Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 16
16 Fréttir Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 2015 Þ að er mikilvægt að vinna, það heldur huganum upp­ teknum. Ef maður eyð­ ir öllum deginum heima líður manni illa og er ekki hamingjusamur,“ segir hælisleit­ andi sem bíður eftir svörum frá Útlendingastofnun. Slík bið ein­ kennist af iðjuleysi og óvissu segja sex hælisleitendur í meistara­ ritgerð Lilju Ingvarsson iðjuþjálfa í lýðheilsufræðum. Ritgerð Lilju fjallar um heilsu og aðstæður hælisleitenda sem bíða svara frá Útlendingastofnun. „Þetta er hópur sem ég þótt­ ist vita að hefði ekki iðju við hæfi,“ segir Lilja og segir að staða þeirra hafi lítið verið rannsökuð á Ís­ landi. Í rannsókninni ræddi Lilja við einstaklinga á aldrinum 23– 38 ára frá Írak, Afganistan og Íran. Mennirnir höfðu verið á Íslandi allt frá hálfu ári upp í 30 mánuði. Þeir höfðu allir haft viðkomu á gisti­ heimilinu Fit hostel í Reykjanes­ bæ og báru dvölinni þar ekki góða söguna. „Þetta er versti staður sem ég hef séð,“ segir einn þeirra sem Lilja ræddi við. Viðtölin tók Lilja á árs tímabili og lauk þeim sumarið 2014. Eftir viðtölin var reglum um málsmeðferð hælisleitenda breytt og nú á hún aðeins að taka um sex mánuði. Áður gátu hælisleitendur beðið í mörg ár eftir upplýsingum um stöðu sína. Það gerðu þeir án atvinnuleyfis og voru því að fullu á forræði ríkisins. Iðjuleysi erfitt Sagt er að fólk sem er lengi frá vinnu og sé iðjulaust geti átt mjög erfitt með að fóta sig. Allir þráðu viðmælendur Lilju að verða full­ gildir þátttakendur í samfélaginu og höfðu á orði að það væri sam­ félaginu kostnaðarsamt að nýta þá ekki betur. Margir höfðu unnið frá unga aldri og voru þetta því mikil við­ brigði fyrir þá. „Erlendar rannsókn­ ir sýna að hælisleitendur glíma af­ leiðingar iðjuleysis,“ segir hún. „Það var greinilegt á svörum þeirra að þeir höfðu lítið fyrir stafni. Þegar ég spurði í hvað þeir verðu tíma sínum sögðu þeir „ekkert“. Þegar ég fór að greina viðtölin nánar varð ljóst að þeir áttu við að þeir hefðu ekkert við að vera því þeir höfðu ekki vinnu. Í huga þeirra var það greinilega mik­ ilvægast. Þeir töluðu um að „drepa tímann,“ segir Lilja og segir að það hafi verið ljóst að þeir þurftu að hafa sig alla við til að takast það. „Þeir sinntu hlutum sem höfðu lítið vægi; voru í sundi í tvo til þrjá tíma, elduðu mat sem tók langan tíma að útbúa og slíkt,“ segir hún. Mönnun­ um var því mikið í mun um að hafa ofan af fyrir sér á þessum biðtíma. Vilja taka þátt Í ritgerð Lilju kemur fram að fjögur þemu lýsa reynslu mannanna. Það eru tækifæri, eða skortur á þeim til þátttöku og iðju, búseta, upplifun valdleysis og skortur á framtíðar­ sýn. „Ég vil eiga venjulegt líf eins og allir aðrir,“ segir einn viðmælenda Lilju. Mennirnir upplifðu sig valda­ lausa í eigin lífi og áttu erfitt með að horfa til framtíðar og sjá hana fyrir sér. Þeir töldu að í Reykjanesbæ hefðu þeir færri tækifæri til þess að aðlagast samfélaginu, þeir upp­ lifðu sig sem jaðarsetta og höfðu ekki aðgang að sjálfboðastarfi nema að litlu leyti. Þegar þeir komu til Reykjavíkur og fengu aðstöðu þar breyttist líf þeirra umtalsvert. „Þá voru þeir meiri þátttakendur í samfélaginu. Þeir áttu greiðan að­ gang að sjálfboðastarfi og blönduð­ ust betur inn í fjöldann,“ segir Lilja. Hún segir mikilvægt að halda áfram að stytta málsmeðferðar­ tíma hælisleitenda og bendir á að sumir hælisleitendur sem sóttu um hæli áður en meðferðartími var styttur bíði enn úrlausna og hafi gert í langan tíma. „Þetta hefur áhrif á velsæld þessara einstaklinga,“ segir Lilja og leggur til að þeim sem sækja um hæli á Íslandi verði veitt tímabundið atvinnuleyfi eða að minnsta kosti tækifæri til að stunda iðju. Þá telur hún æskilegt að bú­ setuaðstæður þeirra verði teknar til endurskoðunar. n Iðjuleysi plagar hælisleitendur n Hælisleitendur þrá að fá að taka þátt í samfélaginu með virkum hætti n Þurfa að „drepa tímann“ Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Þetta er hópur sem ég þóttist vita að hefði ekki iðju við hæfi Iðjuleysi „Þeir sinntu hlutum sem höfðu lítið vægi; voru í sundi í tvo til þrjá tíma, elduðu mat sem tók langan tíma að útbúa og slíkt,“ segir Lilja. Mynd SIgtryggur ArI Fit hostel Mönnunum leið sérstaklega illa í Reykjanesbæ. Mynd dV Erfitt að fóta sig Lilja segir hælisleitendur eiga erfitt með að fóta sig og að iðjuleysi hafi mikil áhrif á velsæld þeirra. Mynd ErnIr EyjólFSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.