Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. apríl 2014 Þeim fjölgar sífellt sem benda á að kvóti í mjólkurframleiðslu hamli aukinni framleiðslu en nú um stundir er þörf á aukningu. Eðlilegt er að beina sjónum kvóta í mjólk þegar núverandi búvörusamningur rennur út í lok árs 2016. Mjólkurframleiðslan er eini geiri íslensks landbúnaðar sem enn býr við raunverulega framleiðslustýringu en kvótakerfið var sett á til að hamla offramleiðslu á sínum tíma. Nú er svo komið að skortur er á mjólk og því er eðlilegt að velta því upp hvort kvótakerfið hafi runnið sitt skeið. Þetta var eitt megininntakið í ræður Sigurðar Inga Jóhanns- sonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem hann hélt á aðalfundi Landssambands kúabænda í síðustu viku. Hann lagði þó á það áherslu að hann væri ekki að boða afnám kvótakerfisins með einu pennastriki. Kæmi til breytinga yrðu þær gerðar með aðlögun yfir langan tíma enda hefðu margir bændur fjárfest umtalsvert í kvóta og miðað rekstur sinn við að fyrir það kæmu beingreiðslur frá ríkinu. Óþarft að ríkið sjái um kvótamarkað? Sigurður Ingi velti í máli sínu upp þeirri spurningu hvort að núverandi fyrirkomulag með viðskipti greiðslumarks, uppboðsmarkaðir sem teknir voru upp árið 2010, væri hið endilega ákjósanlegasta leiðin sem hægt væri að fara. Hann spurði hvað það væri sem kallaði á að hið opinbera kæmi að viðskiptum með greiðslumark í stað þess að almennur rammi yrði settur um þau og einkaaðilar hefðu milligöngu um viðskiptin. Hvatti hann bændur til að taka málið til umræðu á sínum vettvangi. Sigurður Ingi sagði að í sínum huga væri einboðið að leiðin fram á við í mjólkurframleiðslunni byggði á útflutningi. Hann upplýsti að verið væri að setja saman starfshóp sem ætti að undirbúa stefnumótun í mjólkurframleiðslu til framtíðar og sömuleiðis væri búið að skipa samstarfshóp um tollamál á sviði landbúnaðar. Sá hópur á að greina helstu núgildandi samninga um viðskipti með landbúnaðarvörur, greina þau sóknarfæri sem kunna vera til staðar innan þeirra samninga, kanna möguleika á gerð fleiri tvíhliða viðskiptasamninga og gera úttekt á þróun tollverndar á helstu landbúnaðarvörum frá árinu 1995. Stefnt er að því að sá hópur skili niðurstöðu fyrir 1. október næstkomandi. /fr Fréttir Samkeppni um höfuðföt RML með fræðslufundi Ráðgjafarþjónusta landbún- aðarins (RML) hélt fræðslufund á Kirkjubæjarklaustri í síðustu viku þar sem ráðunauturinn Jóna Þórunn Ragnarsdóttir hélt erindi ásamt Jarle Reiersen frá MS. Fram undan eru enn fleiri fræðslufundir þar sem umfjöllunarefnið er fóðrun, efnainnihald í mjólk og beit. Fundardagskráin er hér að neðan en nánari upplýsingar er hægt að sjá á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, rml.is. Þess ber að geta að MS býður upp á kaffiveitingar á fundunum. Þriðjudaginn 8. apríl kl. 13.30 í húsakynnum MS í Búðardal. Fimmtudaginn 10. apríl kl. 13.30 í húsakynnum LbhÍ á Hvanneyri Mánudaginn 14. apríl á Gauksmýri í Húnaþingi. Þriðjudaginn 15. apríl á Löngumýri í Skagafirði. Ullarvinnslan í Þingborg í Flóahreppi efnir nú til samkeppni um flottasta höfuðfat ársins 2014 ætlað fullorðnum. Efnisval og aðferð er frjáls. Dómnefnd mun í störfum sínum taka tilit til hönnunar, handbragðs, hugmyndaauðgi og menningarlegrar nálgunar. Veitt verða verðlaun fyrir fallegustu höfuðfötin á „Fjör í Flóa“ laugardaginn 31. maí. „Þingborg vill með þessu bæði kanna og vekja athygli á hinni merkilegu flóru höfuðfata, sem blómstrar ekki síður í köldum löndum en heitum. Höfuðföt endurspegla þjóðarsálina á hverjum tíma því oft eru þau tákn um þjóðfélagsstöðu og í mörgum tilfellum tengd trúarbrögðum viðkomandi hóps eða atvinnugrein,“ segir Iðunn Ýr Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri hjá Flóahreppi, sem aðstoðar Þingborgarhópinn við samkeppnina. Hún gefur allar nánari upplýsingar í gegnum netfangið idunn@floahreppur.is /MHH Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, afhenti Esther Guðjónsdóttur og Jóhanni B. Kormákssyni bændum á Sólheimum viðurkenningu fyrir ræktun á Kola á Fagþingi nautgriparæktarinnar fyrir skömmu. Mynd / HKr. Fagþing nautgriparæktarinnar: Koli frá Sólheimum besta naut fætt árið 2006 Koli 06003 frá Sólheimum í Hrunamannahreppi er besta naut árgangsins sem fæddur er árið 2006. Hlutu ræktendur hans, þau Jóhann B. Kormáksson og Esther Guðjónsdóttir bændur á Sólheimum viðurkenningu fyrir ræktun Kola á Fagþingi nautgriparæktarinnar sem haldið var 27. mars síðastliðinn. Koli var fæddur á Sólheimum 23. febrúar 2006. Faðir Kola er Fontur 98027 frá Böðmóðsstöðum í Laugardal en hann var á sínum tíma valinn besta naut 1998 árgangsins. Móðir Kola er Elsa 226 frá Sólheimum og móðurfaðir er Kaðall 94017 frá Miklagarði í Saurbæ en hann var einnig valinn besta naut síns árgangs, árgangsins 1994. Í ættartölu Kola má finna mörg af bestu nautum landsins, svo sem Þráð frá Stóra-Ármóti, Þistil frá Gunnarsstöðum og Rauð frá Brúnastöðum. Í umsögn um dætur Kola er sagt að afurðasemi þeirra sé góð, einkum hvað varðar efnahlutföll. Þær eru stórar og sterkbyggðar, malir vel lagaðar, fremur flatar og fótstaða góð. Þær eru júgurhraustar með vel borin júgur, afar sterkt júgurband og mjög góða júgurfestu, vel lagaða spena og vel staðsetta en fremur stutta og granna. Mjaltir eru í meðallagi og kýrnar skapgóðar, að því er sagt er í Nautaskránni. Koli stendur í 117 í heildarkynbótamati. /fr Koli frá Sólheimum. Stjórn LK endurkjörin Stjórn Landssambands kúabænda var öll endurkjörin á aðalfundi sambandsins sem haldinn var 28.- 29. mars síðastliðinn. Formaður er því eftir sem áður Sigurður Loftsson í Steinsholti og aðrir stjórnarmenn Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum, Jóhann Nikulásson í Stóru-Hildisey II, Trausti Þórisson á Hofsá og Jóhann Gísli Jóhannsson á Breiðavaði. /fr Sigurður Loftsson. Verð á greiðslumarki í mjólk er nú 260 krónur líterinn. Þetta kom í ljós við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki í dag, 1. apríl 2014. Verðið nú er 60 krónum lægra en það var á síðasta kvótamarkaði, 1. nóvember síðastliðinn. Einungis tvö gild tilboð um kaup á greiðslumarki bárust. 28 gild tilboð um sölu bárust til Matvælastofnunar en aðeins tvö gild tilboð um kaup. Greiðslumark sem viðskipti ná til nú nær til 35.000 lítra en óskað var eftir 71.784 lítrum. Greiðslumark sem boðið var til kaups var 1.891.961 lítri. Framboð nú var 182,9 prósent miðað við síðasta markað en eftirspurnin einungis 6,7 prósent af því sem óskað var eftir í síðasta mánuði. /fr Lítil eftirspurn eftir greiðslumarki Eðlilegt að endurskoða kvótakerfið „Nú er svo komið að skortur er á mjólk og því er eðlilegt að velta því upp ráðherra landbúnaðarmála, á aðalfundi Landssambands kúabænda. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.