Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 40
40 Skrýtið Sakamál Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 2015
BlóðBað um miðja nótt
n Ástin getur ruglað fólk í ríminu n Fjölskylda Erin fór ekki varhluta af því
V
issulega getur verið allur
gangur á því hvernig for-
eldrum líkar við kærasta
eða kærustu barna sinna og
hvað varðaði Terry og Penny
Caffey þá fannst þeim Charlie Wilk-
inson, 19 ára kærasti 16 ára dóttur
þeirra, Erin, helst til lélegur pappír.
Terry og Penny fóru ekki í launkofa
með skoðun sína og þá von að neist-
inn milli Erin og Charlie dæi sjálf-
krafa út innan tíðar, en málalyktir
urðu með öðrum hætti en nokkurn
hafði órað fyrir. Í fleiri mánuði reyndu
Terry og Penny að umbera ástarsam-
band dóttur sinnar og einbeita sér að
eigin hugðarefnum; kirkjunni og tón-
list. Átta ára bróðir Erin, Tyler, lék á
gítar og Matthew, 13 ára bróðir henn-
ar, lék á munnhörpu. Penny var org-
anisti í kirkjunni og sjálf hafði Erin
verið í kórnum allt þar til hún kynnt-
ist Charlie. Allt þetta breyttist fimm
mánuðum eftir að samband Erin og
Charlie hófst.
Blóðbað um nótt
Tveimur tímum eftir miðnætti 1. mars
2008 ruddust tveir ungir menn inn á
heimili Caffey-fjölskyldunnar í Alba í
Texas og gengu berserksgang. Þegar
upp var staðið voru Penny, Tyler
og Matthew liðin lík og Terry á milli
heims og helju. Ódæðismennirnir
báru síðan eld að innanstokksmunum
og yfirgáfu húsið. Terry, sem hafði ver-
ið skotinn mörgum skotum, tókst ein-
hvern veginn að dragnast út úr hús-
inu áður en það varð alelda. En ekki
voru öll kurl komin til grafar því inn-
an tíðar kom í ljós að Erin hafði verið
viðriðin glæpinn. Síðar sagði Terry að
hann hefði frá upphafi haft efasemdir
um Charlie og undir lok febrúar hefðu
grunsemdir hans verið staðfestar:
„Við sáum ýmislegt á MySpace-síðu
Charlie. […] tilvísanir í drykkju og kyn-
líf – við sögðum við Erin að við hefð-
um ekki alið hana upp til að enda í
þannig hlutum og að hann væri ekki
góður kostur fyrir hana.“
Skammbyssur og
samúræjasverð
Tveimur dögum síðar, upp úr mið-
nætti, var bifreið ekið upp að húsi
Caffey-fjölskyldunnar. Var þar mættur
Charlie Wilkinson og hafði sér til full-
tingis tvo vini; Allen Waid, 20 ára, og
kærustu hans, Bobbi Gale Johnson,
18 ára. Erin Caffey hljóp út íklædd
náttfötum og settist inn í bílinn, en
Charlie og Allen fóru inn í húsið. Terry
vaknaði við einhvern hávaða: „Þeir
ruddust inn í svefnherbergið og hófu
skothríð. Þeir skutu mig nokkrum
sinnum. Ekki einasta voru þeir með
byssur heldur samúræjasverð að auki.
Eftir að þeir skutu Penny skutu þeir
mig fjórum skotum; þremur í bakið og
einu í fótlegginn. […] Síðan tók annar
þeirra sverðið og stakk Penny í háls-
inn.“ Terry var, þegar þarna var kom-
ið sögu, á mörkum meðvitundar en
hugsaði um börnin sem sváfu á efri
hæðinni.
Sveðjunni beitt ótæpilega
„Ég reyndi að standa á fætur,“ sagði
Terry, „ og ég heyrði að Matthew hróp-
aði. Hann sagði: „Nei, Charlie. Ekki.
Af hverju ertu að gera þetta?“ Þegar
ég heyrði hann segja nafnið þá vissi
ég hver var í húsinu og til hvers. Svo
heyrði ég skothvelli. […] Síðar var mér
sagt að Matthew hefði verið skotinn,
en þeir hefðu skipst á að stinga Tyler
sem hafði reynt að fela sig inni í skáp.“
Terry missti meðvitund og þegar hann
kom til sín á ný voru Charlie og Allen á
bak og burt og eldar loguðu í húsinu.
Eldtungurnar hröktu Terry inn í svefn-
herbergi hjónanna þar sem hann fann
Penny látna. „Hún var dáin. Mér tókst
að lokum að klöngrast út um baðher-
bergisgluggann og skreiðast frá hús-
inu.“
„Hvar blæðir honum ekki?“
Það tók Terry um tvo klukkutíma
að skreiðast tæpa 300 metra í gegn-
um skóglendi að húsi nágranna
síns, Tommys Gaston. Þegar Tommy
hringdi í Neyðarlínuna var hann
spurður hvar blæddi úr Terry og svar-
aði: „Hvar blæðir honum ekki?“ Það
er kraftaverk að hann sé hér yfirhöf-
uð.“ Þremur klukkustundum síðar
voru Charlie og Allen klófestir og sett-
ir í gæsluvarðhald. Erin, sem upp-
haflega lá ekki undir grun, fannst í
felum í hjólhýsi eldri bróður Allens.
En þess var skammt að bíða að lög-
reglan beindi sjónum sínum að Erin
því Allen upplýsti við yfirheyrslur að
honum hefði verið lofuð tvö þúsunda
dala þóknun ef hann hjálpaði við að
„greiða úr málunum“. Svipað var upp
á teningnum hjá Charlie og Bobbi
sem sögðu líkt og Allen að morðin
hefðu verið hugmynd Erin. Erin var
síðar handtekin er hún var á leið í
heimsókn til föður síns á sjúkrahúsið
og voru fjórmenningarnir kærðir fyrir
morð að yfirlögðu ráði.
Íhugaði sjálfsvíg
Þegar Terry hafði náð sér dvaldi hann
hjá systur sinni um skeið enda allt sem
áður hafði auðgað tilveru hans að engu
orðið. Eftir að hafa glímt við þunglyndi
svo mánuðum skipti fékk hann nóg:
„Ég skipulagði sjálfsvíg.“ Erin hafði, að
Terrys sögn, sagt honum að hún hefði
haft vitneskju um morðáformin og
að henni hefði verið haldið nauðugri
viljugri í bíl Charlies á meðan hann og
Allen myrtu fjölskylduna. Hún sagði
að „kærasti hennar reyndi að klína
morðunum á hana og segði að hún
hefði skipulagt allt saman.“ Terry lagði
ekki trúnað á útskýringar Erin enda
ekki um auðugan garð að gresja hvað
varðaði eitthvað sem studdi frásögn
hennar. Í október 2008 voru Charlie
og Allen dæmdir til lífstíðarfangelsis
án möguleika á reynslulausn. Þremur
mánuðum síðar játuðu Erin og Bobbi
sig sekar um morð. Bobbi fékk tvöfald-
an 40 ára dóm og getur sótt um reynslu-
lausn eftir 25 ára afplánun. Erin fékk
hins vegar tvo samhangandi lífstíðar-
dóma og 25 ár að auki en getur sótt um
reynslulausn eftir 40 ára afplánun. n
„Eftir að þeir skutu
Penny skutu þeir
mig fjórum skotum;
þremur í bakið og einu
í fótlegginn. Síðan tók
annar þeirra sverðið og
stakk Penny í hálsinn.
„Síðar var mér sagt
að Matthew hefði
verið skotinn, en þeir
hefðu skipst á að stinga
Tyler sem hafði reynt að
fela sig inni í skáp.
Á góðri stundu Erin
í faðmi fjölskyldunnar.
mynd úr fjölSkylduSafni
Erin Caffey Gekk æði langt vegna ástarsambands. mynd dr. pHil
Samsek Bobbi Gail Johnson hlaut dóm fyrir
aðild sína.
allen Wade Var að sögn heitið 2.000 dala
umbun fyrir morðin.
Charlie Wilkinson Beitti samúræjasverði
á 7 ára bróður Erin.
„Hvar blæðir
honum ekki?