið og sjónvarpið sem mitt stóra svið,“ segir hún bros- andi. „Svo hefur lífið auðvitað verið ein samfelld leiksýning.“ Eftir að hafa búið í tæp tíu ár í litlu þorpi á Vestfjörðum fann Bryn- dís hins vegar að hún varð að víkka sjóndeildarhringinn frekar. Hún varð að komast í burtu frá Íslandi og réði sig sem fararstjóra á Ítalíu á vegum Ingólfs í Útsýn. Henni lík- aði það svo vel að hún fór út til Ítal- íu mörg ár í röð. Þá kviknaði líka ferðaáhugi hennar af alvöru en hún er meira fyrir löng ferðalög. Finnst lítið varið í að fara í vikuferð til útlanda. Hefði endað sem eiginkona appelsínuræktanda Bryndís hefur alltaf verið mikill tungumálagarpur. Það hefur leg- ið vel fyrir henni að læra tungumál og henni þykir það skemmtilegt. Þegar hún var sextug ákvað hún að láta gamlan draum rætast og læra spænsku. „Það var alltaf draumurinn. Pabbi ætlaði að senda mig til Spán- ar þegar ég varð stúdent. Þá réði Franco þar ríkjum og landið var eig- inlega lokað svo það varð ekkert úr að ég færi. Sem betur fer eiginlega, því þarna var ég svo skotin í strák og vildi helst ekki fara langt í burtu frá honum,“ segir Bryndís og á þar að sjálfsögðu við Jón Baldvin, sem vék ekki úr huga hennar. „Ég hefði ör- ugglega endað sem eiginkona ein- hvers appelsínuræktanda á Spáni og aldrei komið aftur heim.“ Nú er Jón Baldvin afbrýðisamur Hún viðurkennir að oft hafi þetta allt togast á í henni, dansinn, leik- listin og tungumálin. „Það er svo- lítið erfitt þegar maður hefur áhuga á mörgu, þá er hætt við að það dreifi kröftunum og dragi úr ein- beitingunni. Örlögin tóku fram fyr- ir hendurnar á mér og sögðu að lífið væri best svona – eins og það varð. Ástin er svo voldugt náttúruafl að það er þýðingarlaust að streitast á móti. Ástin er guðs gjöf.“ Bryndís hefur töluverðar áhyggj- ur af því að verða of væmin þegar hún ræðir ástina, en viðurkennir þó að hún og Jón Baldvin séu alltaf jafn ástfangin, sama hvað á dynji. „Af- brýðisemin er meira að segja enn til staðar – en með öfugum formerkj- um. Nú á hann það til að vera Fann ástina ung Það var langur að- dragandi að sambandi Bryndísar Schram og Jóns Baldvins, en þau innsigluðu ástina í miðjum stúdentspróf- um. MyNd Sigtryggur Ari „Það var fyrst í stúdentspróf- unum sem eitt- hvað gerð- ist. Við fórum upp í Heiðmörk saman og það gerði útslagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.