Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Blaðsíða 36
Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 201536 Fólk Viðtal S iðmennt – Félag siðrænna húmanista á Íslandi – stóð síðastliðinn fimmtudag fyrir málþingi um líknar- dauða. Þar var Sylviane einn frummælenda og miðlaði af reynslu sinni í tengslum við and- lát Steinars, sem kaus að svipta sig lífi með aðstoð svissnesku samtak- anna Dignitas. Steinar hafði barist við veikindi sem rændu hann lífs- gæðum og líkamlegri getu. Ég mælti mér mót við Sylviane í Hlutverkasetrinu í Borgartúni. Það er miðstöð fyrir fólk sem af ein- hverjum orsökum sér ekki tilgang með lífinu, vegna geðsjúkdóma eða áfalla. Sylviane vinnur þar við að styðja fólk sem hefur áhuga á að snúa aftur á vinnumarkað. Mannréttindin mikilvægust Sylviane er sjarmerandi kona með grátt, hrokkið hár og frið í augun- um. Handaband hennar er þétt og franski hreimurinn þykkur, en á sama tíma heillandi. Hún bauð mér upp á kaffibolla á vistlegri skrifstofu með útsýni yfir hafið og Esjuna. „Fyrir fólk með langvinna sjúk- dóma, sem skerða lífsgæði mik- ið, eða mikla verki, er líknardauði val í mörgum löndum. Hér á landi er þetta ekki val enn sem komið er, en að mínu mati þurfum við sem samfélag að skoða möguleikann. Það felast mikilvæg mannréttindi í ákvörðunarrétti einstaklings um sína dauðastund,“ segir Sylviane. Á Íslandi er ólöglegt að fremja líknardráp eða aðstoða einstak- ling við að svipta sig lífi. Hér er þó einstaklingum frjálst að afþakka læknisfræðilega meðferð sem gæti bjargað lífi þeirra. Að sögn Sylvi- ane er líka ýmislegt sem gert er til að hraða lífslokum hjá einstak- lingum með langt gengna sjúk- dóma: „Við vitum að stundum er meðferð ekki veitt, það er þá jafn- vel ákvörðun læknisins. Einnig vit- um við að oft er morfínið gefið að- eins hraðar hjá sjúklingum sem eru á líknandi meðferð og að dauða komnir. Það vita allir að það hrað- ar dauðastundinni. Það er kominn tími á þetta samtal í samfélaginu. Við þurfum að ræða málin út frá mannréttindum og ákvörðunarrétti einstaklingsins, og skoða líknar- dauða sem raunhæfan möguleika.“ Hún bætir því við að oft hljóti að- stæðurnar að vera mjög þungbærar fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Sjálfsvíg með stuðningi Löggjöfin í Evrópulöndum er mis- munandi – í Belgíu, Hollandi og Luxemborg er líknardráp löglegt en í Sviss, Þýskalandi og Albaníu má lögum samkvæmt aðstoða einstak- ling við að binda endi á líf sitt. Í Sviss eru starfrækt tvenn sam- tök, Dignitas og Exit International, sem bæði sérhæfa sig í að aðstoða fólk við lífslok með sjálfsvígi. Sylvi- ane leggur áherslu á að ekki sé um líknardráp að ræða, heldur dauða með stuðningi. Munurinn á því tvennu er að í fyrra tilfellinu þarf annar aðili að fremja líknardrápið, til dæmis með því að gefa banvænt lyf með sprautu, en í því síðara er það sjúklingurinn sjálfur sem frem- ur sjálfsvígið og fær til þess örugga umgjörð og stuðning: „Lykilatriðið er að einstaklingurinn sé sjálfur fær um að drekka vökva sem mun leiða til dauða. Það þarf að hafa lágmarksgetu líkamlega til þess að þetta gangi upp – því sá sem frem- ur sjálfsvígið á að stýra öllu fram á síðustu stundu. Ef einstaklingur er til dæmis lamaður en getur not- að einn fingur, þá dugar það. Þá er til dæmis hægt að leyfa honum að stjórna dælu með fingrinum og koma þannig vökvanum í munn- inn. Sama gildir um þá sem eru mjög veikburða en geta sogið rör.“ Sterkur vilji nauðsynlegur Sylviane bendir á að úrræði þar sem einstaklingur framkvæmir allt sjálfur krefjist þess að sterkur vilji Sylviane Lecoultre er svissnesk að uppruna en hefur verið búsett á Íslandi í næstum fjóra áratugi. Það var ástin sem leiddi hana hingað, því 1978 kynntist hún eiginmanni sínum, Steinari Péturssyni, og flutti ári síðar með honum til Ís- lands. Hér stofnuðu þau fjölskyldu, eignuðust þrjú börn og Sylviane hóf farsælan starfsferil sem iðjuþjálfi. Henni hefur liðið vel á Íslandi, hún komst fljótt inn í samfélagið og hefur verið virk í opinberri umræðu í fjölda ára, meðal annars um mannréttindi og atvinnumál geðsjúkra. Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Sjálfsvíg með stuðningi „Það felast mikilvæg mann- réttindi í ákvörðunarrétti einstaklings um sína dauðastund „Við vitum að stundum er með- ferð ekki veitt, það er þá jafnvel ákvörðun lækn- isins. Einnig vitum við að oft er morfínið gefið að- eins hraðar hjá sjúklingum sem eru á líknandi með- ferð og að dauða komnir. Það vita allir að það hrað- ar dauðastundinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.